Undanfarin 25 ár hefur almennt verið meiri hagvöxtur í Bandaríkjunum miðað við Evrópusambandið (ESB). Milli 2010 og 2023 var uppsafnaður hagvöxtur 34% í Bandaríkjunum samanborið við 21% í ESB. (Heimild: Polytechnique Insigns).
Þessi mismunur er að miklu leyti rakinn til mismunandi framleiðniaukningar. BNA hefur séð meiri framleiðniaukningu, að hluta til vegna meiri fjárfestingar í nýrri tækni og meiri útgjalda til rannsókna og þróunar. Árið 2022 nam fjárfesting í nýrri tækni 5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum samanborið við 2,8% á evrusvæðinu. Á sama hátt voru útgjöld til rannsókna og þróunar 3,5% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum og 2,3% á evrusvæðinu (heimild: Polytechnique Insigns).
Árið 2023 varð munurinn meira áberandi, þar sem hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst í 2,5% úr 1,9% árið 2022, en hagvöxtur á evrusvæðinu minnkaði í 0,5% úr 3,4% árið 2022.
Til að brúa þetta bil benda sérfræðingar á að Evrópa þurfi að auka fjárfestingu í tækni og rannsóknum, sem og innleiða skipulagsbreytingar til að auka framleiðni og samkeppnishæfni en það mun sambandið ekki gera. Sjá má það af því að Bandaríkjastjórn er að fá 500 milljarða innspýtingu í gervigreindar greinina og eflaust mun hátt í trilljón dollara fjárfesting Sáda fara í frumkvöðlastarfsemi. Á sama tíma ætlar ESB að setja reglugerðir og stíga á brensurnar gagnvart gervigreindinni.
Gervigreindin líkt og kjarnorkusprengjan verður ekki stöðvuð og allir vita, ef þeir ná ekki tökum á henni, mun óvinurinn gera það og nýta hana í hernaði.
Evran er ekki beisin heldur. Undanfarin 25 ár hefur evran (EUR) upplifað verulegar sveiflur gagnvart Bandaríkjadal (USD), undir áhrifum af ýmsum efnahagslegum, pólitískum og markaðsþáttum.
Evran var tekin upp árið 1999 og byrjaði á genginu um það bil 1,17 USD. Hins vegar lækkaði hún fljótt, fór niður fyrir jöfnuð við USD og náði lágmarki í um 0,82 USD síðla árs 2000. Þessi lækkun var rakin til efasemda um styrk evrunnar og efnahagslega samheldni evrusvæðisins (heimild: FOREX)
Frá og með árinu 2002 hóf evran styrkingartímabil, knúið áfram af bættum efnahagsgögnum á evrusvæðinu og minnkandi trausti á USD vegna geopólitískrar áhættu og eftirmála dot-com bólunnar. Gengi EUR/USD hækkaði í sögulegu hámarki yfir 1,60 USD í júlí 2008.
Eftir fjármálakreppuna 2008 varð evran fyrir sveiflum, undir áhrifum af skuldakreppum evrusvæðisins og stefnubreytingum bandaríska seðlabankans. Gengi EUR/USD sveiflaðist á þessu tímabili sem endurspeglar óvissa efnahagsumhverfið.
Frá og með árinu 2014 lækkaði evran almennt gagnvart USD, með áberandi sveiflum. Seint á árinu 2022 féll EUR/USD um stund undir jöfnuði í fyrsta skipti í tvo áratugi, undir áhrifum af árásargjarnum stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og efnahagslegum áhrifum Rússlands og Úkraínudeilunnar á Evrópu.
Árið 2023 sýndi evran nokkurn bata, þar sem gengi EUR/USD fór hæst í 1,12 USD. Hins vegar, í janúar 2025, hafði gengið lækkað í um það bil 1,03 USD. Þættir sem stuðla að þessari nýlegu lækkun eru væntingar markaðarins um frammistöðu í efnahagsmálum Bandaríkjanna og hugsanlegur vaxtamunur á milli Seðlabanka og Seðlabanka Evrópu.
Gengi Evrunnar hefur verið flöktandi þessi tuttugu og fimm ár. En sósíaldemókratíska stefnan sem hefur stýrt Evrópusambandi svo lengi hefur gengið sér til húðar. Óheiftur innflutningur ólöglegra innflytjenda og ráðaleysi ESB til að ráða við vandann er að valda mikilli óeiningu og ótta Evrópubúa. Óeirðirnar í Bretlandi (sem hefur sömu stefnu og sambandið undir forystu Verkamannaflokksins)og mótmælin í Þýskalandi vegna árása flóttamanna á saklaust fólk, hefur leitt til þess að áður taldir hægri jaðarflokkar eru að ná völdum. Og þeir vilja loka landamærunum og í Þýskalandi munu Þjóðverjar segja sig úr Schengen. Þeir eru þegar búnir að loka landamærunum að hluta til.
Með öðrum orðum verður efnahags- og félagslegur órói framundan og ekki bætir úr skák að græna stefnan er að drepa efnahagsvél álfunnar og þegar er mikill orkuskortur. Hann verður áfram ef ekki verður beygt af dýrum orkukostum eins og vind- og sólarorku og snúa aftur að jarðeldsneyti og gas.
Að lokum. Evrópumenn ættu að passa betur upp á eignir sínar, svo sem Grænland. Trump heldur áfram áróðri sínum um að Grænlendingar "þrái" að gerast Bandaríkjamenn og bullar um að Danir séu óvinveittir ef þeir láti eyjuna ekki af hendi. Á köflum er Trump "búllí" eða eins og það hét einu sinni, hrekjusvín. Það er þá fyrir Dani að standa á fætur og rétta úr sér eins hátt og þeir geta og segja, sem þeir hafa gert, þú færð ekki nestið mitt, bless. Grænlendingar vilja ekki vera Bandaríkjamenn, þótt Trump segi það. Trump Jr. hitti fyllibyttur í Nuuk sem þáðu ókeypis máltíð og lýstu yfir í þakklætisskyni yfir ást sína á Kanann.
Það væri algjör hörmung fyrir Grænlendinga að lenda undir stjórn Bandaríkjanna, það þarf ekki annað en að horfa á örlög indíána og inúíta í Alaska til að sjá að þar er engin björt dögun. Ef eitthvað er, mundu þeir missa menningu sína á methraða og vera útkjálka krummaskuð, talandi á bjagaðri ensku, með MacDonalds á hverju horni í Nuuk.
Og ekki taka Trump á orðunum um hertöku. Grænland er í NATÓ og ekki fer Trump í stríð við Evrópu.
Og P.S. á lokaorðin. Ísland er í miðju Atlantshafi með tvo risa sitthvorum megin við sig. Það þarf að passa sig á að vera ekki troðið undir í darraðadansi stórveldanna sem er framundan.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.1.2025 | 11:51 (breytt kl. 12:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
Athugasemdir
Miðað við mannfjölda, gæði mann-aflans og aðgang að auðlindum, þá ætti Evrópa að vera ríkari en USA.
En, reglugerðir hindra það.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2025 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.