Hægri bylgjan í Evrópu og Bandaríkjunum nær líklega ekki til Íslands

Mikil uppreisn er nú meðal almennings í Bandaríkjunum gegn öfga vinstri stefnu vinstri manna síðastliðina áratugi. 

Svo kallað frjálslindi hófst eins og margt annað í Bandaríkjunum með hippamenningunni og andstöðu við stríðið í Víetnam. Af því að háskólanemar voru aðal uppreisnarmennirnir, og þeir urðu svo háskólakennarar, mallaði og kraumaði þessi ný-marxista stefna í háskólum landsins sem og á Vesturlöndum. Og hefur gert allar götur síðan.

Ný-marxista kennarar hafa alið upp nokkrar kynslóðir og því er kynslóðin sem nú er að alast upp veikgeðja, duglítil og áttavillt. Hún veit ekki einu sinni hvað það eru mörg kyn (tvö sem eru ungir og lesa þetta). Öll hefðbundin norm hafa verið hent út í hafsauga og einnig gildi.  Þetta gildir um Bandaríkin, Evrópu og Ísland.

Eins og áður sagði er ákveðin uppreisn, fólk vill hefðbundin gildi, byggja hús, kaupa bíl og eignast börn. Ekki daður við jarðar stefnur.  En nú stefnir að það verði engin uppreisn á Íslandi. Menn kjósa áfram stefnur vinstri manna og meira segja öfga vinstri manna, Sósíalistaflokk Íslands. Líkurnar á vinstri stjórn eftir kosningar eru miklar. Önnur stjórnarmyndun er miðju - vinstri stjórn.  Þessi hægri bylgja er því ekki að koma til Íslands að þessu sinni. Menn eru búnir að gleyma síðustu vinstri stjórn.  Minni kjósenda nær greinilega bara eitt kjörtímabil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband