Stéttir kennara eru fjölmennar. Um 2.500 manns störfuðu í framhaldsskólum í nóvember 2020. Rúmlega 80% kennara í framhaldsskólum höfðu kennsluréttindi það sama ár sem er athyglisvert, því maður myndi ætla að það sé auðveldara að manna stöður í framhaldsskólanum samanborið við grunnskólakennara.
Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands með um 5.300 félagsmenn. Svona fjölmennar stéttir fá aldrei há laun, fjöldinn er bara of mikill og reikningurinn of hár.
Best væri fyrir kennarar að hafa stéttarfélag fyrir hvert skólastig, frá leikskóla upp í háskóla. Reikningurinn fyrir viðsemjendur þeirra verður þá ekki of hár.
Árið 2030 verður kennararstéttin ein af fáum stéttum sem gervigreindin hefur ekki lagt niður eða fækkað í. Talið er að 41% fyrirtækja í heiminum hafa þá fækkað starfsfólk og margar starfgreinar lagst af. Fáir muna vinna í framtíðinni en það munu kennarar gera. Þeir ættu því að heimta hámarkslaun, bara fyrir það að vinna yfir höfuð!
Það er ótrúlegt í allri sjálfvirkninni, fjöldaframleiðslu og tölvuvæðingu að fólk sé að vinna 40 klst. vinnuviku. Sel það ekki dýrara en keypti, en sagt er að evrópski miðaldarmaðurinn hafi haft styttri vinnutíma en Bandaríkjamaðurinn í dag.
Kennarar skapa framtíðina, en hvað gera þingmenn sem verðskuldar það að þeir eru með þreföld hærri laun en kennarinn? Þeir vinna þriðjung úr ári (rúmlega hundrað daga á ári sem þeir þurfa að mæta í Alþingishúsið) og hafa alls kyns forréttindi sem Jón og Gunna hafa ekki. Oft valda þingmenn meiri skaða en ávinning með verkum sínum, en þetta er kannski alhæfing enda gott fólk í öllum stéttum.
Að lokum. Kennarastarfið er erfiðisvinna. Mannleg samskipti geta verið erfið og krefjandi. Um það geta grunnskólakennarar borið vitni um. Ein mesta kulnun í starfi er að finna meðal hjúkrunarfræðinga og kennara. Fólk brennur yfir í starfi og gefst upp margt hvert. Hvers vegna skildi það vera?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | 16.1.2025 | 08:23 (breytt kl. 08:56) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þú segir að best sé að kennarar hafi stéttarfélag fyrir hvert skólastig. Það eru stéttarfélag fyrir hvert þeirra. Háskólamenn eru ekki í Kennarasamtökunum heldur í BHM eða sínu fagfélagi. Forysta KÍ hefur náð að sannfæra lungað úr stéttinni að sameiginlegar viðræður séu kennurum fyrir bestu, þó viðsemjendur séu ekki þeir sömu.
Að mér vitandi hafa þeir ekki farið með þessum hætti inn í kjaraviðræður áður. Hagsmunamál stéttanna er með ólíkum hætti en í þessum viðræðum er bara barist fyrir einu, jafna laun (ekki kjör) við almenna markaðnum. Það þýðir að ríki og sveitarfélög verða að vera samstíga í launahækkunum fyrir kennara.
Kennarar brenna út segir þú. Það er ekki launanna vegna. Starfsumhverfið er ekki gott á mörgum stöðum og getur hvoru tveggja verið stjórnendur og aðrir starfsmenn eins og álag vegna starfsins. Kulnun kemur mjög sjaldan ein og sér vegna starfsins, nema eitthvað hafi komið upp á, s.s. einelti í garð starfsmanns af hálfu stjórnenda og annarra kennara. Kulnun er uppsafnaðir erfiðleikar, áföll og erfið reynsla, úr einkalífinu og vinnu. Svo einn góðan veðurdaga flæðir upp úr.
Í dag er mikil áhersla lögð á að fólk taki fjarnám með vinnu, helst 100%. Menn eru með börn og heimili. Það þarf að sinna félags- og áhugamálum o.s.frv. Með slíku framferði skara menn sér mikið álag.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 16.1.2025 kl. 10:56
Takk fyrir innlegg þitt Helga. Já, það sérkapítuli fyrir sig starfs umhverfi kennarans og svo skólakerfið eins og það er uppbyggt í dag. Það er efni í tvær aðrar greinar. En launin eru ekki beisin, af hverju? Jú, kennarastéttin lendir í þeim launaskala sem ber mesta skatta. Kennarinn nær ekki meðal launum VR....
Birgir Loftsson, 16.1.2025 kl. 12:13
Meðallaun framhaldsskólakennara 2023 eftir fimm ára nám er 944 þúsund en meðallaun flugumferðarstjóra eftir tveggja ára nám er rúm ein og hálf milljón króna.
Meðalllaun framhaldsskólakennara voru að jafnaði ríflega milljón krónur síðast þegar gögn um það voru tekin saman í mars síðastliðnum og það árið 2023, segir mbl.is
Heildarlaun grunnskóla- og leikskólakennara í fyrra hafi sem dæmi verið um 780 þúsund á framhaldsskólakennarar hafi verið með um 990 þúsund í heildarlaun.
Heimild:
https://www.visir.is/g/20242646969d/segja-ymis-skref-hafa-verid-stigin-til-ad-jafna-laun-kennara
Birgir Loftsson, 16.1.2025 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.