Ingólfur Jónsson frá Prestbakka og nútíma jól

Ingólfur Jónsson frá Prestbakka (f. 1918, d. 1993) var lengi kennari viđ Réttarholtsskóla og kenndi hann mér kristin frćđi er ég var unglingur. Hann var einn af fáum kennurum sem villingarnir báru náttúrulega virđingu fyrir og ţeir verstu voru stilltir hjá karli.

Ég vissi ţá ekki ađ hann var ţá hálfgerđur sérkennari sem hafđi lag á seinfćr börn og gat ráđiđ viđ vanstilltustu börn. En flestir ţekkja hann sem laga höfund og tengja hann viđ jólalög.

Ţađ ţekkja allir hiđ sígilda jólalag "Bjart er yfir Betlehem" eftir hann og man ég er lagiđ var sungiđ í Bústađarkirkju og hann sat mér viđ hliđ og presturinn sagđi frá ţví ađ hann vćri höfundur texta. Mikiđ var ég hissa og ekki minnkađi virđingin. En mikiđ vćru nútíma jól fátćklegri án laga hans en hann var gott ljóđskáld, ţótt ekki vćri meira sagt.

 
Hér kemur annađ jólalag sem er ekki eins ţekkt:
 
Jólafriđur
 
(Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka)
Friđur, friđur frelsarans,
finni leiđ til sérhvers manns.
Yfir höf og yfir lönd
almáttug nćr Drottins hönd.
Hans er lífiđ, hans er sól,
hann á okkar björtu jól.
Börn viđ erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
Friđur, friđur, fögur jól
frelsarinn er vörn og skjól.
Verum örugg, verum trú,
verum glöđ á jólum nú.
Veitum öđrum von og yl,
vermum allt sem finnur til.
Börn viđ erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband