Evrópuher eða NATÓ - það er spurningin?

Reyndar er það bara möguleiki í augum þeirra sem ekki er raunveruleika tengdir. Einn af þeim er Zelenský, fyrrum forseti Úkraínu en er nú stjórnandi Úkraínu, umboðslaus. Hann veit sum sé hvað er í boði fyrir Úkraínumenn eftir þetta tilgangslausa stríð. Það er ekki mikið.

Ekki er í boði fyrir Úkraínumenn að ganga í NATÓ, og þess vegna er hugmyndin um Evrópuher viðruð af honum og sumir klappa kurteislega fyrir ræðumanni en raunveruleikinn er sá að Evrópumenn hafa ekki viljað axla ábyrgð í varnarmálum síðan kalda stríðinu lauk. Þá var skrúfað niður í fjárveitingar til varnamála eða þar til Úkraínu stríðið byrjaði í raun, 2014. Þá var ákveðið að allar Evrópuþjóðir myndu auka framlag sitt upp í 2% af vergri landsframleiðslu  til varnamála. Flestar þjóðir eru að ná því marki en hvað svo?

Hugmyndin um stofnun Evrópu er andvana fædd. En hún verður aðeins að veruleika ef Bandaríkjamenn ákveða að ganga úr NATÓ og þá verður NATÓ að sjálfkrafa að Evrópuher (með þátttöku Kanadamanna ef þeir vilja þá vera áfram með). Ekki er þörf á að stofna formlega til nýs Evrópuhers.  NATÓ gæti bætt við Georgía og önnur jaðarríki Evrópu ef Evrópumenn kjósa þess.

En því miður eru leiðtogar Evrópu, ef leiðtogar má kallast, eru í einhvers konar eyðimerku göngu með álfuna. Það stendur ekki steinn yfir steini á öllum sviðum mannlífs í álfunni. Gildi, sem eru byggð á grísk/gyðinglegum grunni eru hunsuð og einhvers konar sósíaldemókratísk hugmyndafræði er við lýði sem  gekk upp þegar evrósk gildi voru gildandi. Hún bara gengur ekki upp þegar þjóðarskipti/menningaskipti hafa gengið yfir álfunnar á vakt sósíaldemókratískra afla.  Þetta er það sem Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var að vara við í Evrópureisu sinni í Þýskalandi í vikunni og Evrópuleiðtogar sátu dollfallnir yfir (og skömmulegastir?). Hættan fyrir Evrópu kemur innan frá, ekki frá Rússlandi eða Kína segir hann. Hvað á hann við?  Við vitum svarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband