DOGE er stefna Milton Friedman á sterum! Af hverju ekki á Íslandi?

Nýja niðurskurðar- og hagræðingar "ráðuneyti" Bandaríkjanna "DOGE" með Elon Musk og Vivek Ramaswamy í forsvari ætlar að skera upp ríkisbálkið og ekki bara það, heldur leggja stóran hluta þess niður. Argentína reið á vaðið um árið og er að uppskera í þessum skrifuðum orðum uppskeruna.

Engar slíkar fyrirætlarnir eru í gangi á Íslandi og ef eitthvað er boða allir flokkar, utan Lýðræðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Ábyrgðar framtíðar og Miðflokkurinn, óbreytta skattastefnu og jafnvel hærri skatta = Samfylkingin. Ekki á einu sinni að skera niður eitt stöðugildi hjá hinu opinbera - ríkinu. Nýjasta nýtt í stækkun bálknsins er mannréttindastofnun Íslands sem á að sóa peningum í tilgangslaust hjal árið um kring.

Já, bálknið stækkar, reglugerðabunkanir verða að pappírsfjöllum, og Íslendingar hæstánægðir með að kjósa yfir sig skattaflokka og aukin ríkisafskipti. Gott ef þeir láta ekki plata sig í ESB í þessum kosningum.  Verði þeim að góðu á morgun. Þetta kusuð þið og ekki kvarta næstu 4 árin yfir verðbólgu, háu matvælaverði, skattaáþján, háu orkuverð, skort á húsnæði, lélegu velferðakerfi sem og heilbrigðiskerfi og opnum landamærum. Ykkar er og var valið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru mannréttindi "tilgangslaust hjal"?

Ef ég mætti ráða væri ríksútgjöldum forgangsraðað til að verja mannréttindi og allt annað kæmi þar á eftir.

Mannréttindi er nefninlega til að vernda alla og spyrja hvorki um stétt né stöðu. Hver sá sem telur þau tilgangslaus ætti að hugsa sig um áður en sótt verður að honum sjálfum.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2024 kl. 23:27

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Guðmundur. Er menn ekki kátir á kosningadegi?

Já, mikið rétt, mannréttindi eru "tilgangslaust hjal" í höndum steingeltrar ríkisstofnunar. Ég sagði aldrei að mannréttindi væru tilgangslaus! Ef svo væri, værum við ekki að tala saman hér sem frjálsir borgarar.  En ef litið er á sögunnar, voru það frjálsir borgarar úr efri millistétt vestræna ríkja og frjáls félagasamtök þeirra sem komu á og neyddu ríkisapparatið til að veita mannréttindi.

Ælta ekki að fara hér í sögukennslu en tek eitt dæmi úr Íslandssögunni. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var menntuð kona úr íslenskri millistétt sem var brautryðjandi í kvennréttindabaráttu kvenna = mannréttindi. Hún komst ekki á þing en áhrif hennar og kvennréttindafélags (frjáls félagasamtök) voru gífurleg og óþarfi að rekja þá sögu hér. 

Birgir Loftsson, 30.11.2024 kl. 12:02

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Minna ríki, meira frelsi, meiri borgarar!

Birgir Loftsson, 30.11.2024 kl. 12:05

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Enn meira um þetta Guðmundur, úr því að við erum farnir að tala um skemmtilega hluti. Veist þú hjá hvaða ríkjum voru stærstu mannréttindakaflar stjórnarskráa? Treystir þú ríkisvaldinu til að vernda þín mannréttindi þegar það ræðst á köflum á þau? Og svo máttu svara þessu með frjálsa borgara og frjáls félagasamtök í fararbroddi mannréttindabaráttunnar.

Birgir Loftsson, 30.11.2024 kl. 12:13

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Birgir.

Ég er hjartanlega sammála þér um mikilvægra frjálsra félagasamtaka í mannréttindamálum og reyndar í allri baráttu fyrir hverskyns borgaralegum réttindum. Ég hef starfað mikið fyrir ein slík, bæði í launuðu starfi og sjálboðavinnu.

Því miður veit ég ekki upp á hár hjá hvaða ríkjum voru stærstu mannréttindakaflar stjórnarskráa. Er kannski vísbending fólgin í því að þú orðar þetta í þátíð og fleirtölu?

Eins og þú treysti ég ekki ríkisvaldinu endilega alltaf best til að vernda mannréttindi enda eru vissulega mörg dæmi um að ríki brjóti gegn þeim, þar á meðal hið íslenska. Að því sögðu finnst mér samt eðlilegt að gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það virði mannréttindi okkar allra og leggi þar að auki eitthvað af mörkum til að verja þau. Við höfum til dæmis lögreglu og aðrar stofnanir sem gegna meðal annars því hlutverki að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu sem ætti að stuðla að vernd mannlífs og eigna. Ég held að ríkisvaldið muni alltaf þurfa að gegna ákveðnu hlutverki í þessu sambandi en á sama tíma á það ekki heldur að vera hafið yfir gagnrýni.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2024 kl. 19:44

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðmundur. Frábært svar hjá þér. Varðandi bestu mannréttindalög í stjórnarskrá, þá var það hjá Sovétríkjunum! Ótrúlegt og ég varð að finna rússenska heimild (og rússnesks vinar) til að fá þetta staðferst.  Sem þýðir að þótt menn skrifi á blað eitthvað sem þeir segist ætla að fylga, er framkvæmdin önnur.

Niðurstaðan er að mannréttindina baráttan er dagleg barátta. Einstaklingurinn þarf að berjast (stundum fyrir sjálfan sig) fyrir mannréttindum. Mannréttinda dómstóll Evrópu hefur tekið við mörgum mannréttinda málum frá "mannréttinda" ríkinu Ísland. Sem er umhugsunarvert. Ég treysti ekki ríkinu Ísland.

Birgir Loftsson, 30.11.2024 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband