Það er alveg kostulegur skrípaleikurinn í kringum lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Borgaryfirvöld hafa hunskast til að byrja að fella tré í Öskjuhlíð en samt sitja skrifstofublækurnar fast við sinn keip í skrifræðisríkinu og leyfa ekki einu sinni neyðarlendingar. Mannslíf eru í hættu en ekki er kvikað, heilbrigð skynsemi ekki látin ráða för. Maður myndi halda í fámennu samfélagi, þar sem boðleiðir eru fáar að auðvelt væri að bregðast við, en svo er ekki.
Það er alltaf verið að tala um að fjölmiðlar séu fjórða valdið, það er ekki rétt. Fjórða valdið er embættismannakerfið sem er svo öflugt að jafnvel ráðherrar ráða ekki við það. Þessir ókjörnu embættismenn, sem stundum eru kenndir við djúpríkið, hafa ansi mikil völd. Þeir búa til reglugerðir, jafnvel lög og framfylgja þeim oft að eigin geðþótta.
Það er betur að koma í ljós hversu spillt það er, þegar ekkert eftirlit er með slíkum embættismönnum í Bandaríkjunum. Nýjasta dæmið er FEMA, sem er hamfarasjóður og -stofnun sem á að hjálpa Bandaríkjamönnum í kjölfar nátttúruhamfara. Hún er svo illa stjórnuð að fólk í Kaliforínu og öðrum ríkjum eru enn að bíða eftir aðstoð (starfsmenn þeirra hunsuðu hús fólks sem var með MAGA skilti í görðum). Á meðan er stofnunin að senda 80 milljónir dollarar til New York til ólöglegra hælisleitenda til að gista í lúxushótelum. Auðvitað rak Trump stjórnin þessa spilltu embættismenn sem gerðu þetta á stundinni, enda hvað kemur hótelgisting ólöglegra innflytjenda afleiðingar nátttúruhamfara við?
Svipað eða í líkingu við það, hlýtur að eiga sér stað á Íslandi. Því í skugganum leynist ávallt spillingin. En hér er engin tiltekt og hreinsun í gangi.
Að lokum. Það vekur athygli að Íslandi er nú stjórnað af konum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera góðar fréttir en er það svo? Eru konur betri stjórnendur en karlar?
Nú eru konur í öllum æðstu embættum landsins. Kona er forseti Íslands. Það er þegar komið upp hneykslunarmál varðandi skróp á helfarar minningarhátíð sem forsetinn mætti ekki á. Biskup Ísland var kona og hún hrökklaðist úr embætti vegna margra spillingamála sem hún réði ekki við. Forsætisráðherrann er kona og ekki fer ríkisstjórn hennar vel af stað. Mikill vandræðagangur er með einn stjórnarflokkanna sem er með allt niðrum sig í flokksstarfi og svikina loforða (enn er tími til að laga það). Allir flokkarnir lugu til með þögninni um aðildarumsókn í ESB, þjóðinni að forspurðri. Ekki gæfuleg byrjun og örugglega verður ekki tekið á erfiðustu vandamálum þjóðarinnar.
Það þarf leiðtoga (sem hefur ekki sést lengi á Íslandi) til að sópa til í kerfinu og leiða þjóðina til framtíðar með skýra sýn. Kynferði skiptir hér engu máli, heldur rétta manneskja sem þorir að leiða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.2.2025 | 08:40 (breytt kl. 08:43) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.