Erik Prince um staðal her gagnvart þjóðvarðliði

Erik Dean Prince (fæddur júní 6, 1969) er bandarískur kaupsýslumaður, fjárfestir, rithöfundur og fyrrverandi SEAL yfirmaður bandaríska sjóhersins og stofnandi einkahernaðarfyrirtækisins Blackwater. Hann starfaði sem forstjóri Blackwater til 2009 og sem stjórnarformaður þar til það var selt til hóps fjárfesta árið 2010.

Óhætt er að segja að hugmyndir Eriks Prince séu ekki hefðbundnar eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi. Þar til dæmis kom hann með hugmyndir hvernig uppræta megi Hamas. Hann kom þremur vikum eftir fjöldamorðin 7. október til Ísraels með víðtæka hugmynd: bora og dæla sjó inn í Gaza-göngin, flæða þau með vatni og þannig neita Hamas um getu til að heyja neðanjarðarhernað. Í því skyni hitti hann háttsetta embættismenn hjá varnarmálastofnun rannsókna og þróunar (DDR&D eða MAFAT), sérsveitardeild Yahalom hersveita bardagaverkfræðideildar IDF og verkfræðinga suðurherstjórnarinnar. IDF, fyrir sitt leyti, byrjaði að reyna að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en hún var á endanum yfirgefin. IDF hermenn, eins og við vitum, sneru aftur í hefðbundnari bardagaaðferðir og fóru sjálfir niður neðanjarðar og sjá má árangurinn af því, sem er ekki ótvíræður sigur og ómældar þjáningar fyrir óbreytta borgara. 

En ætlunin er að fjalla um hugmyndir Prince um "standard army" eða staðalher.  Það að hugmynd hans um að fylla jarðgöng Hams sem ná um 300 km, var það enn ein sönnun þess að reglulegir herir og skrifræðiskerfi eiga erfitt með að hugsa út fyrir rammann og starfa á skapandi hátt. Það var líka sönnun þess að hann trúði því að Blackwater, einkaherinn sem hann stofnaði sem hefur sinnt sérstökum verkefnum fyrir Pentagon og CIA, hafi verið brautryðjandi og fyrirmynd.

Hann segir að þó að bandaríski herinn sé nú uppbyggður af sjálfboðaliðum og það sé frábært í sjálfu sér, þá séu atvinnuhermennirnir fastir í viðjum her skrifræðis. Bakgrunnur hermannanna sé einsleitur en svo sé ekki hjá þjóðvarðliðunum bandarísku sem starfa tímabundið og hluta úr ári.  Í því liði eru menn starfandi sem rafvirkjar í borgaralegu lífi, lögfræðingar o.s.frv. sem taka þekkingu og lausnir inn í herinn. Þannig hafi bandaríski herinn byggst upp í upphafi og með árangri að þeim tókst að reka Breta, heimsveldið sjálft úr Bandaríkjunum.

En svo eru aðrar hugmyndir hans umdeildari. Prince hefur lagt til að skipta um verulegan hluta bandarískra hermanna á átakasvæðum eins og Afganistan út fyrir einkaverktaka. Hann bendir á að minni liðsauki sérsveita, auk verktaka, gæti náð stefnumarkandi markmiðum á skilvirkari hátt og með minni kostnaði. Til dæmis hefur hann haldið því fram að aðferð hans myndi kosta minna en 20% af 48 milljörðum dala sem varið var árlega í Afganistan.

Hins vegar hafa tillögur Prince sætt verulegri gagnrýni. Andstæðingar halda því fram að það að reiða sig á einkaverktaka veki lagalegar, siðferðilegar og ábyrgðar vandamál. Til dæmis, Sean McFate, fyrrverandi herverktaki, heldur því fram að slíkar áætlanir séu "misráðnar og hættulegar" og undirstrikar möguleikann á auknum atvikum líkt og fjöldamorðin á Nisour Square, þar sem starfsmenn Blackwater drápu 17 íraska borgara.

Hvað um það, hugmyndir hans um og samanburður á staðalher og þjóðvarðlið er nokkuð sem Íslendingar mættu hugleiða er þeir loksins taka af skarið og komi sér upp vopnuðu varnarliði.  Þær falla algjörlega að hugmyndum bloggritara sem hefur mælt með að stíga skrefið varlega og koma eigi upp varaliði á stærð við undirfylki. Það má kalla það ýmsum nöfnum, það skiptir svo sem litlu máli, bara að þessar sveitir séu tiltækar þegar á reynir. Það gæti verið fyrr en ætla má.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband