Af hverju vill ég ekki búa í Reykjavík?

Mörg vandamál blasa við þeim sem skoða vanda Reykjavíkur. Af hverju er allt í kalda koli í borginni? 

Lítum á manngerða vandann. Hinn almenni borgari á höfuðborgarsvæðinu sem leggur í þá svaðiför að fara til Reykjavíkur í vinnu eða annarra erinda, má búast við mörgum hindrunum á leiðinni. Hann þarf að margfalda áætlaðan ferðatíma með þremur og finna þannig út komu tíma. Hann má búast við að eyða 1-2 klst að fara 10 km leið fram og til baka. Ástæðan er einföld, stjórn vinstri manna í borginni hefur ákveðið með fullri vitund að leggja stein í götu borgarans - í bókstaflegri merkingu. Þrengingar gatna, hraðahindranir sem eru yfir 2 þúsund talsins, aflagðar akreinar og forgangur tómra strætisvagna fram yfir einkabílinn en einnig fyrirtækjabílsins en fyrirtæki verða daglega fyrir mikilu fjárhagstjóni vegna tafa í umferð. Af hverju er aldrei talað um það? Ekki minnast á flugsamgöngur til borgarinnar ógrátandi. Og mislæg gatnamót? Nei, borgarlínan verður fyrst að koma! Eina sem er vel gert eru hraðbrautir reiðhjóla sem standa auðar við hliðina á akbrautum, yfirfullar af bifreiðum.

Þétting byggðar í borginni er komin í tóma vitleysu eins og sjá má af nýlegu dæmi.  Skeytingarleysi um þarfir borgaranna er algjört. Vöruhúsi er plantað nokkra metra fyrir framan fjölbýlishús, skítt með vilja íbúanna. Og nýja íbúðir eru byggðar án bílastæða og afleiðingin er (hef heyrt dæmi um slíkt) stríð um þau fáu stæði sem íbúarnir fá. Svo eru skipulags snillingarnir hissa á að þessar íbúðir seljist ekki!

Talað er reglulega um ríkisbálknið. En hvað með borgarbálknið?  Borgin er svo illa rekin að hún er undantekningalaust rekin með halla í A hluta árum saman. Ekki er skorið niður í borgar stjórnsýslunni, ef eitthvað er, er bætt við starfsfólk ef marka má nýlegar starfa auglýsingar. 11 þúsund manns vinna fyrir Reykjavíkurborg sem er ríki í ríkinu. Bragginn var bara birtingamynd sóunar fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík.

Miðborgin er algjört umhverfisslys, lundabúðir og hótel tugum saman á litum reit. 

Þarf að minnast á stefnu borgarinnar gagnvart fyrirtækjum og stofnunum? Er enginn sem veltir fyrir sér af hverju það rísa íbúar byggðir í grónum iðnaðarhverfum? Fjandsamleg stefna gagnvart atvinnurekstri (aðall vinstri manna) hefur hrakið fyrirtækin  til nágranna sveitafélaga. Hafnarfjörður er að verða mesti iðnaðarbær Íslands með upprisu iðnaðarhverfa á Völlunum.

Stofnanir eins og Hafrannsóknarstofnun hefur fundið athvarf í Hafnarfjarðarhöfn og nú eru áform um að Tækniskólinn, stærsti skóli landsins, flyti einnig til Hafnarfjarðar. Margar aðrar stofnanir eru komnar til Hafnarfjarðar, þar sem þær fá að vera í friði fyrir reglugerðafargan og afskipti Reykjavíkurborgar. Það er engin tilviljun að fyrirtæki og stofnanir leiti annað. Sama þróun á sér stað t.d. í Bandaríkjunum, þar sem er atgervi - og fjármagnsflótti úr woke borgum Demókrata.

Ofan á allt annað eru gildi borgarinnar sem leggur áherslu á forgang jaðarhópa en ekki almennra borgara. Stanslausar árásir á kristni og kristin gildi (kristin fræði er ekki kennd í grunnskólum borgarinnar). Barnafjölskyldur fá ekki inn í leikskóla og einka aðilar boða innkomu inn á "leikskólamarkaðinn" til að leysa málið. "Woke makes you broke" segir Kaninn og borgir, fyrirtæki og alríkið ætlar að láta af þessari stefnu í landi hinu frjálsu. Ekki hér á Íslandi.

Vei þeim er heimsækja borgina, það er gerð atlaga að einkabílnum er hann ekur um götur en einnig líka ef honum er lagt. 1200 kr. kostaði það bloggritara að leggja í bílastæðishús í miðborginni í eina klst (var tilhneyddur að koma í borgina). Borga þarf fyrir að leggja bíla allt vestur í Vesturbæ borgarinnar. Og HÍ sem hefur sömu gildi og stefnu og Reykjavíkurborg (woke menning), ætlar að seilast í vasa blankra háskólastúdenta og rukka þá fyrir að voga sér á einkabílnum inn á háskólalóð. 

Barnafjölskyldur, nemar, aldrað fólk (sem verður að nota einkabílinn vegna heilsubrest) og fátæklingar eru allt hópar sem borgaryfirvöld gefa "skít í", afsakið orðbragðið. Hagsmunir Jóns og Gunnu eru aldrei hafðir í fyrirrúmi, þau eru bara útsvarsgreiðendur, ekki borgarbúar sem ber að hlú að (nýjasta nýtt er 7 milljóna sekt á eldri hjón sem girtu meðfram göngustíg til að koma í veg fyrir slys).

"Stadt luft macht frei" sögðu miðaldarmennirnir, þegar borgir voru vinjar frjálsræðis, einstaklingsfrelsi og -framtaks. Ekki lengur, einstaklingurinn fær ekki að vera í friði fyrir álögur og afskipti borgaryfirvalda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband