Norðurlöndin með öflugusta flugher Evrópu? Hvar er Ísland í myndinni?

Ein afleiðing Úkraínu er að áður hlutlausar þjóðir, Svíþjóð og Finnland ákváðu að ganga í NATÓ.  Það getur vel verið Pútín nái Donbass svæðið undir sig og Krímskaga og "vinni" þar með stríðið í Úkraínu, en varnarstaða Rússlands veiktist hins vegar á norðurhvelinu og opnaði upp nýja hættu gagnvart NATÓ meðfram landamæri þeirra við Svíþjóð og Finnland.

Fáir vita hversu öflugar Norðurlandaþjóðirnar eru hernaðarlega. Þetta eru rík ríki og þau hafa efni á dýrustu hernaðartólum sem völ er á. Þar með talið F-35 herþoturnar sem taldar eru bestu herþotur heims. Noregur hefur t.d. fjörtíu F-35 þotur og fimm P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. En það er ekki nóg með það, Svíþjóð framleiðir eigin herþotur sem eru mjög öflugar, SAAB Gripen C, D og E, eru ódýrari í rekstri en gæðin litlu minni.  Finnland ætlar að eignast sextíu og fimm F-35 vélar á næsta ári. Danmörk er að eignast sinn eigin F-35 flota, um 27 þotur.  Svíþjóð treystir hins vegar á eigin framleiðslu og styðst við Sab Jazz 39 Gripin með hátt í 200 herþotur alls. Ekki nóg með að þeir framleiði herþotur, þeir framleiða líka frægar eftirlitsvélar, SAAB GlobalEye AEW&C, sjá slóð: GlobalEye AEW&C .

Loftvarnarkerfi Norðurlanda er víðtækt, nær frá Grænlandi, yfir Ísland og Færeyjar og allt til landamæra Finnlands og Rússlands. Fjöldi herflugvalla eru innan svæðisins og herlið þessara þjóða æfa saman.  En Svíþjóð er að ganga lengra með HAPS áætluninni og komast þar með út í geim með eigið gervihnattakerfi.

 

Samanlagt eru þessar þjóðir með stærsta flugher Evrópu og þann öflugusta tæknilega séð. En hvar fellur Ísland þarna inn? Það gerir það ekki. Er ekki einu sinni með getu til að fylgjast með eigin landhelgi (löggæslu hlutverk), með bilaða eftirlitsflugvél.  Ísland getur lagt sitt fram með því sem hér hefur verið lagt fram, að breyta hlutverki Landhelgisgæslunnar örlítið lagalega og þar með að komast í digra sjóði NATÓ.  Íslendingar gætu þar með fengið hinu öflugu P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. Þær myndu smellpassa við íslenska loftvarnarkerfið, með sínum fjóru ratsjárstöðvum og Landhelgisgæslan rekur, sjá slóð: Íslenska loftvarnakerfið

Fáir vita að ratsjárnar þjóna ekki bara hernaðar hlutverki, heldur reiðir hin almenna flugumferð alfarið á þetta kerfi. Ef þessar ratsjár stöðvar væru ekki fyrir hendi, væru Íslendingar í vondum málum og þyrftu að reiða fram stórfé til að koma slíkum stöðvum upp en NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Ef Ísland er talið með, þá hafa þessar þjóðir myndað óopinbert varnarbandalag innan NATÓ undir heitinu NORDEFCO!

Fyrir þá sem vilja fræðast: NORDEFCO

Að lokum. Hér hefur aðeins verið minnst á herþotu flota Norðurlanda og með ótalið hinu öflugu flota landanna og landheri. Það er efni í aðra grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband