Þetta varð bloggritara ljóst er hann sá viðtal við Trump í vikunni. Það er nefnilega þannig að Kaninn hefur eina herstöð á Grænlandi. Hún er ekki einu sinni hefðbundin herstöð, heldur hefur geimher Bandaríkjanna hana undir sinni stjórn. Það hefur enginn sagt nei við að Kaninn fái fleiri herstöðvar á Grænlandi, enda nóg pláss, 2 milljónir ferkílómetrar og aðeins 57 þúsund íbúar. Varla að það skapist ástand í landinu við komu fleiri hermanna.
Nú ætlar Trump að koma upp járnhjúp (e. Iron dome) að hætti Ísraela yfir Bandaríkin. Íslenskur blaðamaður sagði með fyrirlitlingu að varnarkerfið væri bara gegn skammdrægar eldflaugar sem er rangt. Ísraelar hafa nefnilega annað kerfi sem er beint gegn langdrægum eldflaugum og heitir kerfið "David sling". Það er hannað til að stöðva óvinaflugvélar, dróna, taktísk flugskeyti, meðal- til langdrægar eldflaugar og stýriflaugar, skotið á sviði frá 40 til 300 km (25 til 190 mílur). En það er önnur saga.
Þá eru eftir tvær aðrar ástæður fyrir ásælni Kanans. Siglinga öryggi þegar pólarsvæðið opnast fyrir skipa umferð. En til þess þarf Kaninn ekki að leggja undir sig Grænland heldur flotadeild eins og eru í Asíu og samninga við lönd sem liggja að heimskautssvæðinu, s.s. Rússland.
Þriðja ástæðan er líklegust. Að komast yfir góðmálma Grænlands og orkulindir sem kunna að leynast þar. Eyðimerkur eins og eru í Sádi Arabíu eða Sahara hafa nefnilega gríðarleg auðævi neðanjarðar og hafa reynst gríðarlegar auðlindir.
Svo á við um Alaska. Edouard de Stoeckl, ráðherra Rússlands í Bandaríkjunum, samdi fyrir hönd Rússa afleiddlega. Þann 30. mars 1867 samþykktu aðilarnir tveir að Bandaríkin myndu greiða Rússum 7,2 milljónir dollara fyrir yfirráðasvæði Alaska. Þetta eru bestu kaup Bandaríkjanna hingað til fyrir utan Louisiana sem Kaninn keypti af Frökkum 1803 og með samningum Flórída af Spáni 1819. Bandaríkin keyptu frá Dönum Jómfrúareyjar (e. Virgin Islands). Árið 1917 keyptu Bandaríkin danska hlutann fyrir 25 milljónir dollara, aðallega af stefnumótandi ástæðum til að tryggja ró í Karíbahafinu.
En dagar landakaupa eru liðnir. Alþjóðakerfið og alþjóðalög voru ekki öflug á þessum tímum og heimurinn ekki enn skipt upp. Nú er búið að skipta öllu upp, öll hafsvæði skilgreind og undir lögsögu ríkja eða eru skilgreind sem alþjóða siglingaleiðir og meira segja Suðurskautsland er uppskipt. Kapphlaupið er komið upp í geiminn og á tunglið.
Danir, Frakkar eða Spánverjar eru ekki lengur óupplýstir kjánar sem láta framvegis frá sér landsvæði. Það ætti Trump að vita. Eina leiðin til að komast yfir Grænland er með hervaldi sem verður aldrei gert.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.2.2025 | 11:58 (breytt kl. 18:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
Athugasemdir
Það var nokkuð augljóst allan tímann að auðlindir spila stórt hlutverk í þessu máli. Bandaríkin hafa þjóðaröryggishagsmuni af því að vera ekki háðir Kína um aðgang að ýmsum tegundum málma sem eru unnir úr jörðu. Mikið af slíkum málmum er talið vera hægt að finna á Grænlandi, ekki síst ef jöklar hopa.
Góður fréttirnar eru að Bandaríkin þurfa alls ekki að yfirtaka Grænland til að byggja upp námuvinnslu þar. Það eina sem þarf er að gera samninga um það. Bandaríkin þurftu ekki að yfirtaka Ísland til að komast yfir raforku og nýta hana til að framleiða hráefni til framleiðslu á hergögnum og fleiru (ál). Þeir gerðu bara samninga við Íslendinga um það.
Annað sem er sambærilegt á milli Grænlands og Íslands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna er hnattræn staðsetning. Ísland til að viðhalda áhrifum á Norður Atlantshafi. Grænland til að tryggja aðgang að Norður Íshafi ef siglingaleiðir þar opnast. Það þurfti ekki að yfirtaka Ísland til að fá aðgang að hafnaraðstöðu hér heldur voru bara gerðir um það samningar og það sama ætti að vera hægt að gera í tilviki Grænlands.
Ég hef ekki raunverulegar áhyggjur af því að Bandaríkin yfirtaki Grænland með valdi því ég held að það sé óþarfi og stórveldi ráðast ekki í slíkar aðgerðir að óþörfu.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2025 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.