Trump vekur upp andvana hugmynd um kaup á Grænlandi

"Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna segir nauðsynlegt fyrir öryggi og frelsi í heiminum að Bandaríkin eigi og ráði yfir Grænlandi. Fyrstu viðbrögð í Grænlandi og Danmörku eru neikvæð..." segir í frétt RÚV.

Stundum gengur Trump fram af sjálfum sér. Ýtir hugmyndir fram sem hann veit að ganga ekki upp. Má hér nefna yfirtöku Panama skurðinn eða kaup á Grænlandi. En athyglisverð eru þessi viðbrögð: Rasmus Jarlov þingmaður danska þjóðarflokksins var líka ómyrkur í máli. "Grænland er danskt og hefur verið það síðan árið 1380."

Ekki er þetta hárrétt hjá danska þingmanninum en kannski nærri lagi. Kíkjum fyrst á hvernig Grænland komst undir konungshendur. Grænland varð fyrst hluti af norska konungsríkinu árrið 1261 gerðu Grænlendingar formlega eið við Noregskonung (Magnús lagabætir) og samþykktu að verða hluti af norska konungsríkinu. Þetta var hluti af þróuninni þar sem Noregskonungur var að styrkja yfirráð sín yfir norrænum byggðum, þar á meðal Íslandi.

Þegar Danmörk, Noregur og Svíþjóð sameinuðust í Kalmarsambandinu 1397, komust lönd undir stjórn danska konungsins. Eftir að sambandið leystist upp árið 1523 hélt Danmörk yfirráðum yfir Noregi. Eftir Napóleonsstyrjaldirnar 1814 varð Noregur hluti af Svíþjóð, en Grænland varð eftir undir Dönum. Frá því hefur Grænland verið í danska ríkinu.

Og snúum okkur til nútímans. Grænland var gert að dönsku amtssvæði árið 1721 í kjölfar trúboðsstarfa og nýlenduvæðingar Dana. Árið 1953 varð Grænland formlega hluti af Danmörku og fékk heimastjórn árið 1979 og aukna sjálfstjórn árið 2009.

Þetta virkar allt klippt og skorið en er ekki. Síðasta skráða heimild um norræna byggð er frá 1408, þegar brúðkaup Íslendinga, Þorsteins Ólafssonar og Sigríðar Björnsdóttur, fór fram í Hvalseyjar kirkju. Eftir þetta hverfur byggðin úr sögulegum heimildum.

Evrópskir rannsóknarleiðangrar Evrópumanna komu þarna við á 16. öld án landnáms en Hans Egede (1721) kom Grænland aftur á blað. Hin eiginlega endurkoma Evrópubúa til Grænlands hófst með dönskum trúboðsmanni, Hans Eged. Hann stofnaði nýlendu og hóf kristniboð meðal Inúíta, sem höfðu lifað þar óáreittir eftir að norræna byggðin féll. Með komu Hans Egede og stofnun danskrar nýlendu árið 1721 hófst nýtt tímabil í sögu Grænlands. Þetta markaði upphaf danskrar nýlenduvæðingar og tengdi Grænland aftur við Evrópu. Þannig má segja að hvítir menn hafi í raun komið aftur til Grænlands með komu Hans Egede árið 1721, eftir að hafa verið fjarverandi í rúm 300 ár.

Tilkall Dana til Grænlands á sögumlegum grunni er því byggt á veikum grunni og eins gætu Íslendingar gert kröfur til Grænlands, því landið byggðist úr Íslandi og var sjálfstætt þjóðveldi hátt í 260 ár áður en Noregskonungur tók yfir. Þeim dettur ekki í hug slík vitleysa að gera tilkall til landsins en hefðu átt á sínum tíma að gera tilkall til Jan Mayen en Norðmenn hirtu þessa mikilvægu eyju og ætluðu líka að hirða Austur-Grænland en Danir hindruðu það.

Er heldur ekki viss um að Grænlendingar nútímans líti svo á að þeir tilheyri Danmerkur sterkum böndum eða þeir séu Danir yfirhöfuð. Þeir hafa mikið reynt að sleppa undan yfirráðum Dani en eru of fámennir og veikburða, rétt eins og Færeyingar, til að slíta sambandið.  Þegar auðævi Grænlands, sem eru eðalsteinar og góðmálmar verða að fullu nýttir, sem og olía, verður sagt bless við Danmörk og Dani. Grænlendingar eru heldur ekki ákafir að fara undir stjórn annan "nýlendu herra", Bandaríkin. Havaí er víti til varnar ef menn vilja halda menningu sinni og ekki fara í minnihluta. 

Bandaríkjamenn líta Grænland hýra af tveimur ástæðum, góðmálmar og sem varnarstöð. En hvers vegna ekki að semja um bandarískar herstöðvar á Grænlandi án yfirtöku og láta bandarísk námufyrirtæki grafa er erfitt að skilja. En hótunin um töku Panamaskurðinn snýst um komandi viðskiptastríð við Kína og snýst um að koma í veg fyrir hærra vöruverð í BNA vegna tolla á kínverskar vörur og það er gert með lægri umferðagjöld á bandarísk skip sem fara um skurðinn. Því er hótað.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland á örugglega sterkara tilkall til Grænlands en Bandaríkin gætu nokkurntíma átt. Eina ástæðan fyrir því að Grænland er "danskt" er að við héldum okkar kröfu aldrei til streitu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2024 kl. 02:41

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Rasmus Jarlov mun vera þingmaður fyrir Konservativt Folkeparti sem er ekki Dansk Folkeparti! 

Eftirfarandi stendur á norsku Wikipedia síðunni 

Grønlands historie

Som et indirekte resultat av Svartedauens herjinger, ble den norske staten i 1380 underlagt Danmark, noe som var beklagelig for Norge, men katastrofalt for Grønland som var avhengig av skipsfarten til Norge.

Jarlov vísar til þess að Grænland var hluti norska konungsríkisins (frá 1261 eins og þú sjálfur bendir á) og að frá 1380 hafi Noregur runnið inn í danska konungsríkið (endanlega staðfest með Kalmar-sáttmálanum 1397) og hið tvöfalda konungsríki hafi staðið til 1814 en Grænland var áfram undir Danmörku. Þetta eru rökin fyrir því að Danmörk hafi farið með fullveldi yfir Grænlandi síðan 1380, þó það hafi í fyrstu verið í gegnum Noreg sem hluta konungsveldisins. Mér skilst að þetta sé skilningur viðeigandi stofnanna Sameinuðu Þjóðanna sömuleiðis.

Sæmundur G. Halldórsson , 24.12.2024 kl. 09:46

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Rétt hjá ykkur báðum og gott innlegg. En blessaðir Danirnir gleyma að engir Evrópumenn bjuggu á Grænlandi hátt í 300 ár! En fyrir voru Inúítar sem reyndar voru sjálfir nýbúar á Grænlandi. Wikipedia segir:  Ívar Bárðarson, sendifulltrúi biskupsins í Björgvin Ívar dvelst á Grænlandi um það bil 100 árum áður en byggð norrænna manna fór í eyði - en af lýsingu hans að dæma er ekki annað að sjá en að Eystribyggð hafi verið blómleg byggð og að mannlíf hafi verið ágætt. Hins vegar er Vestribyggð þá farin í eyði og er ekki lýst í riti hans."  Og svo segir: "Hann var einn þeirra sem lögmaður lét senda í Vestribyggð á móti skrælingjum til að reka þá þaðan burt. En er þeir komu þangað fannst þar enginn maður, hvorki kristinn né heiðinn, heldur einungis nokkuð af villtum nautgripum og kindum."  Þannig að Inúítar voru ekki einu sinni komnir þangað og teljast því ekki frumbyggjar. En þeir byggðu landið einir í 300 ár eftir að byggð norræna manna hvarf. Það geta í raun engir nema þeir sem búa landið í dag gert tilkall til Grænlands. Þeir einir ákveða hvort þeir verði áfram Danir eða mynda nýtt ríki. Grænlendingar í dag eru hvorki inúítar né norrænir, þeir eru blendingsþjóð og í raun ný þjóð. Áfram Grænland (og Færeyjar)!

Birgir Loftsson, 24.12.2024 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband