Það er ekki til neitt sem kallast "normal" hitastig fyrir jörðina

Hér í þessu myndbandi er talað um öldugang ísalda og það að sólin, ekki maðurinn ræður miklu um hitastig jarðar. Losun koltvísýrings er auka breyta, ekki aðalástæða fyrir hlýnun eða kólnun jarðar. Þeir þættir sem skipta máli eru:

1) Fjarlægð sólar frá jörðu (getur verið breytileg eftir árþúsund).

2) Sólarvindar (geislarnir eru mis öflugir).

3) Halli jarðar sem er nú 23,5 gráður. Staðsetning snúningsás jarðar færðist um 30 fet (10 metra) á milli 1900 og 2023. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að um 90% af reglubundnum sveiflum í pólhreyfingum gæti skýrst af bráðnun ísbreiða og jökla, minnkandi grunnvatns og hækkun sjávarborðs. Þetta er eins og pendúll sem sveiflast til og frá á tugþúsunda ára fresti.

4) Braut jarðar umhverfis sólu er ekki alltaf sporöskjulaga, heldur sveflast hún til og getur orðið meira hringlaga. Þetta gerist á hundrað þúsund ára fresti.  Þetta þýðir breytilegt hitastig.

Það má því líkja jörðinni við fótbolta sem snýst í loftinu og fer í boga í átt að "marki". Ekkert normal hitastig er því til, stundum eru ísaldir eða hlýjinda skeið, allt eftir stöðu jarðar í himingeiminum og afstöðu hennar gagnvart sólu. Maðurinn, sem er ansi öflugur er bara máttvana áhorfandi að þessu öllu.

Spurning er því þessi: Vita menn yfir höfuð um hvað er verið að tala um þegar talað er um hlýnun jarðar vegna "gróðurhúsaáhrifa"? Er ekki bara stutt í næstu ísöld? Eru ísaldir og kuldaskeið ekki verra vandamál fyrir mannkynið en hlýnun upp á 1,5 gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar? Er búið að upplýsa Gretu Thunberg af þessu?

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst alltaf jafn merkilegt að þeir sem eru líklegastir til að afneita sólarorku eru oftast þeir sömu og leggja mikla áherslu á notkun hennar til að framleiða rafmagn.

Öll alþjóðleg stefnumótun í loftslagsmálum leggur til grundvallar meðalhitastig jarðar skömmu fyrir iðnbyltingu. Án þess að spyrja hvaða hitastig það var, hvort það sé yfir höfuð rétt viðmið til að nota, hversu áreiðanlega var hægt að mæla það á þeim tíma og hversu mikið frávik er til þess að rekja að flestir mælar sem hafa bæst við síðan þá eru í þéttbýli nálægt manngerðum en ekki nátturúlegum hitauppsprettum.

Ef ég ætla að ganga á Esjuna þá skiptir talsverðu máli fyrir skipulagningu ferðarinnar hvort hún hefst í botni Kollafjarðar eða í á bílastæðinu í Skálafelli. Þar er alls ekki um sömu vegalengdir og leiðir að ræða. Það skiptir líka talsverðu máli hvort á að fara fótgangandi eða á gönguskíðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2025 kl. 15:59

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, ég hikaði lengi við að skipa mér í lið með eða móti "loftslagsvá", en náttúran og alheimsöflin eru miklu öflugri við mennirnir. En við mennirnir erum eftir sem áður mengunar sóðar og óvinir náttúrunnar. Hve margar dýrategundir og vistkerfi höfum við eytt? Sem náttúran gerir sjálf reglulega. Jörðin er bara mjög óstöðugt heimili! 

Birgir Loftsson, 14.1.2025 kl. 18:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hikaði líka lengi og hef í raun ekki skipað mér í neitt lið. Ég efast ekki um að veðrið sé breytilegt. Fyrir mér snýst álitaefnið aðeins um mögulegar orsakir þess. Þegar ég kynntist fyrst hugmyndum um að menn gætu breytt veðrinu voru þær afgreiddar opinberlega sem tilhæfulausar samsæriskenningar. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem stjórnvöld og alþjóðlegar stofnanir hófu að taka slíkar hugmyndir upp og leggja þær til grundvallar við opinbera stefnumótun sína.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2025 kl. 18:34

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég er bara að reyna skilja heiminn með skrifum mínum. Kannski maður lesi eitthvað annað á morgun sem breytir skoðun manns. Það er það besta við vísindi, þau uppfæra stöðugt heimsmyndina.

Birgir Loftsson, 14.1.2025 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband