Úr því að Kaninn er kominn með fáránlega landakröfur til Grænlands og Kanada, ættum við Íslendingar kannski að gera kröfu til Norður-Ameríku eins og hún leggur sig, þar á meðal til Grænlands (sem var óbyggt er íslenskir landnemar frá Vesturlandi lögðu það undir sig). Við eigum í raun sögulegar kröfur sem Bandaríkjamenn hafa ekki.
Kíkjum á grein sem bloggritaði ritaði fyrir ekki löngu, "Gleymda landnámið í Vesturheimi". Þar segir:
"Árið 1003 hélt Þorfinnur karlsefni með áhöfn sinni í vesturátt á fjórum skipum með um hundrað og sextíu manns, karla og konur. Hlutirnir hafa gerst hratt, því að Leifur snéri frá Noregi um árið 1000 e.Kr. og þremur árum síðar, eftir misheppnaðan leiðangur Þorsteins, tókst Þorfinni að finna Vínland.
Atburðarrásin var í raun mjög hröð þegar könnun vesturheims er skoðuð. Grænland náttúrulega tilheyrir Ameríku en landnám landsins hófst 982 e.Kr. þegar Eiríkur rauði fór í útlegð til Grænlands og valdi að setjast að í Brattahlíð og nefndi hann landið Grænland. Árið 985 eða 986 sigldu 25 skip frá Íslandi með 500 - 700 manns um borð, en einungis 14 af þeim náðu landi í Eystribyggð. Ef við deilum 700 manns á 25 skip, hafa að meðaltalið verið 28 manns um borð. 11 skip fórust í hafi og því líklega 308 manns látist.
Landnámshópur Grænlands hefur því líklega verið um 400 manns. Auðvitað hafa fleiri komið síðar og aðrir yfirgefið landið. En þetta var ekki stór hópur. Menn segja að Grænlendingar hafi aldrei farið yfir 3000 manns í mannfjölda í 400 ára sögu norræna manna á Grænlandi.
Það að 160 manna hópur hafi farið úr svona lítilli landnámsbyggð er stóratburður og sýnir að menn hafi trú á nýja landinu.
En því miður stóð landnámið stutt yfir, líklega aðeins þrjú ár, frá 1003 til 1006 e.Kr." Gleymda landnámið í Vesturheimi
Ástæðan fyrir að landnámið misheppnaðist, er einmitt vegna þess að fyrir voru innbyggjarar, réttara sagt frumbyggjar sem bjuggu þarna fyrir. Ef þannig er litið á málið, eiga Íslendingar enga kröfu á Bandaríkin eða Kanada (voru líklega einhvers staðar við Nýfundnaland og Boston, jafnvel við New York). En Íslendingar eiga miklar kröfur til Grænlands. Þarna bjuggu afkomendur Íslendinga (Ísland var orðið ríki árið 930 e.Kr. með eigin lög). Á Grænlandi bjó þetta fólk í hartnær 400 - 450 ár.
En nú ætla Bandaríkjamenn að fara í indíána stríð við innbyggara Grænlands. Inúítar bjuggu ekki ekki í Eystri né Vestribyggð á miðöldum og því ekki frumbyggjar. Það er önnur saga að segja frá og ekki farið út í hér.
En annað liggur þarna á bakvið en hótun um innrás eða innkaup á landi. Eðalmálmar og eðalsteinar er það sem Kaninn vill komast yfir og eldflaugavarnir gegn Rússum auk siglingaleiðir. Þarna eru Bandaríkin að keppa við Rússa og Kínverja um áhrifasvæði.
Þarna hefur Trump tekist að skelka Grænlendinga og því er orðið nokkuð ljóst að þeir reyna ekki frekari sjálfstæðis tilraunir á næstunni frá Danmörku (og í raun frá Evrópu). Þeir gætu jafnvel samþykkt að ganga í ESB með Dönum.
Brambolt Trumps er afar athyglisvert í ljósi þess að hann er ekki einu sinni orðinn forseti. Samkvæmt "Logan act" má forsetaefni ekki skipta sér af stjórn landsins á meðan biðtími er í gangi. En vegna þess að Biden er ekki andlega með okkur hin (einu mestu skógareldar í sögu Kaliforníu eru í gangi og blaðamannafundi svaraði hann um neyð íbúanna á þá leið að hann hefði eignast nýverið barnabarn!) þá hefur Trump stigið inn í stjórn landsins. Bill O´Reilly fréttahaukurinn sagðist hafa komið inn á miðjan ríksstjórnarfund verðandi Trump stjórnar í Mar-o-Lago í seinustu viku. Þangað streyma þjóðarleiðtogar, ekki til Washington DC.
En af hverju fer Trump af stað með svona látum? Jú, maðurinn er með 4ra ára reynslu af því að vera forseti. Hann kann núna á stjórnkerfið í Washington og leikendur. Árið 2017 kom hann til Wasington sem utangarðsmaður og mætti mikilli andstöðu, líka frá samherjum. En nú er Repúblikana flokkurinn orðinn að Trump flokki. Demókratar eru leiðtogalausir og sundraðir. Trump þarf ekki að keppa um endurkjör og því getur hann leyft sér að koma með villtustu drauma, sem er Norður-Ameríka öll undir valdi Bandaríkjanna. Nú með að slengja þessum kröfum fram, er hann að kanna viðbrögð. Þau verða að vera hörð frá Evrópu og Danmörku, þannig að hann snúi sér að öðru raunhæfara markmiði.
Þetta sýnir að Ísland þarf að hugsa áratugi fram í tímann, líkt og Kínverjar (markmiðið er að taka Taívan fyrir 2049). Getum við verið örugg um að harðstjórnaröfl innan Bandaríkjanna komist aldrei til valda? Getur Bandaríkjaher alltaf varið Ísland? Líka í miðri þriðju heimsstyrjöld? Viljum við aftur bandaríska hersetu? Virkilega? Þurfum við ekki að taka málin í okkar eigin hendur, þ.e.a.s. varnir Íslands? Ekki vera eins og strúturinn með höfuðið í sandinum, sé ekkert og heyri ekkert og heldur að málin leysast af sjálfu sér.
Áþreifanlegar hættur eru öllum stundum fyrir Ísland sem setulið erlends ríki getur ekki tekið á. Þær eru:
1) Hryðjuverkaárásir (og netárásir).
2) Glæpagengi taki yfir íslenskt þjóðfélag. Ólíklegt? Lítum á Svíþjóð og Mexíkó sem dæmi.
3) Skemmdaverkastarfsemi sérsveita erlends ríkis. Hér eru sæsstrengir í hættu og mannvirki eins og stíflur.
Hvenær ætla Íslendingar að læra af sögunni? Lítum á lögmál Murphys sem er orðtak eða epigram sem er venjulega sett fram svona: "Allt sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis."
Íslenskar varnir eru sjálfstæðismál!
Flokkur: Bloggar | 9.1.2025 | 11:55 (breytt kl. 16:34) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning