Aðildarsinnar benda á EES samningurinn frá 1994 hafi sagt að skýr regla hafi verið sett í samninginn um framkvæmd EES-reglna.
Einn bloggari deildi með bloggritara eftirfarandi hluta úr samningnum og þar segir:
"Stök grein
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda
EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum."
Gott og vel, en af hverju hefur þetta ekki bara verið innleitt allan þennan tíma? Alþingi afgreiðir hvort sem er aragrúa EES reglugerðir á hverju ári.
Jú, vísir menn benda á að slík innleiðing sé stjórnarskrábrot. Breytingin er stutt og laggóð. Hún er eftirfarandi:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | 29.12.2024 | 14:18 (breytt kl. 14:25) | Facebook
Athugasemdir

Sæll Birgir.
Þetta eina ákvæði í umæddu frumvarpi snýst eingöngu um innbyrðis samspil íslenskra laga og engin lög gilda á Íslandi nema þau sem Alþingi hefur samþykkt sem íslensk lög.
Þú segir réttilega: "Það eru engin önnur lög sem toppa íslensk lög á Íslandi og Alþingi eitt (ásamt forseta) hefur rétt á að innleiða lög á Íslandi. Þess vegna þarf það að stimpla allar reglugerðir sem koma frá EES. Einhverjar reglugerðir sem búríkratar í Brussel setja saman, geta því ekki orðið rétthærri en íslensk lög, þangað til að Alþingismenn breyta íslensku lögunum í samræmi við reglugerðina sem á að innleiða."
Þetta er efnislega rétt og ekkert af þessu myndi breytast þó að þetta umrædda frumvarp yrði samþykkt.
Hér þarf þó að fara varlega með rétta hugtakanotkun svo ekkert misskiljist. Á Íslandi eru ekki til nein "önnur lög" heldur en íslensk lög sem Alþingi hefur samþykkt. ESB setur engin lög heldur gefur út tilskipanir og reglugerðir, en samheitið yfir þessar tvær tegundir skjala eru "gerðir". Eins og Hæstiréttur Íslands hefur margítrekað staðfest hafa þessar gerðir sem slíkar ekkert lagagildi á Íslandi, enda hefur Ísland ekki framselt neitt löggjafarvald til stofnana ESB. Aftur á móti felst í 7. gr. EES samningsins skylda til að samræma íslensk lög við þessar gerðir ef þær falla undir málefnasvið samningsins. Þar sem allt löggjafarvald á Íslandi er í höndum Alþingis þarf alltaf að gera það með því að setja íslensk lög eða gera breytingar á þeim svo að þau endurspegli þessar gerðir og samræmist þeim. Um leið og Alþingi setur slík lög verða þau hluti af íslenska lagasafninu og teljast þar með vera "íslensk lög". Bókun 35 bætir engu við þessa innleiðingarskyldu samkvæmt 7. gr. samningsins öðru en að stuðla að því að hún verði uppfyllt.
Ath. Stundum er farin sú leið að fela ráðherra heimild í lögum til að setja reglugerð um nánari framkvæmd viðkomandi laga. Þar getur verið um að ræða innleiðingu á EES reglum með reglugerð (eða "stjórnvaldsfyrirmælum" eins og það er kallað í frumvarpinu). Þessi leið er oft farin þegar um að ræða nánari útfærslu á meginreglum viðkomandi laga sem er fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Þegar þetta er gert þarf íslenskur ráðherra alltaf að setja íslenska reglugerð á grundvelli heimildar sem Alþingi hefur veitt honum í íslenskum lögum. Enginn annar getur sett reglugerð á grundvelli íslenskra laga því Ísland hefur ekki framselt neitt vald til þess í hendur stofnana ESB.
Það má segja að þetta sé aðalmunurinn á réttarkerfum ESB og EES. Innan ESB hafa gerðir sambandsins bein réttaráhrif í aðildarríkjunum, en það gerist ekki sjálfkrafa á Íslandi og í Noregi heldur þurfa þing þeirra landa alltaf að setja innlend lög eða breyta þeim til að samræma landsrétt við EES reglur. (Lichtenstein er undantekning því samkvæmt þeirra landslögum öðlast allar þjóðréttarskuldbindingar sjálfkrafa lagagildi en það fyrirkomulag á sér lengri sögu en Evrópusambandið og byggist á öðruvísi hefðum en réttarkerfi norrænna ríkja.)
P.S. Svo því sé haldið til haga er ég ekki "aðildarsinni" heldur er ég þvert á móti andvígur hugmyndum um aðild Íslands að ESB, einmitt vegna þess að það myndi fela í sér framsal löggjafarvalds til stofnana ESB. Aftur á móti hef ég lengst af verið hliðhollur EES samningnum þar sem hann felur ekki í sér slíkt framsal lögggjafvalds eins og er áréttað í bókun 35, en margt jákvætt hefur fylgt aðild Íslands að EES. Ég tel mjög mikilvægt að umræða um þessi mál byggist á réttum staðreyndum því ef við sem erum á móti ESB aðild förum með rangærslur er hætta á að málflutningur okkar missi marks. Ég tel á sama tíma afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti vel að hagsmunum okkar í EES samstarfinu en því hefur ekki alltaf verið nógu vel sinnt og þar eru tækifæri til að gera betur.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 18:09

Takk fyrir þetta Guðmundur. Þetta er ekki í okkar höndum. Býst við að þetta verði að lögum, það verða einhver mótmæli og ekkert gerist í einhvern tíma eftir þetta. Svo gæti komið að því að þetta skipti máli. Gamli sáttmáli fór fyrst að skipta máli í höndum Jóns Sigurðssonar og í sjálfstæðisbaráttunni og þá voru liðnar margar aldir á milli. Gott ýtarlegt svar hjá þér. Kveðja, Birgir
Birgir Loftsson, 29.12.2024 kl. 21:41

Ef það kemur að því síðar að þetta skipti máli eru góðu fréttirnar þær að Alþingi getur hvenær sem er breytt þessum lögum ef í ljós koma vankantar á þeim sem þarf að lagfæra. Einmitt vegna þess að Alþingi fer með löggjafarvald á Íslandi og það hefur ekki verið framselt til stofnana ESB eins og er sérstaklega áréttað í bókun 35.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 23:17

Ekki svo einfalt, við getum ekki brotið EES samninginn og þessa bókun þegar hún er orðin að lögum. Yrðum að ganga úr EES. Og meiri menn en ég og lögfróðari eru á því að þetta er ólög og brjóti stjórnarskránna. Sjáum hvað lögspekingarnir segja og andstæðingarnir á Alþingi á næstu mánuðum.
Birgir Loftsson, 30.12.2024 kl. 00:02

Við getum alveg brotið EES samninginn hvort sem þetta frumvarp yrði að lögum eða ekki. Eftir sem áður getur það samt haft afleiðingar í för með sér eins og alltaf þegar brotið er gegn samningum. Þetta frumvarp breytir engu um það.
Þú vísar til lögspekinga og hvað þeir muni segja. Nú ætla ég ekki að titla mig "speking" en ég er þó lögfræðimenntaður og hluti af því námi var Evrópuréttur þar sem var fjallað sérstaklega um þessa bókun 35. Ég tel því mig því vita hvað um er að ræða og hef gert mitt besta til að útskýra það. Mér finnst þó mjög dapurlegt þegar aðrir lögfræðingar sem eru jafnvel æðri til metorða en ég reyna að halda fram einhverju um eitthvað mál sem enginn fótur er fyrir í staðreyndum þess.
Þetta tiltekna frumvarp er ekki flókið og þarf ekki mikið meira en sæmilega góðan lesskilning til að kynna sér efni þess. Því miður hefur umræða um það hingað til verið borin uppi af fólki sem virðist alls ekki hafa gert það. Þess vegna vil ég hvetja alla sem láta málið sig varða til að byrja á því að kynna sér efni þess með því einfaldlega að lesa frumvarpið. Að þeim lestri loknum verður vonandi hægt að ræða málið á grundvelli réttra staðreynda um hið raunverulega innihald þess.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2024 kl. 02:31

Sæll, frumvarpið er bara tvær greina, sjá hér að ofan. Sjálfur stúderaði ég stjórnskipunarlög í mínu námi en er langt frá því teljast hæfur til að skera úr um þetta mál endalega. En eitt lærði ég og það er að túlkun laga getur verið erfið. Sérstaklega þegar lög virðast stangast á. Ólafur Ragnar sannaði það að dauður lagabókstafur reynist það ekki á meðan lögin eru enn í gildi og ekki lögformlega tekin úr gildi.
Niðurstaðan er lagatúlkun og pólitík sem sker út um þetta mál.
Birgir Loftsson, 30.12.2024 kl. 10:41

Það er svo sannarlega eitt erfiðasta verkefni lögfræðinga og dómara að túlka lög þegar þau stangast á. Það verkefni verður miklu einfaldara ef það er skýrt tekið fram hvor lögin skuli þá gilda eins í frumvarpinu sem hér um ræðir.
P.S. Það dugar ekki að lesa bara meginmál frumvarpsins, til að skilja það vel þarf líka að lesa greinargerðina með því.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2024 kl. 01:29
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
"Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).
Frá utanríkisráðherra.
1. gr.
4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Svo kemur greinagerð með þessu frumvarpi sem verður ekki farið í hér. Til þess að bókun 35 verði lögleg, verður að breyta stjórnarskránni. Það eru engin önnur lög sem toppa íslensk lög á Íslandi og Alþingi eitt (ásamt forseta) hefur rétt á að innleiða lög á Íslandi. Þess vegna þarf það að stimpla allar reglugerðir sem koma frá EES. Einhverjar reglugerðir sem búríkratar í Brussel setja saman, geta því ekki orðið rétthærri en íslensk lög, þangað til að Alþingismenn breyta íslensku lögunum í samræmi við reglugerðina sem á að innleiða.
Nú, ef við erum "skyldug" til að innleiða bókun 35, þá er eins gott að við göngum úr EES samstarfinu. Ekki eru Svisslendingar í EES en þeir eru með okkur í EFTA. Það er alveg nóg fyrir okkur Íslendinga að vera í EFTA sem hefur verið frábært í að gera tugir fríverslunarsamninga við allan heiminn! Eitthvað sem við höfum ekki ef við erum í ESB.
Og svo má spyrja á móti, hversu margar reglugerðir hefur ESB innleitt frá Íslandi? Engar? Er þetta bara einstefna? Valdboð að ofan?