Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni. Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.
Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu. Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.
Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.
Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða. Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.
Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan. Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.
Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki. Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa. Hlutverk þess væri þríþætt:
1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál. Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.
2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.
3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak). Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda.
Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað? Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.
Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Stríð, Utanríkismál/alþjóðamál | 1.12.2024 | 10:30 (breytt kl. 10:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Íþróttir
- Silfur og brons á lokakvöldinu
- Þórir: Norðmenn orðnir svolítið dekraðir
- Fjögurra marka leikur í Leicester (myndskeið)
- Albert birti færslu eftir óhugnanlegt atvik
- Erum búin að skrifa söguna
- Hissa á reiðikasti Þóris
- Frakkinn var hetjan (myndskeið)
- Verður þungt að leggjast á koddann í kvöld
- Neuer sá rautt og Bayern úr leik
- Stoltur af liðinu
Viðskipti
- Stefna á 50 þúsund únsa framleiðslu
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning