Útbrunnir stjórnmálamenn vilja gerast sendiherrar

Þegar engin eftirspurn er eftir stjórnmálamönnum, þeir detta af þing, hafnað af eigin flokki eða kjósendum, reyna þeir að róa á ný mið. Miðið er sett á þægilegt inni starf og virðingarstöðu innan stjórnkerfisins.

Eitt af virðinga embættum sem menn sækja stíft eftir, er sendiherra staða.  Meira segja uppgjafar stjórnmálamenn í Bandaríkjunum finnst þetta vera upphefð. Sem sendiherrar eru menn eins og hefðarmenn.  Þeir fá einkabílstjóra, þjónustulið og glæsihýsi til umráða og fá að hitta erlenda þjóðhöfðingja. Þeir verða á framfærslu ríkisins það sem eftir er.

Nú berast fréttum um að þingmenn sem nú var hafnað í kosningum langar að gerast sendiherrar. Það er fáranlegt að verðleikar - hæfni er ekki látin ráða hér ferð. Það á að auglýsa þessi störf og megi sá hæfasti fá starfið. Það er til dæmis fjöldi manns innan utanríkisráðuneytisins sem hefur gert utanríkisþjónustu að lífsstarfi en þessir sendifulltrúar ná sumir hverjir aldrei stöðu sendiherra því að afdankaðir stjórnmálamenn eru teknir fram yfir. Þetta lyktar af pólitískri spillingu en það er nóg af henni ef litið er á stöðuveitingar innan stjórnkerfi Íslands. Er það kannski ástæðan þess að landið er svo illa rekið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta starf var auglýst og 52 umsóknir bárust. Það ætti því að vera úr nægu að velja þann hæfasta í starfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2024 kl. 16:05

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvaða starf Guðmundur?

Birgir Loftsson, 14.12.2024 kl. 20:19

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Á ég að birta langan lista af afdönkuðum stjórnmálamönnum sem urðu sendiherrar àn verðleika?

Birgir Loftsson, 14.12.2024 kl. 20:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég taldi að þú ættir við sendiherrastarfið sem var auglýst laust til umsóknar 10. desember síðastliðinn.

Nöfn umsækjenda voru birt í fyrradag:

Stjórnarráðið | Umsækjendur um stöðu sendiherra

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2024 kl. 20:37

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei Guðmundur minn, er að tala almennt. Langar ekki að vísa í nöfn, enda snýst þetta ekki um persónur, heldur spillingu.

Birgir Loftsson, 15.12.2024 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband