Trump vinnur ókeypis fyrir bandarísku þjóðina

Það eru fáir sem vita að Donald Trump hefur einn forseta hafnað launum.  Bandaríkjaforseti hefur um $400K á ári fyrir utan $50K á mánuði fyrir daglega eyðslu. Í fyrri forsetatíð Trumps vann hann vanþakklát starf fyrir bandarísku þjóðina, ofsóttur allan tímann. Samt kemur hann til baka. Hvers vegna?   Ekki er það vegna fátæktar, hann er moldríkur milljarðamæringur og hann tapaði stórfé á meðan hann var forseti.

Á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti (2016–2021) varð Donald Trump fyrir miklu persónulegu fjárhagstjóni. Samkvæmt Forbes lækkaði áætluð eign hans um um það bil 1 milljarð dala, úr 4,5 milljörðum dala árið 2016 í um 2,4 milljarða dollara árið 2021. Þessi samdráttur var rakinn til nokkurra þátta, þar á meðal minnkandi tekjur af hótel- og fasteignaviðskiptum hans, að hluta til vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Önnur ástæða var neikvæð áhrif á vörumerki hans vegna pólitískra deilna. Svo var víðtækur samdráttur á lúxus fasteignamarkaði, sérstaklega í New York borg.

Þrátt fyrir þetta tap var auður Trump enn umtalsverður, fyrst og fremst á rætur sínar í fasteignasafni hans og öðrum viðskiptafyrirtækjum.

Trump var spurður að því í nýlegu sjónvarpsviðtali hvort hann muni þyggja laun næsta kjörtímabili og svarið var nei. Athugum að í millitíðinni var hann á eftirlaunum og enn án þess að þyggja greiðslur.

Hvað er það þá sem rekur hann áfram?  Ærumissir, töp í dómsmálum, tekjumissir og hótun um fangelsi í tugi ára hefur hann þurft að búa við síðan hann hóf pólitískan feril.  Íslendingar sem hafa lært að "hata" hann í gegnum bandaríska fjölmiðla, gera sér ekki grein fyrir hvað hann var áberandi persóna í bandarísku þjóðfélagi og vinsæll.  Oprah Winfrey var t.d. vinkona hans, Clinton hjónin og fleiri demókratar en hann varð person non grata eftir að hann bauð sig fram fyrir repúblikana og hann kallaður trúður!

Margoft í gegnum tíðina var hann spurður út í pólitík og hann hafði sína skoðun. Það skein og skín í gegn stolt hans af Bandaríkjunum. Þá býsnaði hann yfir velgengni Japana en nú eru það Kínverjar. Sumir telja að hann hafi ákveðið að fara í pólitík þegar Obama niðurlægði hann í gala veislu en þá hafði Trump gert athugasemdir við ríkisborgararétt hins síðarnefnda.

Trump er gríðarlega metnaðarfullur, fullur sjálftraust sem kaupsýslumaður og hann hefur á ákveðnum tímapunkti að taka við stærsta "fyrirtæki" heims, Bandaríkin og ná árangi. Að sjálfsögðu er hann að búa til arfleifð um sjálfan sig. Hann ætlar að fara í sögubækurnar sem bjargvættur Bandaríkjanna. En hann greinilega "elskar" Bandaríkin, vei óvinum þeirra!

Við erum í miðri sögu, saga Trumps er hálfnuð. Nú þegar hefur myndast goðsögn í kringum manninn, enda lifað af tvær morðtilraunir (sem er líka einstakt í sögunni). Hann ætti ekki að vera hérna á meðal okkar en er samt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Maður sem þiggur ekki laun í starfi, er líklega alvöru gæi.

Loncexter, 11.12.2024 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband