Í það fyrsta verður að gera greinamun á ólöglegum innflytjendum og flóttamönnum sem koma til Bandaríkjanna. Fyrrnefndi hópurinn fer ólöglega yfir landamærin þar sem ekki er landamærahlið inn í landið en þar eiga allir sem sækja um hæli að fara í gengum, rétt eins og á Íslandi, þar sem flestir fara í gegnum Keflavíkurflugvöll sem er viðurkenndur aðkomustaður inn í landið.
Kíkjum á þau ríki sem þar sem flestir ólöglegir innflytjendur koma frá. Í stjórnartíð Joe Biden forseta komu þeir frá nánast öllum löndum heims. Þó að Mexíkó hafi verið aðaluppspretta, nam um það bil 29% óviðkomandi farandfólks á milli ágúst 2020 og apríl 2024, var áberandi aukning einstaklinga frá öðrum þjóðum. Nánar tiltekið voru farandverkamenn frá Gvatemala (9%), Hondúras (9%), Venesúela (7%), Kúbu (6%), Níkaragva (4%) og Haítí (4%) verulegur hluti af innstreyminu. Auk þess var mikil aukning á farandfólki frá löndum utan vesturhvels jarðar, þar á meðal Kína, Indlandi og Rússlandi. Engar nátttúruhamfari þar en mikil fátækt.
Löglegir flóttamenn fara í gegnum landamærahlið og sækja þar um hæli. Yfir 90% ólöglegra innflytjenda (líka þeir sem ekki vilja nást) fara yfir landamærin þar sem ekki á að fara yfir. Þetta er vandamál sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að taka á, ekki fjarlægar og fjarstæðukenndar ástæður eins og "manngerð" hlýnun jarðar.
Það getur vel verið að það séu náttúruleg vandamál í einhverjum löndum málið er að svo kölluðu innflytjendur í Bandaríkjunum sem fara ólöglega yfir landamæri koma frá 160+ löndum. Hef ekki mikla trú á að í öllum þessum löndum séu nátttúruhamfarir. Inn í þessum tölum eru meira segja Íslendingar en það stendur til að reka ólöglega Íslendinga úr landi og ég held að það sé um tugur manns sem dvelur ólöglega í landinu.
Helsta skýringin á ásókn innflytjenda (nota ekki hugtakið hælisleitandur, því margir sækja ekki einu sinni um hæli, heldur fara ólöglega inn í landið og forðast yfirvöld eins og heitan eld) til Bandaríkjanna eru bætt lífskjör. Þar með uppfylla þeir ekki skilyrði þess að geta kallast hælisleitendur/flóttamenn.
Í Bandaríkjunum, eins og öllum öðrum löndum, ganga opin landamæri ekki upp. Ástæðan er einföld. Í öllum ríkjum ríkir velferðakerfi sem skattgreiðendur borga dýrum dómum fyrir sem og öll önnur þjónusta sem ríki veita, svo sem heilbrigðisþjónusta, löggæslan o.s.frv. Skattgreiðendur geta tekið inn á sig og greitt fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda, ekki allan heiminn eins og er að gerast í Bandaríkjunum. Þau eru rík, og þó, landið er tæknilega séð gjaldþrota. 14 milljónir ólöglegra innflytjenda er of stór biti, jafnvel fyrir Bandaríkjamenn og það þótt margir þeirra vinni ólöglega fyrir sig, þá borga þeir ekki skatta (sem á að halda kerfinu gangandi).
Ísland prófaði að opna landamæri sín, t.d. fyrir íbúum Venesúela og afleiðingin var auðljós, innviðir landsins þoldi ekki aukaálagið. Öll ríki verða því að hafa stjórn á landamærum sínum, til að verja velferðakerfi sín og koma í veg fyrir að glæpamenn og eiturlyf flæði yfir landamæri og valdi ómældum skaða.
Bandaríkin alein bera enga ábyrgð á vanda heimsins. Vandamálið er að vandamál annarra ríkja hafa verið látin ganga yfir vanda íbúa landsins. Það er ómældur hópur fólks sem á ekki til hnífs og skeiðar í landinu og er húsnæðislaust. Vandi þess fólks er ekki sinnt sómasamlega af bandarískum yfirvöldum, ekki fyrr en nú?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 17.2.2025 | 10:00 (breytt kl. 11:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.