Trump hefur myndað skuggastjórn og er farinn að stjórna "heiminum"

Allir vegir liggja til Mar-o-lago þessa daganna.  Þar situr Trump og vinnur hörðum höndum að stjórnarstefnu sinni.  Allar aðgerðir sem á að gera á degi eitt, 20. janúar eru undirbúnar og fyrstu 100 dagarnir skipulagðir. Sendinefndir Trumps eru sendar út um allt, til að leysa erfiða alþjóðahnúta.

Í stað þess að þjóðarleiðtogar streymi til Washington DC að hitta "lame duck" forsetann, Joe Biden, fljúga menn beint til Flórída.  Biden náði því afreki að náða son sinn af glæpaverkum 10 árum aftur í tímann, stökk upp í flugvél strax á eftir og flaug til Afríku. Þar sást seinast til hans sofandi á ráðstefnu Afríkuleiðtoga!

Allur heimurinn er bókstaflega að búa sig undir komu Trumps. Allir vita á hverju er von, fjögurra ára forsetatíð Trump varðar veginn. Mexíkó er farið að leysa upp hælisleitendalestirnar, olíufurstarnir farnir að skipuleggja olíulindir og -pípur, lokun landamæra undirbúin, skattalækkanapakki undirbúinn og niðurskurðarhnífurinn er skerptur, Repúblikanaflokkurinn ætlar að hittast allur, úr báðum deildum, og línur lagðar, sem er einstakt. Hér er einstakt tækifæri, glugginn sem er opinn aðeins í tvö ár og allir andstæðingar Trumps úr flokknir horfnir. Meira segja Demókratar sumir hverjir ætla að vinna með karlinum. 

Áhrif endurkomu Trumps er mikil.  Íran ætlar greinilega ekki að ráðast á Ísrael eins og hótað var, líklegra er að Ísraelmenn hafi fengið grænt ljós frá Trump að herja á Íran rétt áður en hann tekur við embættið. Trump hótar út og suður, til að vera viss um að taka við friðarbúi.  Pútín veit að hann á von á samningi, hagstæðum eða óhagstæðum og hugsanlegan frið.  Friðarpakkinn er örugglega tilbúinn, bara að fara eftir honum.

Trump-liðar tala um að senda sérsveitir Bandaríkjahers á mexíkönsku eiturlyfja- og mansalhringina, ýja jafnvel að innrás ef Mexíkóar taki ekki stjórn á landamærum sínum. Það sem er næsta líklegt er að eiturlyfjahringirnir verða lýstir hryðjuverkasamtök og þannig verður réttlætur hernaður gegn þeim. Bandaríkjamenn er efst í huga að rúmlega 100 þúsund manns deyja árlega af Fentanyl sem streymir yfir landamærin.

Trump hótar BRIC þjóðum hörðum tollum og bitcoin sem hann styður náði sögulegu hámarki í vikunni. Milton Friedman gæti ekki verið stoltari ef hann væri meðal okkar. Hann væri sérstaklega hrifinn af DOGE. Nýjasta nýtt er að þúsundir ríkisstarsmanna eru að breyta ráðingasamninga sína, þannig að þeir geti unnið heima næstu fimm árin! Stór hluti þeirra vinnur nú heima.

Menningarstríð er framundan eða hvað?   Woke menningin virðist vera að líða undir lok. Tæknirisarnir Microsoft og Facebook hafa friðmælst við Trump. Stórfyrirtækin eru hætt að ota fram woke stefnu og Bandaríkjaher verður tekinn í gegn. Sumir segja að transfólkið verði bókstaflega rekið úr hernum, en það er um 15 þúsund manns. Hugsanlega lætur hann nægja að stoppa ráðningu þess eins og hann gerði síðast.

Forgangsverkefni Trumps stjórnarinnar eru hælisleitendamál, lokun landamæranna og herinn. Nú var að koma í ljós í skýrslu að hælisleitendur kosti þjóðarbúið $150 milljarða árið 2023! Þá er ótalin óbeinn kostnaður. Þar fór þau rök þeirra sem segja að hælisleitendur séu svo nauðsynlegir atvinnulífinu og allir græða. Hver einasti Bandaríkjamaður (allir meðtaldir) borgar að meðaltali $957 dollara í hælisleitendakerfið á ári sem gerir um 120 þúsund krónur en hér á Íslandi er kostnaðurinn 60 þúsund krónur á hvern Íslending og er þó hár.

Sama er að segja um Pentagon, sem hefur ekki getað skilað inn árskýrslu síðastliðna sjö ára og hundruð, ef ekki milljarða dollara horfnar og enginn veit hvað varð um. Gagngerð siðbót fer þar fram. Fróðlegt verður að sjá viðureign Trump-liða við FBI og CIA en þar á Trump marga óvini sem hafa hvað þeir hafa getað gert reynt að bregða fæti fyrir honum, allar götur síðan 2015.  CIA er sérstaklega hættulegt í röngum höndum. Þar verður hafa í huga örlög John F. Kennedy and Richard Nixon sem CIA er sagt hafa átt þátt í falli hans.

Trump verður að vera varkár næstu misseri. Morðingjar og morðsveitir eru enn á eftir honum. Þótt bandaríska þjóðin styðji stefnumál hans, meira en hann sjálfan, eru margir á móti breytingunum sem hann boðar. Þar er djúpríkið fremst, milljónir ríkisstarfsmanna og embættismanna. Hugsanlega verða ráðuneyti færð úr Washington DC til einstakra ríkja.

Mótspyrna Demókrata er engin þessa dagana. Demókratar eru sundraðir, enginn leiðtogi í augnsýn og sérfræðingar segja að það geti tekið nokkur ár fyrir flokkinn að ná vopnum sínum aftur. Seinast sást til Kamala Harris í sjónvarpsávarpi, að því virðist drukkin en Biden sofandi á alþjóðaráðstefnu eins og komið var inn á. Ætlun fylgismanna Biden er á enda metrunum að valda sem mestum skaða og má sjá það meðal fárra aðgerða sem koma frá Wasington DC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband