Kappræður leiðtoga stjórnmálaflokka landsins

Bloggritari nennti ekki að horfa og hlusta á leiðtoga flokkanna í kappræðum gærkvöldsins. Svona kappræður minna á ræðukeppnir framhaldsskólanna, þar sem einstaklingar keppast um að vera sem sniðugastir og snjallir í máli. Undirritaður fékk að heyra að þessi og þessi formaður hafi bara verið skörungslegur í málflutningi.

Þá vill fólk gleyma að leiðtogarnir, jafnvel þeir sem stofnuðu flokkanna sem þeir stýra, eru ekki einir á ferð og ekki eyland. Það er nefnilega stór hópur manna, stundum kallaður innsti kjarni, sem er í kringum formanninn og hafa áhrif á á skoðanir og ákvarðanir formannsins.

Formaðurinn skiptir máli, ekki má misskilja það. Tökum dæmi. Er ein ástæðan þess að VG greinist í ruslflokki og fellur hugsanlega af þingi vegna þess að skipt var um formann? Viðkunnugleg kona hættti í miðjum klíðum og fór í forseta framboð og eftir sátu flokksmenn með eintóma jókera og formann sem er ekki út á setjandi.

Svo er það formaður Samfylkingarinnar sem kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin. Allt í einu var flokkurinn kominn aðeins til hægri við miðjuna sem vakti mikla hrifningu margra. Þá gleyma menn að hugum djarfi leiðtoginn er ekki einn. Þarna leynast margir jókerar úr fortíðinni sem hafa ollið miklum skaða fyrir flokkinn. Má þar nefna ritstjórann með vafasama fortíð og hrökklaðist úr framboði en annar situr sem fastast og það er borgarstjóri sem skyldi höfuðborg landsins í rjúkandi rúst og ætlar að læðast inn á Alþingi, lofaði að vera góður strákur og ekki fara í ráðherrastól. Sumir ætla að kjósa Samfylkinguna bara út af formanninum, ekki málefnum eða skuggalega fortíðar flokksins og flokksmanna.

Svo eru það formenn Flokk fólksins og Miðflokksins. Báðir sköruglegir leiðtogar sem bera uppi flokkanna. En þeir eru ekki einir. Málefnaskrá þeirra virðist vera nokkuð góð ef miðað er við borgararalega stefnu þeirra og það á líka við um Lýðræðisflokkinn sem byggist upp í kringum lýðfylgi formannsins.

Þá er komið að Sjálfstæðisflokknum sem formaðurinn einn og óstuddur virðist vilja draga niður flokkinn í svaðið með sér. Hann segir ekki af sér þótt flokkurinn nálgast eins stafs fylgi.

Píratar...hvar eru þeir eiginlega? Enginn leiðtogi né stefna og fólk sem er ægilega hrifið af internet stefnu flokksins er orðið loks þreytt á stefnuleysinu. Flokkurinn gæti dottið af þingi, fáum harmdauði.

Formaður Framsóknar hefur falið sig allt kjörtímabilið, skýst fram þegar þarf að klippa borða á brúm eða öðrum mannvirkjum, hefur ákveðið að fela sig í öðru sæti kjördæmi sins. Er hann á leið úr pólitík, gefur skítt í þetta...látið mig bara í annað sæti?

Já, formennirnir skipta máli en einnig fólkið í kringum þá og stefna flokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð góð samantekt hjá þér Birgir. Þó verður að segja að jafnvel þó formaður Sjalla sé öflugur, þá er hann ekki einn um að draga flokk sinn niður, Gulli og ÞKRG eiga þar einnig stóra sök á. BB hefur a.m.k. í orði viljað halda okkur utan esb og treysta sjálfstæðið. Það verður ekki sagt um Gulla og Þórdísi. Þau horfa löngunaraugum til meginlandsins og það sem verra er, hika ekki við að beita völdum sínum til að færa þjóðina nær sambandinu.

Það er eitthvað sem sannir Sjallar eiga erfitt með að meðtaka, enda í algerri andstöðu við stefnu flokksins.

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2024 kl. 07:25

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Gunnar, kom á óvart varnarsigur Sjálfstæðisflokksins. En 19% fylgi telst ekki mikið fyrir flokkinn.

Birgir Loftsson, 1.12.2024 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband