Þegar andstæðingar NATÓ segjast vera á móti her umsvifum á Íslandi, þá er eins og þeir séu í miðri setningu og klára hana ekki. Til dæmis heyrir maður þá aldrei segja, hvað á að koma í staðinn? Manni grunar að þeir vilji að Ísland lýsi yfir hlutleysi, segi sig úr NATÓ og "herinn burt" en það kemur aldrei fram í fjölmiðlum. Bara að þeir séu í "sjokki". Sjokkerandi að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði
Ókei, segjum að Ísland lýsi yfir hlutleysi, er það næg vörn? Hvað segir sagan okkur? Nei, hér var barist um yfirráð landsins í seinni heimsstyrjöld. Hefur staða Íslands geopólitískt og hernaðarlega séð breyst síðan? Nei, ef eitthvað er, hefur vægi Íslands í vörnum NATÓ aukist (GIUK hliðið) og það endurspeglast í auknum umsvifum NATÓ herstöðvarinnar. Nú eru Bandaríkjamenn bókstaflega að dusta rykið af herstöðvum í Asíu, sbr. herflugvöllinn í Tinian eyju og það gæti gerst að þeir sjái ástæðu fyrirvaralaust að senda hingað setulið. Þeir eru að búa sig undir stórstyrjöld í Asíu og stórátök í dag eru heimstyrjaldar ástand eða að lágmarki álfu styrjöld.
Svo er það stóra spurningin, getur heimurinn verið án herja? Ef herstöðvaandstæðingar eru að láta sig dreyma um herlausan heim, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður bjóst við. Af hverju fór mannkynið að koma sér upp vopnuðu liði yfir höfuð? Söguna má rekja 10 þúsund ár aftur í tímann, þegar maðurinn hóf akuryrkju. Það þurfti að verja uppskeruna sem tekur tíma að vaxa, fyrir ránum hirðingja í hálfmánanum. Fastaherir urðu svo til með borgríkjum Súmer og fylgt siðmenningunni allar götur síðar.
Í einföldustu mynd snýst þetta um þá sem eiga og þá sem langar að fá....með góðu eða illu. Við eigum GIUK hliðið sem við höldum að aðrir vilja fá. Þess vegna er hér herstöð....herstöðva andstæðingum til hrellingar en okkur hinum til verndar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Stríð | 12.12.2024 | 09:58 (breytt kl. 09:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hernaður á sér rætur langt fyrir tíð mannkyns ein og við þekkjum það.
Apar herja á aðrar tegundir apa, oft til þess að borða þá. Nokkuð sem dýralífsmyndagerðamenn vilja minnst ræða um.
Þetta er bara eitthvað sem er.
Ef Sovétið hefði ná Íslandi á sínum tíma, þá væru engir herstöðvarandstæðingar.
Þetta snýst nefnilega ekkert um andstæðu við her eða stríð. Bara alls ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2024 kl. 14:26
Sæll Ásgrímur, á Netflix er frábær þáttaröð um simpasa flokk einn. Ótrúlegt en satt, aparnir fara í "stríð", vakta landamæri og á meðan fylgst var með þeim, var einn simpasinn drepinn af óvinaflokk.
Forfeður okkar drápu og átu andstæðinga sína og gerðu lengi vel í Papúa Nýja-Gíneu. Frændi Joe Biden að sögn hans var flugmaður í seinni heimsstyrjöld, lenti í klóm mannæta eftir nauðlending og var étinn! Hahaha!
Birgir Loftsson, 12.12.2024 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning