Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín

"Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir það draum allra sam­gönguráðherra að taka fyrstu skóflu­stungu að sam­göngu­mann­virkj­um.

Eyj­ólf­ur hef­ur áður verið gagn­rýn­inn á Foss­vogs­brúna en hann seg­ir það mik­il­vægt að skipst sé á skoðunum í lýðræðis­legri umræðu." segir Morgunblaðið. Sjá slóð: Fagnar brú sem hann áður gagnrýndi

Hann talar eins og hann hafi ekki frjálsan vilja og verði að lúta ákvörðunum annarra. En svo er ekki. Hann gæti sem nýr ráðherra lagt málið á hilluna ef hann virkilega heldur að hugmyndin er alvond. Hún er það í núverandi formi. Þ.e.a.s. aðeins ætluð strætisvögnum, gangandi og hjólandi umferð.  Hann gæti til dæmis sagt af sér ráðherra embætti og gerst óbreyttur þingmaður. 

Sannfæring hans virðist ekki mikil á fjöl mörgum sviðum og á grundvallaratriðum eins og bókun 35 sem hann hefur einnig gagnrýnt harðlega en ætlar að veita brautargengi það þótt hann telji bókunina brjóti stjórnarskránna!

Eyjólfur er ekki áhorfandi að eigin lífi og hann getur staðið við sannfæringu sína og sagt nei!   Því miður virðist Flokkur fólksins bera skarðan hlut úr býti í þessu stjórnarsamstarfi og ráðherrar flokksins þurft að kokgleypa margar fyrri yfirlýsingar.

Þetta á ekki bara við þingmenn Flokk fólksins, heldur stjórnmálamenn allra flokka sem steingleyma um leið og þeir stíga inn um dyrnar á Alþingishúsinu, að þeir hafa gefið heitið sitt og lagt mannorð að veði, að gera það sem þeir sögðust ætla að gera fyrir kjósendur sína. Þeir eiga að heita fulltrúar fólksins, ekki flokksins sem þeir eru í.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband