Grænland í stað Íslands sem bækistöð Bandaríkjahers?

Málefni Grænlands skiptir Íslandi meira máli en ætla mætti. Mikilvægi Íslands hernaðarlega séð hlýtur að minnka ef Bandaríkjamenn koma sér upp fleiri herstöðvar á Grænlandi. Íslendingar hafa verið fastir í þeirri hugsun að mikilvægi Keflavíkur flugvallar vari að eilífu. En svo er ekki og sérstaklega þegar ný tækni kemur fram.

Mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkaði þegar gervihnettir tóku að gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og njósnum á sjötta og sjöunda áratugnum.

Í byrjun kalda stríðsins (sérstaklega 1951–1960) var Keflavíkurflugvöllur lykilþáttur í flughernaði Bandaríkjanna, en með þróun gervihnattatækni og lengri flugdrægni flugvéla minnkaði hernaðarlegt mikilvægi stöðvarinnar.

Með tilkomu gervihnatta á sjötta og sjöunda áratugnum gátu Bandaríkjamenn fylgst með sovéskum hernaðarhreyfingum án þess að reiða sig á landstöðvar eins og á Íslandi.

Sprengjuflugvélar (t.d. B-52) og á endanum eldflaugakerfi gerðu viðveru flughersins á Keflavíkurflugvelli síður nauðsynlega.

Áherslan færðist smám saman frá flugstöðvum í Norður-Atlantshafi yfir í tækni sem gerði kleift að fylgjast með Sovétríkjunum úr mikilli fjarlægð og síðar Rússlandi.

Í raun má segja að mikilvægi hennar var mest á árunum 1951–1960, en fór svo smám saman minnkandi eftir því sem tæknin þróaðist.

Í dag er aukinn áhugi á herstöðinni vegna "kalda stríðsins" við Rússland en hvað mun gerast er næst verður friðvænlegt eða Kaninn búinn að koma sér upp herstöðvar hinum megin við Grænlandssund? Eins og pólitíkin er í dag stunduð af Bandaríkjastjórn er varhugavert að treysta á stuðning þeirra ef á reynir. Ábyrgðin er í höndum Íslendinga og hefur alltaf verið.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband