Í 23. lið stjórnarsáttmála valkyrjustjórnarinnar er eftirfarandi setning: "Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna." Bloggritari veit ekki hvað það þýðir en hann veit að hlutverk Landhelgisgæslunnar er mjög óljóst hvað varðar varnartengd verkefni sem hún sinnir og hún er í raun verktöku (með varnartengd verkefnin) fyrir utanríkisráðuneytið.
Í lögum um LHG kemur þetta hlutverk ekki fram en ætti að gera það lögformlega en varnarmál Ísland eru í stjórnsýslulegu limbói. Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan skipta málaflokknum á milli sín eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður.
Í lögum um Landhelgisgæslu Íslands, 2006 nr. 52, 14. júní segir í 1. grein um hlutverk hennar:
1.Kafli. Stjórn Landhelgisgæslu Íslands, starfssvæði og verkefni.
1. gr. Hlutverk.
Landhelgisgæsla Íslands sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fer með löggæslu á hafinu og gegnir öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, ákvæðum reglugerða á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum.
...en svo mætti bæta þessari setningu við:
"Landhelgisgæsla Íslands sinnir loftrýmiseftirlit og -gæslu og framkvæmda öryggis- og varnartengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008."
Er hér um nýlunda að ræða? Nei, LHG sinnir þessum verkefnum de facto í verktöku. Þarna eru lögin skýrari og endurspegla veruleikann eins og hann er.
Er hér um nýlunda að ræða? Nei, LHG sinnir þessum verkefnum de facto í verktöku. Þarna eru lögin skýrari og endurspegla veruleikann eins og hann er.
En svona breyting á lögum um LHG er aðeins plástur. Það verður að endurskilgreina og móta öryggis- og varnarmálastefnu Íslands frá grunni eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Það verður ekki gert nema að það verði stofnað nýtt ráðuneyti - Varnarmálaráðuneyti sem sinnir öllum verkefnum sem Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan sinna í dag og tengjast öryggis- og varnarmálum landsins.
Utanríkisráðuneytið sem er ráðuneyti dimplómatískra samskipta Íslands við erlend ríki er sett í hlutverk sem það ræður lítið við. Hefur skrifstofu á sínum vegum sem sinnir pappírvinnunni en framkvæmdin er í höndum Landhelgisgæslunnar og litlu leyti Ríkislögreglustjóra.
Hlutverk þeirrar stofnunar, þ.e.a.s. Landhelgisgæslunnar þarf einnig rækilegar endurskoðunar og vonandi verða menn flinkir með pennann, þannig að stofnunin geti sótt fjármagn til NATÓ og verið hluti af varnarkerfi bandalagsins.
Þess má geta til samanburðar að Danir hafa enga landhelgisgæslu, heldur sér danski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Komið hefur fram í fréttum að Danir eru að efla varnir Grænlands og verða tvö varðskip eða herskip skipuð sérstaklega þangað.
Norðmenn hafa hins vegar eigin landhelgisgæslu sem er hluti af norska sjóhernum en í kafla 2 í norsku landhelgislögunum segir:
"2. kafli. Skipulag og starfslið Landhelgisgæslunnar
§ 5. Skipulag Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæslan er hluti af hervörnum landsins. Á friðartímum skal Landhelgisgæslan helst sinna þeim verkefnum sem fylgja lögum þessum. Á friðartímum þarf Landhelgisgæslan einnig að þjálfa stríðsskyldu sína.
Skip Landhelgisgæslunnar skulu vera einkennismerkt samkvæmt reglum sem konungur setur.
Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er talið að sinna tilteknum landhelgisgæsluverkefnum getur konungur ákveðið að unnt sé að nýta hluta af öðrum efnis- eða mannskap heraflans í þeim tilgangi." Sjá slóð: Lov om Kystvakten (kystvaktloven)
Þess má geta að norska Varnarmálaráðuneytið stýrir norsku landhelgisgæslunni, ekki norska utanríkisráðuneytið eða dómsmálaráðuneytið.
Að lokum. Norðmenn eru líka að spýta í lófana og efla landhelgisgæsluflota sinn. Síðastliðin þrjú ár hafa þeir sjósett þrjú ný varðskip af svo kallaða Jan Mayen klassa og síðasta sjósett á þessu ári. Norðmenn hafa yfir 15 varðskipum að ráða.
Til fróðleiks má geta að norska landhelgisgæslan var stofnuð 1977 en frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til þessa árs, sá norski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Ástæðan fyrir stofnunina var útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Stríð | 26.12.2024 | 11:41 (breytt kl. 13:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning