NATÓ - ríki funda um...ekki neitt

Það var ljóst fyrir ofangreindan fund að engin niðurstaða myndi fást úr viðræðunum. Það var heldur ekki líklega ætlunin, heldur að reyna að stilla saman strengi.

Evrópuríkin eru í slæmri stöðu, eru búin að missa sjálfkrafa stuðning aðal aðildarríkisins, Bandaríkin. BNA hafa verið eins og banki sem auðvelt hefur verið að ganga í og fá fé án vankvæða. Nú er öldin önnur.

En hver er ástæðan fyrir allri þessari hörku af hálfu Bandaríkjamanna gagnvart bandamönnum sínum? Jú, Bandaríkjamenn vilja færa herafla sinn að mestu frá Evrópu og til Asíu. Þar telja þeir að næsta stórstyrjöld verði og sú barátti verði tvísýn fyrir Bandaríkjaher.  En ekki er hægt að skilja Evrópu eftir varnarlausa, hún er jú líka mikilvæg fyrir varnir Bandaríkjanna og því eru Evrópuríkin tuktug til.  Þau eiga að eyða meira og taka meiri ábyrgð svo Kaninn geti fært herafla.

NATÓ í Evrópu mun ekki eiga neinn þátt nema sem áhorfendur að friðarviðræðunum milli Bandaríkjanna og Rússlands (og Úkraínu sem hálf þátttakandi).  Þau eru eins og peð sem eru færð til án þess að vita að þau eru bara peð í refskák stórveldanna.  Trump er að "plata" með hótunum sínum enginn þorir að reyna á platið.

ESB er marghöfða þurs og sem slíkur veit hann aldrei í hvaða átt hann á að fara. Bandaríki Evrópu (ESB) verður aldrei nema lausbundið bandalag aðildaþjóða en ekki stórveldi. Kannski skárri kostur en að álfuríkin bysa hvert í sínu horni áhrifalaus en á meðan Pax Romana fyrirkomulag er ekki við lýði, og með ótvíræðan valdakjarna (eins og Róm var), er ESB að mestu áhorfandi að eigin örlögum. En þaðan halda íslenskir ESB - sinnar að valdið liggi.

NATÓ er því ekki í hættu né staða Íslands sem er bæði í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Ísland tilheyrir Vesturheimi í varnarmálum, ekki Evrópu.  En það þýðir ekki að Ísland sé stikkfrítt.  Það mun koma krafa af hálfu bandamanna í Evrópu og frá Bandaríkjunum að Ísland axli meiri ábyrgð í sínum varnarmálum og hætti þar með að vera veiki hlekkurinn.

Það geta Íslendingar gert með eflingu Landhelgisgæslunnar, keypt til dæmis korvettu/freigátu sem herskip og tekið að sér kafbátaeftirlit við landið. Þar með er landið orðið þátttakandi í eigin vörnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband