Það er réttnefni að kalla samkomulagið, eða drög að samkomulag, stefnuyfirlýsingu en ekki stjórnarsáttmála. Þetta er eins og handrit að bók, það á eftir að koma með loka prófarkalestur textans.
Hvað ætla frúnar að gera? Koma böndum á stjórnsýsluna. Fyrsta skrefið með að leggja niður ráðuneyti og er vonandi fyrirheit um framhald.
Annað atriði í drögunum er réttlæting með auðlindagjöld. Þar er flokki Fólksins mest treystandi með Eyjólf Ármannsson og Sigurjón Þórðarson sem hafa vit á sjávarútvegi og atvinnumálum en því miður hneppti Hanna Katrín Friðriksson hnoss atvinnumálaráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson varð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Eyjólfur er sérfræðingur í orkumálum en Sigurjón í sjávarútvegi). Þetta eru mikilvægustu ráðherrastólarnir á eftir fjármálaráðherra stólinn og utanríkisráðherra stólinn. Það á að keyra aftur í gang virkjanir og taka til í sjávarútvegi. Stórútgerðin á að borga meira í skatta (gjöld kalla þeir þetta).
Í áttunda lið segir að ríkisstjórnin hyggst taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld. Þarna eiga aurar að streyma í ríkiskassann en þurfum við Íslendingar þar með að borga fyrir að umgangast landið okkur?
Svo á að eyða peningum "...með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun." Sem er kannski ekki slæmt því að það er skortur á úrræðum fyrir aldraða. Það á sem sagt að bæta hressilega í velferða- og heilbrigðisþjónustu. Spurning hvort það séu til peningar í þetta þegar ríkið er rekið með halla. Það á að fjölga lögreglumönnum sem er jákvætt.
Það er hins vegar engar róttækar breytingar á útlendingamálum og þó. Þar segir að ríkisstjórnin vill gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýslu til að tryggja mannúðlegt og skilvirkt móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa fólki sem fremur alvarleg afbrot eða ógnar öryggi ríkisins. Þetta með erlendu glæpamennina og brottvísun þeirra er almenn skynsemi og ótrúlegt að þetta hafi ekki komið fram í spánýjum útlendingalögum frá því í vor. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra og fróðlegt hvort hún standi í lappirnar. Kannski verður fáar árásir á stefnuna í útlendingamálum þar sem róttæklingarnir eru farnir af þingi, Píratar og VG. Ekki munu Miðflokksmenn eða Sjálfstæðismenn standa á móti hertri útlendingamálastefnu.
Svo eru það utanríkismálin. Þorgerður K. Gunnarsdóttir verður utanríkisráðherra og ljóst má af orðalagi sáttmálans að ekki verður rekin einka utanríkisstefna. Sama blabla um að við eigum að vera í NATÓ, ekkert nýnæmi en svo kemur bullið um þjóðaratkvæði um "áframhald á viðaldarviðræður" við ESB. Hvaða framhald? Er út af dagskrá og fáir hafa áhuga inngöngu í gjaldþrota ESB sem er að stefna í viðskiptastríð við Bandaríkin. Ef þetta fer í þjóðaratkvæði 2027 í stjórnarlokin, þá vonandi hafnar þjóðin afgerandi aðild. Fríverslun við allan heiminn er hagkvæmara fyrir Ísland en álfu bálknið í Brussel.
Að lokum er sagt að mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Það er skynsamlegt og nauðsynlegt.
Allar Evrópuþjóðirnar eru að undirbúa sig undir stríð, almenningur er hvattur til að eiga neyðarbirgðar af mat, fjármagn í varnartengd mál aukin o.s.frv.
En vonandi taka Íslendingar meira frumkvæði í varnarmálum sínum. Það er ótækt að þeir hunsi málaflokkinn algjörlega eins og þeir hafa komist upp með hingað til.
Vonandi þegar Trump lítur á listann yfir fjármagn sem aðildarþjóðir NATÓ leggja til varnarmála, að hann reki ekki augun í framlag Íslands sem er 0,02% af vergri þjóðarframleiðslu á meðan 23 af 32 aðildarþjóðum eru komnar yfir 2% markið og nánast allar aðrar eru við mörkin...nema Íslandi. Sé kallinn segja upphátt: "What are those losers in Iceland doing? They have to submit their fair shares! Don´t even care to protect themself! Tariffs right now, everybody have to paid their fair shares!"
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins 2024
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.12.2024 | 20:18 (breytt kl. 22:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.