Er Ísland á leið í ESB?

Það eru ekki bara Miðflokksmenn sem halda að nú sé verið að mynda ESB ríkisstjórn, heldur einnig útlendingar. Sagt var fyrir kosningarnar að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningar, þegar það var í raun Flokkur flokksins.

Blokkritari mat það rétt á sunnudaginn, að Framsókn væri ekki í myndinni og vildi vera í stjórnarandstöðu. Þá geta ESB flokkarnir Samfylkingin og Viðreisn aðeins myndað ESB stjórn með Flokk fólksins (FF). FF getur nefnilega myndað borgaralega stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum eða vinstri stjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

Sá síðarnefndi flokkur telst seint vera hægri flokkur því að flokksmenn komu ekki bara úr vinstri arm Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig úr Samfylkingunni. ESB flokkarnir eru tvíburaflokkar.  Það verður því komið aftan að kjósendum og þeir stungnir í bakið með væntanlega aðildarviðræðum við ESB. Og þá þurfa ESB-sinnar enn á ný að læra sömu lexíu og áður, að ESB gefur ekkert eftir í sjávarútvegismálum og orkumálum. Hvað er þá eftir að semja um?

Vilja ESB flokkarnir virkilega gefa eftir tugi fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið undir hatt EFTA? Nú síðast í vikunni við Taíland?  Ef Ísland gengur í ESB er EFTA úr sögunni og þar með EES. Verður bókun 35 sett í forgangi undir forsæti Katrínar eða Kristrúnar? Fullveldisstaða Íslands lítur ekki vel út þessa daganna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband