Það ber á hjá eldri Íslendingum, 50+, ákveðinn misskilningur í garð kennara. Þessir einstaklingar halda að skólakerfið og kennarar nútímans séu eins og kennarar og skólakerfið var á áttunda áratugnum þegar þeir voru að alast upp. Það er algjör misskilningur.
Fólk sem skilur ekki skólastarf vill hengja bakarann fyrir smiðinn. Það kennir lélegan árangur í t.d. Pisa og lélegan árangur drengja í skóla um kennslu kennarar.
Skólakerfið í dag er mein gallað og það vita kennarar af eigin hendi. Skóli án aðgreiningar, sem lítur vel út á yfirborðinu, hefur aldrei gengið upp. Það er hreinlega vegna þess að stoðþjónustan sem á að fylgja fjölbreyttum hópi nemenda hefur ávallt verið í skötulíki. Fyrir vikið verða margir af nauðsynlegri þjónustu. Annað er að skólakerfið er yfirfullt af erlendum nemendum sem er hent beint inn í skólanna, mállaust og umkomulítið. Að sjálfsögðu fylgir ekki fjármagn eða mannskapur til að sinna þessum stóra hópi erlendra nemenda eða nemenda með námsvanda.
Best væri fyrir alla, bæði nemendur og foreldra sem og skólanna að komið verði á fleiri sérskólum (aðra en Brúarskóla og Klettaskóla sem báðir eru sprungnir) í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og mæta þannig þörf þeirra nemenda sem standa höllum fæti.
Einnig ættu erlendu nemendur að fá aðlögun og sérskóla og nám í a.m.k. 1 - 2 ár áður en þeir koma inn í skólakerfið. Eins ættu skólayfirvöld í sveitarfélögunum að hætta að drekkja kennurum í vinnu með of stórum bekkjum. Hvernig á einn kennari með 25-29 nemendur að geta sinnt þeim öllum? Ef hver nemandi fengi eina mínútu í kennslustund, væri eftir ca. 10 mínútur í innlögn í kennslustund upp á 40 mínútur. Þetta er ekki boðlegt fyrir einn eða neinn.
Fagleg starf í skólum (velmenntuð kennarastétt) er með því besta sem gerist í Evrópu og hingað sækja erlendir kennarar (líka þeir finnsku) sér að fyrirmynd. Til dæmis að komast að því hvers vegna íslenskir nemendur er almennt hamingjusamari en aðrir evrópskir nemendur. Kennslan er orðin flókin og fjölbreytt vegna fleiri kennslugreina og því ekki skrýtið að kennaranámið er komið upp í 5 ár. Kennarinn er fjölfræðingur. Hann þarf að kunna íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, náttúrufræði, sögu, félagsfræði...þarf bloggritari að telja meira upp?
En svo verður að horfa á stóru myndina. Drengir sérstaklega, eru hættir að lesa bækur sem leiðir til lélegri lestra kunnáttu sem svo hefur víxl áhrif. Tómstundastarf tekur mikla orku frá nemendur (sem er frábært) en það hefur áhrif líka. Mörg börn eru útkeyrð eftir daginn, enda skóladagurinn og skólaárið orðið margfalt lengra en þegar 50+ fólkið var í skóla.
Þetta er í höndum stjórnvalda að laga þetta, bæta aðbúnað kennara og nemenda og hætta að spara aura. Foreldrar mega líka líta í eigin barm, enda er uppeldið komið úr þeirra höndum að miklu leyti. Börnunum kannski bara sinnt á kvöldin eftir langan vinnudag. En þeir geta þó a.m.k. sent börnin vel uppaldin og kurteis í skólann. Það er ekki hlutverk kennarans að ganga börnin í foreldra stað eins og oft vill vera í dag, þegar kannski annað foreldrið vantar á heimilið.
Kennarar eru í því að hjálpa foreldrum að koma börnum þeirra til manna og því eiga allir að leggjast á árarnar að stuðla að því. Mikilvægi kennarans eykst með hverju ári, því að þótt gervigreindin komi til, kemur ekkert í stað mannlegrar hlýju kennarans. 1 milljón á mánuði er sanngjörn krafa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | 17.1.2025 | 15:43 (breytt kl. 17:04) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning