Þegar bílahatarar stjórna umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðamál eru í ólestri á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í Reykjavík. Þar hefur ástandið versnað ári til árs síðan sósíaldemókratarnir í Samfylkingunni og fylgihnattar flokkum hennar komust til valda.

Það er beinlínis yfirlýst stefna þessara aðila að draga úr notkun einkabílsins og taka upp draumóra Borgarlínu sem kostar hundruð milljarða.

Í DV fjallar ökukennari með 50 ára reynslu eigin reynslu af umferða martröðinni í Reykjavík. Það er ekki gott í nágranna sveitarfélögunum en það er betra þar en samt dansa limirnir eftir höfuðinu í Reykjavík.

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Þar vísar Guðbrandur ökukennari meðal annars í grein sem samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason birti á sama vettvangi í janúar, en í greininni benti Þórarinn á að umferðartafir hjá okkur séu þær næstmestu á öllum Norðurlöndunum. 

Hvers vegna?

1) Jú, engin umferðamannvirki (mislæg gatnamót) hafa verið gerð í Reykjavík í áratugi (fyrst núna er verið að gera eitt slíkt Breiðholt/Vatnsenda) en fjöldann allan af göngu- og hjólreiðabrúm (nýjasta og dýrasta er Fossvogbrúin sem mun kosta að lágmarki 8 milljarða kr.

2) Umferðljós eru ekki snjallvæð og því eru götuvitar í Reykjavík í því að hægja á umferð!

3) Þrenging gatna og yfir tvö þúsund hraðahindranir!

4) Ef þetta þrennt dugar ekki til að taka allan móð úr ökumanninum sem hefur beðið í umferðastíflu í klst. stund, í ferð sem á að taka 15 mínútur, er hann rukkaður upp í rjáfur fyrir að leggja bílskrjóð sinn einhver staðar í miðborg Reykjavíkur og langt inn í Vesturbæ og á bílastæði HÍ (næst á dagskrá).

5) Svo nenna borgaryfirvöld ekki að moka götur né hreina þær nema einu sinni á ári.  Svifryk og mengun bætist ofan á allt annað.

Það er eins og menn detti úr sambandi við raunveruleikann um leið og menn gerast borgarfulltrúar og eiga sæti í borgarstjórn. Einar Framsókn hefur sýnt það í verki að hann er fylgihnöttur Dags B. Eggerts en skuggi hans varpar enn skugga á Reykjavík, slík voru áhrif hans og skemmdarverkavilji. Nú höfum við hin á Íslandi fengið hann í landsstjórn. Guð hjálpi Vegagerð ríkisins og samgöngur á Íslandi öllu!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband