Þegar landkönnuðurinn Peter Frauchen tryggði Dönum yfirráðin yfir Austur-Grænland

Menn vilja alltaf gleyma því að austurströnd Grænlands hefur alltaf verið strjábýl, jafnvel ennþá daginn í dag búa fáir Grænlendingar þar. Ástæðan er einföld, miklu meiri ís er þarna og illgreiðfært þangað nema yfir Grænlandsjökul á sleðum sem danski hermenn gera enn í dag eða með þyrlum eða flugvélum.

Þegar Inúítar lögð loks undir sig Grænland allt undir lok síðmiðalda, fór fámennur hópur þeirra til Austur-Grænlands og einangruðust þar málfarslega og kynþáttalega. Svo er enn í dag.

Norrænir menn og Eiríkur rauði sérstaklega uppgötvuðu það fljótt að ekki var hægt að búa á Grænlandi nema á tveimur stöðum, Vestri byggð og Eystri byggð. Svo er enn í dag að fleir búa á tveimum litlum svæðum á vesturströnd Grænland sem er með mildara veðurfar og minni ís.

Það er því hlægilegt þegar Norðmenn ætluðu að leggja undir sig með góðu eða illu Austur-Grænland og kölluðu landið Land Eríks rauða (hann bjó aldrei á austurströndinni). Árið 1931 færðist Græn­lands­málið frek­ar í brenni­dep­il umræðunn­ar, en í júní það ár námu fimm norsk­ir menn landsvæði á aust­ur­strönd Græn­lands í nafni Nor­egs­kon­ungs og nefndu það Eirik Rau­des Land – Land Ei­ríks rauða.

Nokkr­um dög­um síðar ákvað norska rík­is­stjórn­in að inn­lima svæðið í Nor­eg. Var sjó­hern­um enn frem­ur gert að verja þessa ný­lendu sam­kvæmt fyr­ir­skip­un norska varn­ar­málaráðherr­ans, Vidk­un Quisl­ing. Svo fór að Norðmenn yf­ir­gáfu Græn­land 5. apríl 1933, en þá hafði Alþjóðadóm­stóll­inn í Haag dæmt land­nám þeirra ólög­legt.

Íslendingar voru líka sumir hverjir æstir á öðrum áratug 20. aldar að eignast gömlu "nýlendu" sína með Einar Benediksson fremstan í flokki. En Íslendingar voru þá nýbúnir að fá frelsi og stjórnarráðið og Alþingi ekki öflugt. Það varð því hljótt um kröfur Íslendinga þótt einstaka mann ljáði máls á málinum.

En merkilegt er að kröfur Dana sjálfra til Austur-Grænlands eru nefnilega ekki gamlar. Fáir vita af því að það var einn Dani, Peter Freuchen, í byrjun 20. aldar sem tryggði rétt Dana (og gerði landnám Norðmanna þar með ólöglegt) til landshlutans.  Ég las bók hans margsinnis, sem heitir Æskuárin mín á Grænland og er stórskemmtileg aflestrar. Þvílíkur ævintýraheimur sem hann dró mynd af og gamla inúítasamfélaginu sem þá var ósnert á austurströndinni. Kíkjum á æviágrip hans.

Freuchen fæddist í Nykøbing Falster í Danmörku (20 febrúar 1886 – 2. september 1957), sonur Anne Petrine Frederikke  og Lorentz Benzon Freuchen, kaupsýslumanns. Freuchen var skírður í kirkjunni á staðnum. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann stundaði nám í læknisfræði um tíma.

Árið 1906 fór hann í sinn fyrsta leiðangur til Grænlands sem meðlimur Danmerkur leiðangursins svonefnda. Á árunum 1910 til 1924 fór hann í nokkra leiðangra, oft með hinum þekkta heimskautafara Knud Rasmussen. Hann vann með Rasmussen við að fara yfir Grænlandsjökulinn. Hann var í mörg ár í Thule á Grænlandi og bjó með Pólar Inúítum. Árið 1935 heimsótti Freuchen Suður-Afríku og í lok áratugarins hafði hann ferðast til Síberíu.

Árið 1910 stofnuðu Knud Rasmussen og Peter Freuchen Thule-verslunarstöðina í Cape York (Uummannaq), Grænlandi, sem verslunarstöð. Nafnið Thule var valið vegna þess að það var nyrsta verslunarstaður í heimi, bókstaflega "Ultima Thule". Thule verslunar útpósturinn eða verslunarstöðin varð heimastöð fyrir röð sjö leiðangra, þekktir sem Thule Expeditions, á milli 1912 og 1933.

Fyrsti Thule leiðangurinn (1912 fóru þeir Rasmussen, Freuchen, Inukitsork og Uvdloriark) hafði það að markmiði að prófa fullyrðingu Roberts Peary um að sund skildi Peary Land frá Grænlandi. Þeir sönnuðu að þetta var ekki raunin í 1.000 km (620 mílur) ferð yfir innlandsísinn sem varð þeim næstum að bana.

Clements Markham, forseti Royal Geographical Society, sagði ferðina "þá fínustu sem hundar hafa framkvæmt". Freuchen skrifaði persónulegar frásagnir af þessari ferð (og öðrum) í Vagrant Viking (1953) og og með Rasmussen (1958). Hann segir í Vagrant Viking að aðeins ein önnur hundasleðaferð yfir Grænland hafi nokkurn tíma tekist vel. Þegar hann festist undir snjóflóði segist hann hafa notað eigin saur til að búa til rýting sem hann losaði sig með. Meðan þeir voru í Danmörku héldu Freuchen og Rasmussen röð fyrirlestra um leiðangra sína og menningu inúíta.

Fyrsta eiginkona Freuchens, Mekupaluk, sem tók sér nafnið Navarana, fylgdi honum í nokkra leiðangra. Þegar hún lést vildi hann að hún yrði grafin í gamla kirkjugarðinum í Upernavík. Kirkjan neitaði að framkvæma greftrunina, vegna þess að Navarana var ekki skírð, svo Freuchen jarðaði hana sjálfur. Knud Rasmussen notaði síðar nafnið Navarana fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Palos Brudefærd sem var tekin upp á Austur-Grænlandi árið 1933. Freuchen gagnrýndi harðlega kristna kirkju sem sendi trúboða meðal inúíta án þess að skilja menningu þeirra og hefðir.

Þegar Freuchen sneri aftur til Danmerkur á 2. áratugnum gekk hann til liðs við jafnaðarmenn og lagði sitt af mörkum með greinum í dagblaðinu Politiken. Frá 1926 til 1932 starfaði hann sem aðalritstjóri tímarits, Ude og Hjemme, í eigu fjölskyldu seinni konu sinnar.

Enda þess grein á að benda á að Thule verslunarmiðstöðin sem Frauchen stofnaði tryggði landakröfur Dana, því þar með gátu þeir sannað búsetu á austurströndinni (skítt með innbyggjarar höfðu búið þarna í 500 ár áður).


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband