Þegar flestir Íslendinga vakna með timburmenni á nýársdag 2025, hafa skattar hækkað. Ekki mikið en samt hækkað. Fáir taka eftir því að tekjuskatturinn á að hækka um áramótin en hann hækkaði líka um síðustu áramót. Sjá slóð: Skattabreytingar á árinu 2024
Tekjuskattur einstaklinga | 2023 | 2024 | ||||||||||||
Prósenta í 1. þrepi: | 31,45% (þar af 14,67% útsvar) | 31,48% (þar af 14,93% útsvar) | ||||||||||||
Prósenta í 2. þrepi: | 37,95% (þar af 14,67% útsvar) | 37,98% (þar af 14,93% útsvar) | ||||||||||||
Prósenta í 3. þrepi: | 46,25% (þar af 14,67% útsvar) | 46,28% (þar af 14,93% útsvar) |
Og enn hækka skattarnir 2025 :Í eftirfarandi töflu má sjá skattprósentur, skattleysismörk, persónuafslátt og þrepamörk í kr. fyrir árin 2024 og 2025, sjá slóð: Skattabreytingar á árinu 2025
Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu | 2024 | 2025 | ||||||||||||
1. þrep: | 31,48% | 31,49% | ||||||||||||
2. þrep: | 37,98% | 37,99% | ||||||||||||
3. þrep: | 46,28% | 46,29% |
Virkar ekki mikil hækkun, en er hækkun samt. Það á hins vegar að hækka skattleysismörk eru alltaf lág og spurning hver þau hafi eitthvað að segja.
Nú hefur komandi ríkisstjórn boðað hækkanir á auðlindagjöldum og ferðamannaskatt. Ef borguð verða komugjöld, þá hlýtur jafnt að ganga yfir alla, bæði Íslendinga og útlendinga og allir borga komugjöld! Þetta er sum sé aukaskattur.
Ekkert er minnst á veggjöld í stjórnarsáttmálanum, enda ekki útfærður í smáatriðinum. En það má búast við að gjöld verði lögð á vegfarendur því boðað er átak í jarðgangnagerð. Þeir sem nota göngin borga (er ekki að segja að það sé neikvætt, bara að göngin verði fjármögnuð þannig). Svo á líka við um Sundabraut sem á að fara í og það mun kosta að nota hana. Vegfarendur þurfa líka að greiða fyrir nýju Ölfusárbrú dýrum dómum í veggjöld. Og ef vegfarandinn vogar sér að líta til hægri eða vinstri á nátttúruperlu, þarf hann að borga. Það mun kosta peninga að yfirgefa höfuðborgarsvæðið eða koma inn á það.
Já, það er ekki bara ríkisvaldið og sveitarfélögin sem hugsa sér gott til glóðarinnar um áramótin, fyrirtækin - birgjarnir hafa ákveðið með sinnu miklu fordómsspá, að hækkanir á hráefni þurfi að skila sér inn í verðlagið um áramótin og það eigi að hækka matvælaverð.
Bílskrjóðurinn sleppur ekki og eldsneytisverð helst áfram hátt með ofurálagningu á olíuverði. Stofnanir munu ekki láta sitt eftir liggja og alls konar þjónustugjöld (sem tölvan sér um að reikna á sekúndubroti) verða hækkuð og bankanir með sífellt minni viðveru og fækkun útibúa, sjá til þess að borga verður fyrir allt. Verður rukkað fyrir að mæta í persónu í bankaútibú? Það er rukkað fyrir að hringja í bankann. Bloggritari er að fara til Reykjavíkur á eftir, því að útibú Íslandsbanka í heimbyggð hans neitar að taka við mynt!
Já, Ísland er skattaparadís allra annarra en íslenskra borgara. Gleðilegt skattaár 2025.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.12.2024 | 11:29 (breytt kl. 12:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Takk fyrir þessa ágætu samantekt.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 23.12.2024 kl. 12:18
Sömuleiðis Guðjón.
Birgir Loftsson, 23.12.2024 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning