Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?

Á vefsetri Ríkisendurskoðunar segir þetta: "Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu....Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum." Mætti skera hér niður?

Þetta er gott og blessað svo langt sem þetta nær. En Ríkisendurskoðun er eins og nafnið gefur til kynna, endurskoðun.  Hún hefur ekkert vald til að stöðva stofnanir og ráðuneyti að fara yfir fjárframlagið sem viðkomandi stofnun fær. Með öðrum orðum, getur hún skammast eins og hún vill, lagt til hagræðingu en hefur ekkert vald til að skera niður.  Þess vegna væri ekki svo vitlaust farið verði í að stofna "Hagræðingardeild ríkisins" eða DOGE (e. Department of Government Efficiency) eins og ríkisstjórn Trumps ætlar að koma á. Í raun þyrfti ekki að bæta neinni stofnun við (stækka bálknið) heldur að breyta lögum um Ríkisendurskoðun. 

Þetta verður aldrei að veruleika hér á landi, enda stjórnkerfið hér steinrunnið og stjórnmálamennir ákafir í að eyða peningum eins og sé enginn morgundagurinn. Kannski mætti gera þetta tímabundið undir stjórn ákveðins stjórnmálaflokks en Miðflokkurinn hefur lýst áhuga á þessu og stofna til niðurskurðarnefndar tímabundið. Hins vegar er framundan vinstri-miðjustjórn og búast má við skattahækkunum, þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í ESB, meira ríkisbálkn en meiri aðgerðir.  Það verður skriður á orkumálunum, húsnæðismálunum og samgöngumálum.  Fráfarandi stjórn sem var stjórn kyrrstöðu, er gott að sé farin frá.

Talað er um að næsta ríkisstjórn verði "valkyrjustjórn". Öllu heldur verður hún skattdrottningastjórn enda eyðsluklær innanborðs. Engir þessara flokkar voru með skattalækkanir á dagsskrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband