Fólk virðist ekki skilja taktík Trumps, þrátt fyrir öll þessi ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hún er einföld, hann biður/heimtar meira en hann ætlar sér að fá. Hann lætur viðsemjanda sinn eða sína fá sjokk meðferð með kröfum sínum. Eins og komið hefur verið inn á hér í fyrri greinum, þá snýst Panama skurðsmálið um að reka Kínverja í burtu þaðan en Hong Kong fyrirtæki rekur tvær hafnir við skurðinn. Einnig, telja sumir, að ætlunin sé fá lægri gjöld á bandarísk skip sem fara í gegnum skurðinn og er nauðsynlegt í komandi viðskiptastríði Kína og BNA.
Snúum okkur aftur að Grænlandi. þrjár ástæður fyrir kröfur hans. Bráðnun norðurskautsins þýðir að nýjar siglingarleiðir eru að opnast til Asíu og það gæti jafnvel þýtt að hægt er að sigla þessa leið í stað Panamaskurðsins.
Önnur ástæða er sjaldgæfir málmar og efni eins og úraníum, gull o.m.fl.
Þriðja ástæðan er að fjarlægð Bandaríkjanna frá Rússlandi er hætt að skipta máli. Komnar eru fram eldflaugar sem fljúga á ótrúlegum hraða og fara ekki eftir ákveðnum brautum. Má hér nefna Kinzhal eldflaugina. Mikill hraði hennar - sem getur náð Mach 10 í stuttan tíma - og hæfni til að stjórna á flugi hjálpar henni að forðast loftvarnir. Viðbragðstími loftvarnarkerfis Bandaríkjanna minnkar því sem nemur. Það er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn að tala um að koma sér upp Iron Dome loftvarnarkerfi eins og Ísraelar hafa.
Með því að koma sér upp loftvarnarkerfi á Grænlandi aukast líkurnar á að verjast kjarnorkuvopna árás frá Rússlandi. Bandaríkjamenn hafa síðan í seinni heimsstyrjöld haft herstöð á Grænlandi sem kallaðst Thule Air Base (flugherstöðin Thule) en bandaríski geimherinn hefur tekið stöðina yfir og kallast hún Pituffik geimstöð (e. Space Base). Hún er í dag ekki nóg fyrir varnir Bandaríkjanna.
Fáir hafa velt fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn yfirgáfu eina mikilvægustu herstöð sína í Norður-Atlantshafi, Keflavíkur herstöðina 2006 og af hverju þeir töldu sig geta það. Ástæðan var einföld þá, Bandaríkjaher réði ekki við að vera í tveimur stríðum í einu og þeir töldu sig geta skilið hana eftir hálfvirka því að þá sáu gervihnettirnir um að vakta hafið og herþotur frá austurströnd Bandaríkjanna aðeins 2 klst að komast hingað. Það er bara ekki nóg í dag.
En ef Kaninn kaupir Grænland (sem er algjörlega út í hött að gerist), þá geta þeir raðað eldflauga palla og herstöðvar eftir austurströnd Grænlands og verið í stuttu skotfæri við Rússland. Þetta vita Rússar og eru væntnalega ekki kátir með þessi áform. Og þetta gæti verið peð í skák Trumps í friðarviðræðum um Úkraínu.
Fyrir Íslendinga væru þetta ekki góðar fréttir, því að hernaðarlegt mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkar sem því nemur, hún jafnvel óþörf. Bandarískir hershöfðingjar hafa bölvað yfir þessa ákvörðun Bush stjórnarinnar og viljað koma hingað í fulla viðveru allar götur síðan en það kann að vera óþarfi ef Grænland lætur Kanann fá fleiri herstöðvar. Þess vegna hefur bloggritari alltaf varað við að treysta á aðra um varnir Íslands. Við getum bókað það að ekkert Iron Dome kerfi verður sett upp á Íslandi ef þriðja heimsstyrjöldin verður, kannski THAAD loftvarnarkerfi sett upp í kringum Keflavíkurflugvöll.
En það er annar vinkill á þessu máli. Viðbrögð Dana. Danski ráðherrann Troels Lund Poulson boðar nú (í gær) mikilli innspyrningu fjármagns sem á að fara í varnir Grænlands. $1,5 milljarða eða hátt í 200 milljarða íslenskra króna. Í þessum pakka eru tvö herskip, tveir langdrægir drónar og tvö sleðahundateymi. Spánýir borgaralegir flugvellir verða framlengdir til að geta tekið á móti F-35 herþotur. Með hræðslu þvingunum hefur Trump náð sínu fram.
En karlinn vill meira. Nú eru kröfur um að aðildarríki NATÓ leggi fram 5% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál! Úr 2% sem aðeins 23 af 32 aðildarríkjum hafa náð. Pólverjar eru komnir upp í 4%.
Hvar stendur Ísland í þessu öllu og prósentuhlutfall til varnamál af vergri landsframleiðslu? Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að útgjöld til varnarmála verði um 6,5 milljarðar króna. Þar sem nákvæm VLF fyrir 2024 er ekki þekkt, er hægt að áætla hlutfallið með því að miða við VLF ársins 2023.
Samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbankans var VLF árið 2023 um 4.321 milljarðar króna. Ef við miðum við þessa tölu, þá eru útgjöld til varnarmála um 0,15% af VLF (6,5 milljarðar / 4.321 milljarðar * 100). Af þessum 6,5 milljarða fara 1,5 milljarðar í Úkraínustríðið! Fyrr eða síðar hlýtur Trump að rekast á Ísland á landabréfakortinu eða í skýrslum og byrja að spyrja. Skiptir Ísland máli fyrir okkur? Getum við lagt niður herstöðina í sparnaðarskyni? Geta þeir (Íslendingar) ekki borgað meira en 0,15% og lagt til mannskap til varnar? Og svo framvegis.
Brúðumeistarinn Trump togar í spottana og litlu brúðukarlarnir um allan heim dansa eftir hugdettum karlsins. Hefur nýi forseti Íslands nokkuð óskað karlinum til hamingju með sigurinn?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stríð, Utanríkismál/alþjóðamál | 25.12.2024 | 13:43 (breytt kl. 13:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Kannski væri hægt að verðleggja framlag Íslands til NATO mun hærra með heildarkostnaðarmati á því að halda varanlega úti ósökkvanlegu flugmóðurskipi á Norður-Atlantshafi.
Að hafa varnarlínu á hafi milli Grænlands, Íslands og Bretlands (GIUK) þjónar nefnilega að stóru leyti hagsmunum Bandaríkjanna því það gerir þeim kleift að vita af ferðum rússneskra kafbáta löngu áður en þeir gætu komist í námunda við Austurströnd Bandaríkjanna á tímum ógnarástands.
Þetta var meginástæðan fyrir því hvað var lögð mikil áhersla á að bjarga NATO mannvirkjum í grennd við Grindavík þegar hraun fór að renna þangað í eldgosunum. Þau eru tengipunktar fyrir hlustunarkerfin sem vakta umferðina í hafinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.12.2024 kl. 14:58
Einmitt Guðmundur. Góð ábending varðandi NATÓ mannvirkin við Grindavík. Enginn hefur talað um það áður.
En aftur að Íslandi. Þegar gervihnettirnir komu fram breyttist hlutverk Íslands sem varnarstöð. Hægt var að fylgjast með eldflaugaskotum óvinarins (Rússa/Sovétmanna) í rauntíma. GIUK hliðið var hins vegar áfram nauðsynlegt að fylgjast með, rétt eins og þú segir Guðmundur, til að fylgjast með kafbátum óvinarins. En það er líka hægt að gera frá austurströnd Grænlands. Það eru aðeins 290 km á mili austurstrandarinnar og Íslands. Auðvitað heldur Kaninn í Ísland en viljum við þá aftur hingað með varanlega búsetu? Ekki ég, a.m.k. ekki á friðartímum.
Birgir Loftsson, 25.12.2024 kl. 16:53
Án þess að vera sérfræðingur í þeirri tækni held ég að þessi eftirlitskerfi þarfnist þess að hafa stöðvar báðumegin. Þess vegna sé ekki nóg að vera bara með stöðvar á austurströnd Grænlands. Þaðan gætu þeir kannski fylgst með Grænlandssundinu, en það þarf samt alltaf endastöð Íslandsmegin á móti og það sama fyrir bilið á milli Íslands og Bretlands (með Færeyjar á milli). Því styttra sem hvert bil er því þéttara verður netið og meiri nákvæmni í eftirlitinu.
Svo er annað lykilatriði í þessu sem gerir stöðina í Grindavík svo mikilvæga. Það er að þessi kerfi eru ekki aðeins notuð til að hlusta eftir ferðum (óvina) kafbáta. Að hluta til eru þau líka gerð til að hafa fjarskipti við eigin kafbáta á Norður Atlantshafi. Kafbátar geta nefnilega ekki notað venjulegar talstöðvar neðansjávar og ef þeir þyrftu alltaf að koma til yfirborðs til að ná sambandi yrðu samskiptin stopul og þá yrðu þeir líka sýnilegri en það er lykilatriði fyrir kafbátana að halda staðsetningunni leyndri.
Lausnin sem þeir hafa á þessu eru sérstök kerfi sem nota mjög lágar bylgjulengdir til merkjasendinga sem geta ferðast langar vegalengdir neðansjávar og um borð í kafbátunum eru tæki sem geta skynjað þessi merki. Kafbátarnir sem bera eldflaugar með kjarnaoddum og leynast í undirdjúpunum fá þannig stöðugt send merki sem segja þeim til um viðbúnaðarstig á hverjum tíma. Á venjulegum degi segja þessi merki kannski að það sé ekkert sérstakt að frétta. En ef það kæmi til aukins viðbúnaðar myndu þeir e.t.v. fá merki umm að gera flaugarnar tilbúnar. Ef það kæmi svo merki um að kjarnorkustríð væri hafið þá myndu þeir skjóta flaugunum á loft. Ef svo vildi til að merkin hættu að berast þá þýddi það annaðhvort bilun í kerfinu sem þeir þyrftu að komast upp á yfirborð til að staðfesta, eða þá að óvinir væru búnir að þurrka út sendistöðvarnar sem myndi þýða að stríð væri hafið og þeir þyrftu að bregðast við samkvæmt því. Að baki þessu öllu búa þaulhugsaðar og leynilegar áætlanir um fyrirfram ákveðin viðbrögð svo að allt sem á að gerast muni gera það ef allt fer á versta veg. Þó að markmiðið séu auðvitað ekki að það gerist þurfa þessi kerfi og áætlanir samt að virka til að hafa þann fælingarmátt sem er meginmarkmið þeirra.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr held ég að bandarískur her muni alltaf hafa bækistöð hér á landi a.m.k. miðað við óbreytta heimsmynd, vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir þeirra eigin varnarviðbúnað. Eins og staðan er núna eru þeir í raun með varanlega viðveru, en þó ekki varanlega búsetu sem er talsverður munur á. Við erum líklega ekki að fá aftur amerískan smábæ með kirkju, skóla og fjölskyldum eins og áður var við Keflavík. En þar er þó herstöð og sem slík er hún varanleg.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.12.2024 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning