Ætlar RÚV að stjórna málfar á Íslandi?

Bloggritari rakst á frétt í DV þar sem talað er um Belarús í stað Hvíta-Rússland. Maður er dálítið hissa á að aðrir fjölmiðlar taki mark á RÚV sem vildi breyta landaheitinu. RÚV þykist vera með gott íslenskt mál á dagskrá sem fjölmiðilinn hefur ekki. 

Ef maður slær inn Belarus á ensku í Google translate kemur upp hið frábæra hugtak og landaheiti: Hvíta-Rússland. Gagnsætt hugtak en ef maður notar RÚV útgáfuna, er það Belarús! Hver skilur það?  Fegurð íslenskunnar liggur í gagnsæi orðanna; maður sér orð í fyrsta skipti og skilur það án útskýringa. Nokkuð sem enska hefur ekki enda blendingur af latínu, norrænu og keltnesku.

Því miður reið Utanríkisráðuneytið á vaðið með þetta orðskrípi árið 2021. Að sögn Sveins H. Guðmarssonar, deildarstjóra upplýsingadeildar ráðuneytisins, var sú ákvörðun tekin snemma árs 2021 að tala einvörðungu um Belarús.

Sveinn segir að nokkrar ástæður liggi að baki. Í fyrsta lagi sé það eindreginn vilji þorra landsmanna að landið þeirra sé frekar kallað Belarús en Hvíta-Rússland. „Má sérstaklega nefna að Svietlana Tsikhanouskaya, leiðtogi lýðræðisaflanna í Belarús, hefur lagt áherslu á að vísað sé til landsins með þessu heiti.“ Í öðru lagi sé Belarús opinbert heiti landsins og það er notað mjög víða, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 

Kjarni málsins er þó, eftir allt, að við notum aldrei beint orðið sem landsmenn nota sem er Gudija eða Respublika Belarus. Þegar borgarheiti og landaheiti eru þýdd, má nota þá útgáfu sem hentar viðkomandi landi. Við erum að nota íslensku útgáfuna af landaheitinu og við verður að skilja hana.  Tökum dæmi: London er stundum kölluð Lundúnir. Ekkert að því.  

Svo er það annað hvort landið verði mikið lengur frjálst, því einræðisherra ríkisins er á síðasta snúningi, hefur stjórnað landinu í 30 ár og algjörlega undir hæl Kremlar. Talið er að Pútín sé með áæltun um innlimun.  Hvað á þá að kalla landið ef af verður?

Megi Hvíta-Rússland dafna lengi vel og vera sjálfstætt um ókomna framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bela Rus er bara Rússneska heiti landsins.

Um daginn varð flugslys, og það fyrsta sem þessum hálfvitum datt í hug var að afmennska öll fórnarlömbin.

Þeir hjá RÚV er fuckin idjótar, svo ég tali nú góða íslensku.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2025 kl. 16:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annað sambærilegt dæmi: Moldavía (ekki Moldova).

Þetta vita allir sem hafa lesið Tinnabækurnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2025 kl. 17:30

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Snillingarnir á RÚV kalla sterio víðóma í stað tvíóma (tveir hátalarar). Og suround hljóðkerfi tvióma! Málfars ráðgjafi RÚV fann þessi hugtök upp í leiðindum sínum.

Birgir Loftsson, 31.1.2025 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað kalla þeir þá fjögurra rása hljóðkerfi?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2025 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband