Blekkingameistarinn Trump þykist ætla að taka yfir Gasa

Trump spilar á heimsbyggðina eins og á píanó.  Hann ætlar að setja met í aðgerðum á fyrstu 100 dögunum í starfi. Með öðrum orðum ætlar hann að hreinsa skrifborðið af óleystum vandamálum á "blitzkrieg" hraða.

Hann hótar og lofar þar til hann nær sínu fram en hann blekkir líka til að fá ákveðna niðurstöðu.  Gaza er 80 ára gamalt vandamál sem Egyptar, Ísraelar og Palestínumenn hafa verið að fást við án árangur.

Með því að hóta að breyta Gaza í Ibisa eða Costa del Sol svæði, án Palestínumanna, er hann að hóta þeim, fólkinu sem kýs yfir sig Hamas, að hætta því.  Það er stórfurðulegt þegar haft er í huga að Gaza er rústir einar, að fólk skuli (karlmenn) skuli ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin í þúsunda tali. Af hverju? Jú, hugmyndafræði er svo sterk og hatrið það mikið. Sama átti við um nasistanna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, gömlu nasitarnir hættu aldrei að vera nasistar og voru það til dauðadags. Þrátt fyrir að Þýskaland væri rjúkandi rústir og milljónir manna látnar.

Það tókst að uppræta öfgahyggju í Japan og Þýskalandi með hersetu og nýja innrætingu og búa til lýðræðisríki.  Á meðan fólkinu í Gaza er ekki kennt að búa í lýðræði og búa í friði, verður stöðugur ófriður.  Minni á að Gaza var undir stjórn Egypta frá 1948-1967 þegar Ísraelar hernámu svæðið í sex daga stríðinu. Ábyrgð þeirra er einnig mikil og í raun alls svæðisins að taka á þessum vanda.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband