Heimildin: "Varnarleysi Íslendinga og menn sem eru truflaðir af valdi"

Annað hvort er vinstri fjölmiðillinn Heimildin að vakna af værum blundi um varnarmál Íslands eða þetta mál er notað til að gera árásir á stjórn Trumps.  Bloggritari sýnist þessi grein vera blöndu af hvoru tveggja. Læt í léttu rúmi liggja pólitísku árásirnar á Trump í greininni, enda er hann auka atriði hvað varðar varnir Íslands til langframa og nær þetta vandamál áratugi aftur í tímann.

Bloggritari hefur varað við í áratugi barnaskap Íslendinga í varnarmálum.  Hann hefur furðað sig á þekkingaleysi stjórnmálamanna á geópólitískum raunveruleika sem Ísland hefur búið við alla 20. öldina og fram á daginn í dag. En hann er einfaldur, Ísland er orðið hluti af umheiminum og mun ekki sleppa í næstu Evrópu- eða heimsstyrjöld.  Herseta erlendra herja á Íslandi frá 1940 til 2025 hefur aðeins fengið stjórnmálamennina til að stinga hausinn í sandinn og úthýst vandann til erlendra herja.

"Þá er heimsmynd mín hrunin," sagði Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, þegar forseti Bandaríkjanna, leiðtogi hins vestræna heims, "þegar hann er farinn að hóta yfirtöku landsvæða bandalagsríkja þá er fátt eftir sem við getum treyst á."

Undanfarna áratugi hefur varnarmálum Íslendinga verið úthýst til Bandaríkjanna, í gegnum varnarsamning ríkjanna og aðild að Atlantshafsbandalaginu, þar sem Bandaríkin eru burðarstoðin. Eins og núverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi árið 2022 þá er varnarsamningurinn einn af hornsteinum Íslendinga þegar kemur að þjóðaröryggi og hann er frá árinu 1951. "Aðstæður eru verulega breyttar," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem vildi skýr ákvæði um verkferla og ábyrgð á ákvörðunatöku, ef til þess kæmi að það þyrfti að virkja aðstoð Bandaríkjanna. „Það er ekki skýrt í dag. Það ógnar öryggi okkar Íslendinga."

Varnarleysi Íslendinga og menn sem eru truflaðir af valdi

"Alþjóðastofnanir væru veikar og agavaldið lítið. Þegar ríki brjóta alþjóðalög er ekkert lögregluvald og takmarkað dómsvald segir annars staðar í greininni. Réttmæt er gagnrýnin á skipun sendiherra Íslands til Washingtons en Bjarni Benediktsson skipaði óreynda aðstoðarmann sinn í sendiherra stöðu þarlendis. Þetta er mikið stílbrot, því að þessi sendiherrastaða er talin mikilvægust í utanríkisþjónustunni og aðeins þrautþjálfaðir sendiherrar eftir áratuga starf, fara á þennan póst.

Aðstoðarmaðurinn mun vera eins og vax í höndum Trumps ef hann rekur augun á Ísland á landabréfakorti og krefst breytina.

Fyrsta spurning hans væri: "Why aren´t Icelanders paying their fair shares in defending Iceland? Why are you only spending 0,06% of Icelandic GDP in defences? And letting us pay for everything?" Svo kæmu kröfurnar sem væru svimandi miklar fyrir Íslendinga.

Bloggritari hefur lengi varað við að treysta á erlent stórveldi sem koma og fara. 

"Ísland er ekki hlutlaust land," sagði fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Ísland hefði tekið afstöðu með veru sinni í Atlantshafsbandalaginu. Á sama tíma er Ísland veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Vesturlanda segir í greininni.

Svo kemur þetta sem er athyglisvert en lengi vitað hjá þeim sem spáð hafa í spilin: "Stjórnmálafræðingur sem sér um að hanna stríðsleiki fyrir Atlantshafsbandalagið, dr. David Banks við King’s Collage London, teiknaði þetta upp í samtali við Heimildina síðasta sumar. "Hver sá sem stjórnar Íslandi er líka að stjórna hafinu í allar áttir í hundruð kílómetra. Þú getur notað það sem risavaxna flugbraut til að hafa yfirráð yfir loftinu og allri skipaumferð á hafinu." Árás á Ísland gæti einnig haft áhrif á birgðaflutninga á milli heimsálfa. „Þið eruð á mikilvægum stað á kortinu, sem er væntanlega ástæða þess að NATO vill hafa ykkur í bandalaginu, til að hafa aðgang að flugvellinum ykkar, en það gerir ykkur að skotmarki."

Það er ekkert nýtt að líkja Íslandi við flugmóðuskip í miðju Norður-Atlantshafi. Það gerði Winston Churchill fyrst.  En hvaða ákvarðanir ætla Íslendingar að taka í varnarmálum sínum? Líklega engar. Skrifaðar verða skýrslur, fleiri skrifstofumenn ráðnir til að sýslast með varnarmál.

Fyrsta skrefið væri að efla Landhelgisgæsluna, enda er Ísland eyríki. Skrifa ný lög um hana og gera hana að sjóher á stríðstímum. Þannig getum við fengið fjármagn frá NATÓ til að reka hana sómasamlega. Kaupa 1-2 herskip. 

Einnig getum við tekið yfir kafbátaeftirlitið í kringum Ísland og enn og aftur borgar NATÓ reikninginn eins og það gerir varðandi ratsjárstöðvarnar fjóru og fjármögnun hernaðar mannvirkja á landinu.

Komið upp heimavarnarliði sem kalla má ýmsum nöfnum; Heimavarnarlið, Þjóðvarðlið eða bara Varnarliðið.  Stærð: undirfylki eða um 250 manns.

Og síðan en ekki síst þurfum við loftvarnarkerfi sem Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug að bjóða Íslendingum. Fyrstu varnir þeirra snúast um þá sjálfa! Að verja Keflavíkurflugvöll en það er gert með að senda herþotur frá austurströnd Bandríkjanna til Íslands. En ekkert er hugsað um varnir byggða á Suðurlandi né viðbrögð við árás hryðjuverkahóps eða hemdarverkahóps / sérsveita erlendra herja sem munu sem sitt fyrsta verk vera að eyðileggja innviði landsins og skera á sæstrengi eins og hefur verið gert í Eystrasalti. Getur Landhelgisgæslan varið sæstrengina sem liggja til Íslands?  Þarna væri íslenska "Varnarliðið" nauðsynlegt og gæti brugðist við á innan við klst.

Bloggritari sá þáttaröð um Landhelgisgæsluna. Einn þátturinn fjallaði um sprengjusveit hennar sem hefur gefið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir fagmennsku. Í þættinum voru menn hálf afsakandi að hún væri til. En hún þarf að vera til.  Sviss hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð en er samt með einn öfugasta her Evrópu og sama átti við um Svíþjóð sem hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð.  Þú tryggir ekki á eftir á eins og segir í auglýsingunni.


 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

$31 billion (nominal, 2023)
31.000.000.000 dollar, eða 4.379.000.000.000 kr.

5% af því væri 219.000.000.000 kr.  Eða 7X meira en fer í kolefnistrú árlega.

Það er rétt svo nóg til þess að gefa öllum Íslendingum hjálm,M-16, 5000 skot og nokkra kassa af handsprengjum.  Einhverjir ættu að geta fengið sprengjuvörpu, ef þeir vilja.

Þetta er ekkert mikill peningur til þess að standa í öðru en skæru-hernaði.

Við hefðum alltaf átt að hafa kanann mjúkan gagnvart okkur.  En menn hafa þurft að agnúast útí hann af engum ástæðum.  Og Rússa, líka út í bláinn.

Og við höfum verið að kjassa einhverja morðóða mongólíta í Evrópu, sem við áttum aldrei að gera.

Mistök.

Og flytja inn hryðjuverkamenn frá Afríku.

Mistök.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2025 kl. 20:35

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ásgrímur, þetta snýst um reyna að standa í eigin lappir. Svo er það annað mál hvort við þurfum amerískar hækjur!

Birgir Loftsson, 8.2.2025 kl. 21:19

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Vissir þú að Vestmannaeyingar eru brautryðjendur í vörnum Íslands? Og fyrsta varðskiptið var í eigu Vestmanneyinga? Þeir vita hvað það er að búa á lítilli eyju...

Birgir Loftsson, 8.2.2025 kl. 21:27

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit af hernum. Hann var til kominn vegna lúðalegrar hegðunar í tyrkjaraninu. Aggi byssusmiður á einn af muskettunun sem sá her hafði. Ef þú vilt skoða.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2025 kl. 00:12

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, endilega Ásgrímur. Getur þú sent mér mynd og kannski söguna á bakvið muskettinum?

Birgir Loftsson, 9.2.2025 kl. 11:46

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Get ekki, en Aggi hefur aðstöðu á Hverfold 1, 112, er með opið alla virka dag a milli 12-17, veit ég.

https://www.byssusmidjaagnars.is/

ú getur labbað til hans og spallað við hann.  Hann er ágætur.  Getur sagt þér þetta allt.

Og kannski selt þér haglabyssu.  Allir þurfa eina.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2025 kl. 18:32

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Hahaha,  takk fyrir þetta Ásgrímur. Kíki á málið. Kveðja, Birgir

Birgir Loftsson, 10.2.2025 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband