Fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar á spena ríkisins - okkar borgaranna

Þeir sem fá greiðslur fyrir einhverja þjónustu, eru aldrei sjálfstæðir.  Þetta á við um launafólk, samtök, stofnanir, félagasamtök, fjölmiðla og stjórnmálaflokka.

Það er því hæsta máta óeðlilegt að fjölmiðlar (sem starfa á samkeppnismarkaði) er úthlutað rekstrafé. Hvað verður þá um hlutleysið?  Fíllinn í herberginu hérna er RÚV.

Stjórnmálaflokkar fá úthlutað styrktarfé fyrir rekstur sinn. Hvers vegna svona félagasamtök eru styrkt af almannafé, fé okkar skattborgara, er óskiljanlegt. Eins og nýlegt dæmi sannar, skapar þetta vantraust og spillingu. Og smáflokkar = félagssamtök, sem ná ekki inn á þing, eiga ekkert með að fá peninga mína og þína.

Ísland er lítið land en með risastórt stjórnkerfi. Þetta u.þ.b. 400 þúsund manna þjóðfélag, á að standa undir stjórnsýslu sem er á umfangi á við 2 milljóna manna samfélag. Einhvers staðar verður að skera niður, minnka umfang bálknsins og beinasta leiðin er að skera niður styrkjakerfi hér á landi sem er umfangsmikið.  Alls kyn félagasamtök og einstaklingar fá styrki úr tómum ríkiskassa. Fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar bætast hér við og erum umfangsmikilir styrkjaþegar. Okkur vantar DOGE.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband