Donald Trump kemur aftur til góðs eða ills

Það er merkilegt að umdeildasti forseti Bandaríkjanna og sá versti skuli skiptast á að sitja á forsetastóli. Erfitt er að flokka menn niður og gefa þeim einkunn en ljóst er að Biden er meðal verstu forsetum Bandaríkjanna. Aðeins James Buchanan mætti flokka sem verri en vegna lélegri forystu hans, skiptist landið í tvennt 1861 og úr var borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Það má líkja Trump við Andrew Jackson sem var umdeildur en áhrifamikill forseti og svo var Ronald Reagan einnig þótt sagan hafi farið mildum höndum um hann.

Lítum á sögu Donalds Trumps var lengi þekktur sem auðugur viðskiptamaður og fjölmiðlapersóna, en hann hafði þó tjáð sig um stjórnmál frá 1980. Hann var skráður í bæði Demókrata- og Repúblikanaflokkinn á mismunandi tímabilum og íhugaði framboð til forseta árið 2000 fyrir Reform Party, en hætti við. 

Það er því ljóst að hann er ekki harðlínu hugsjónarmaður, heldur praktískur í verkum.  Hann er þó stöðugur í tali sínu um ólöglega innflytjendur og andstöðu við helstu andstæðinga Bandaríkjanna, fyrst Japan en síðan Kína.

Trump var vinsæll áður en hann bauð sig fram til forseta 2016 og fáir tóku hann alvarlega í fyrstu.

Í júní 2015 tilkynnti Trump  framboð sitt fyrir forsetakosningarnar sem fulltrúi Repúblikanaflokksins. Hann lagði áherslu á slagorðið "Make America Great Again" og stefnu gegn ólöglegri innflytjendum, fríverslunarsamningum og pólitískri elítu.

Hann vann forkosningarnar Rrepúblikana 2016 með afgerandi hætti gegn helstu keppinautum sínum, m.a. Ted Cruz og Marco Rubio.

Trump vann svo forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton 8. nóvember 2016, þrátt fyrir að tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni (Clinton: 48,2%, Trump: 46,1%). Hann vann samt meirihluta kjörmanna (304–227).

Trump var 45. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 2017 til 20. janúar 2021 á dramatískum tímum.

Hann kom á skattalækkanir fyrir fyrirtæki og einstaklinga og niðurskurð í regluverki.

Trump fylgdi harðari stefna í innflytjendamálum en forverar hans, reyndi að reisa vegg við landamæri Mexíkó, en fékk takmarkað fjármagn til verka. Hann náði þó að reisa 450 mílur af nýjum vegg.

Eitt af mikilvægustu verkum forseta er að skipa hæstaréttardómara og hann skipaði Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett, sem færðu réttinn til hægri. Hæstaréttadómarar Repúblikana urðu þar með sex talsins og er talið að áhrif hans geta varið í áratug.

Trump dró Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og Íran-kjarnorkusamningnum, hafnar hefðbundinni bandalagsstefnu, hittir Kim Jong-un í Norður-Kóreu fyrstur Bandaríkjaforseta. Kannski var helsta afrek hans að koma á friði milli Ísraela og sunní Araba með Abraham friðarsáttmálanum. Samkomulagið var undirritað 15. september 2020 í Hvíta húsinu og fól í sér formlega friðarsamninga milli Ísraels og nokkurra arabaríkja.

Jared Kushner (tengdason Trump og aðalráðgjafa hans) sem var lykilmaður í viðræðunum. Helstu aðilar voru Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), Barein, Súdan og Marokkó. Ef einhver annar hefði komið á þessu samkomulagi en Trump, hefði hann fengið friðarverlaun Nóbels sem hann fékk ekki líkt og Jimmy Carter fyrir friðarstarf sitt eða Obama fyrir það eitt að vera kosinn forseti.

Alla forsetatíð sína þurfi Trump að berjast fyrir tilveru sinni og eftir að hann ákvað að bjóða sig fram aftur fyrir forsetakosningarnar 2024.

Frægast eru embættisafglapa ákærurnar á hendur hans (e.impeachment) Í desember 2019 var hann ákærður af fulltrúadeildinni fyrir misnotkun valds vegna Úkraínuhneykslisins en sýknaður af öldungadeildinni í febrúar 2020 vegna eins símtals sem reyndist vera ósköp saklaust.

COVID-19 faraldurinn (2020) var eftir vill það sem honum endanlega á hné.  Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum, en stuðlaði að hraðri þróun bóluefna (Operation Warp Speed).

Trump tapaði fyrir Joe Biden en viðurkenndi ekki ósigur en kosninga fyrirkomulagið var óvenjulegt vegna faraldursins. Það má segja að hann hafi yfirgefið embættið með látum, rétt eins og hann fór í það.

Uppþót urðu 6. janúar 2021 er stuðningsmenn hans ruddust inn í  þinghúsið í Washington D.C. í tilraun til að stöðva staðfestingu úrslita kosninganna. Hópur mótmælenda, að mestu stuðningsmenn Donalds Trump, fór með ólögmætum hætti inn í þinghúsið (Capitol) í Washington D.C. Markmið margra var að mótmæla staðfestingu kjörmannaatkvæða í forsetakosningunum 2020. Atvikið leiddi til óeirða, skemmda á eignum og átaka við lögreglu. Þingið var rýmt í nokkrar klukkustundir en fundur þess var haldinn áfram sama kvöld og úrslit kosninganna voru staðfest.

Ólík sjónarmið eru á málinu. Sumir líta á þetta sem óeirðir eða mótmæli sem fóru úr böndunum. Aðrir hafa kallað þetta "uppreisn" eða "valdaránstilraun" þar sem hópar innan mannfjöldans kölluðu eftir því að stöðva staðfestingu úrslita. Trump sjálfur hefur lýst því yfir að hann hafi hvatt til friðsamlegra mótmæla.

Embættis afglapa ákæra (önnur tilraun) í kjölfar óeirðanna var lögð á hendur hans. Trump var ákærður í annað sinn í janúar 2021 fyrir að hafa hvatt til uppreisnar, en sýknaður af öldungadeildinni í febrúar.

Lagaleg vandamál hafa fylgt honum eftir að hann tilkynnti framboð sitt til forseta embættis 2024 og allar ákærurnar voru á hæpnum forsendum af hendi Demókrata.

Trump tilkynnti framboð sitt til forsetakosninganna 2024 í nóvember 2022 og vann forkosningar Repúblikana með miklum yfirburðum.

Það er eiginlega tilviljun að Trump skuli enn vera á lífi. Marg sinnis var reynt að ráða hann af dögum, fleiri en þessi tvö skipti sem allir vita af. Á kosningafundi í Butler, Pennsylvaníu, var skotið á Donald Trump. Hann slapp með lítilsháttar meiðsli þegar kúla strauk eyra hans. Þrír aðrir særðust, þar af einn alvarlega. Gerandi var Thomas Matthew Crooks, 20 ára gamall maður frá Meridian, Pennsylvaníu. Hann var skotinn til bana af öryggisvörðum á vettvangi. Atvikið vakti upp spurningar um öryggisráðstafanir á kosningafundum og leiddi til endurskoðunar á verklagi.

Á kosningafundi í Miami reyndi Ryan Wesley Routh að skjóta Trump með skammbyssu. Öryggisverðir gripu inn í áður en Routh náði að skjóta, og enginn slasaðist. Tilræðismaðurinn heitir Ryan Wesley Routh, 25 ára gamall maður frá Tampa, Flórída. Hann var handtekinn á staðnum og bíður réttarhalda.Þessi atburður jók enn frekar áhyggjur af öryggi forsetaframbjóðenda og leiddi til aukinnar öryggisgæslu á viðburðum.

Þann 15. september 2024 var gerð tilraun til að ráða Donald Trump af dögum í Trump International Golf Club í West Palm Beach, Flórída. Árásarmaðurinn, Ryan Wesley Routh, faldi sig í runna nálægt golfvellinum með SKS-riffil. Hann var handtekinn af leyniþjónustunni áður en hann gat framkvæmt árásina. Enginn slasaðist í atvikinu.

Þessi atburður, ásamt fyrri tilraun til morðs í Pennsylvaníu, leiddi til þess að Donald Trump útnefndi Sean Curran, lífvörð sinn sem verndaði sinn í fyrri árásinni, sem yfirmann leyniþjónustunnar.

Að lokum. Donald Trump er einn áhrifamesti og umdeildasti stjórnmálamaður samtímans. Hann breytti Repúblikanaflokknum, hafði áhrif á bandarísk stjórnmál langt út fyrir forsetatíð sína en framtíð hans er enn óskrifuð er þessi grein er skrifuð en innsetningar athöfnin fer fram á morgun, 20. janúar. Jafnvel hún verður óvenjuleg, því hún fer fram innandyra vegna veðurs.

Menn þykjast vita á hverju þeir eiga von á er hann gegnir embætti.  Hann verður elskaður og hataður eins og áður. En ef til vill örlítið vinsælli en áður miðað við viðbrögðin frá kosningunum 5. nóvember til dagsins í dag.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband