Það gera fáir sér grein fyrir í dag, þeir sem eru ekki vel að sér í Íslands sögunni, að núverandi Sósíalistaflokkur Íslands á sér forvera. Kíkjum á þá sögu áður en við lítum á núverandi flokk. Helsta heimild er Wikipedia.
Sósíalistaflokkur Íslands , sem stofnaður var árið 1938, var í grundvallaratriðum marxískur-flokkur og átti rætur í kommúnisma. Einar Olgeirsson var forvígismaður flokksins. Flokkurinn varð til með samruna Kommúnistaflokks Íslands og vinstri arms Alþýðuflokksins, sem voru ósáttir við stefnu Alþýðuflokksins gagnvart Sovétríkjunum og alþjóðlegum sósíalisma.
Flokkurinn var því nær kommúnisma en jafnaðarstefnu (sósíaldemókratíu). Hann fylgdi stefnu sem studdi verkalýðsbaráttu, alþjóðlegan sósíalisma og var andsnúin bandarískum og vestrænum áhrifum, sérstaklega á tímum kalda stríðsins.
Sósíalistaflokkurinn átti náin tengsl við Alþjóðasamband kommúnista (Komintern) og Sovétríkin. Flokkurinn studdi til dæmis náið stefnu Sovétríkjanna í alþjóðamálum, þ.m.t. í deilum um lýðveldisstofnun Íslands árið 1944 og hernaðarbandalög eins og NATO, sem flokkurinn var alfarið mótfallinn.
Flokkurinn hætti starfsemi sinni sem sjálfstæður flokkur árið 1968 þegar hann sameinaðist Alþýðubandalaginu, sem varð breiðara vinstribandalag, þótt sumir eldri flokksmenn héldu í fastheldna kommúníska hugmyndafræði. Segja má að hann hafi lifað óbeint í gegnum Alþýðubandalagið sáluga. En svo var komið að tilraun númer tvö. Forsprakkinn er uppgjafar kapitalisti (var hluti af auðvaldinu eins og hann myndi lýsa því) og fyrrum blaðamaður, Gunnar Smári Egilsson. Hann stofnaði flokkinn árið 2017.
Flokkurinn með róttæka sósíalíska stefnu sem leggur áherslu á stéttabaráttu og endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Flokkurinn beitir sér fyrir, að eigin sögn, að færa völd frá auðstéttinni til almennings með áherslu á jafnrétti, félagslega réttlæti og mannsæmandi kjör. Hann hafnar málamiðlunum við auðvaldið og segist vinna að því að efla almenning í stjórnmálum, bæði í gegnum hefðbundnar kosningar og mótmælaaðgerðir. Hvað þetta auðvald er, það er ráðgáta. Er átt við atvinnulífið sem skapar skatta og störf fyrir almenning?
Áherslur flokksins felast meðal annars í að tryggja gjaldfrjálst heilbrigðis- og velferðarkerfi og er þá væntanlega á móti einkarekstri í heilbrigðisþjónustu, aðgengi að öruggu húsnæði og styttingu vinnuvikunnar. Flokkurinn hefur einnig tekið virkan þátt í félagslegum og pólitískum mótmælum, svo sem gegn kvótakerfinu og einkavæðingu Íslandsbanka.
Sósíalistaflokkurinn má teljast nær kommúnistískum rætum en jafnaðarmannaflokkum þar sem hann einblínir á kerfisbreytingar í þágu almennings fremur en á málamiðlanir innan kapítalísks þjóðskipulags. Flokkurinn hefur vaxið í vinsældum og fékk 4,1% atkvæða í alþingiskosningunum 2021, þó hann hafi ekki komist á þing vegna kosningalaga vegna reglunnar um 5% fylgi til að komast inn á þing.
Það er eiginlega óskiljanlegt að menn séu enn að burðast með svona stefnu sem hefur margoft beðið skipbrot. Kommúnismi, sósíalismi (eiginlega sama súpa) og sósíaldemókratismi eru stefnur sem allar eiga rætur að rekja til auðnuleysingjans Karl Marx. Alls konar útgáfur hafa orðið til, trotskyismi, marxismi, maóismi, stalínismi, jafnvel nasismi (National Socialist German Workers' Party); eru allt misheppnaðar stefnur sem tíminn hefur sannað að hefur bara leitt af sér volæði, örbirgð, kúgun og dráp einstaklinga, hópa og þjóða.
P.S. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Maskínu, mælist Miðflokkurinn með 12,6% fylgi og Flokkur fólksins með 8,8% fylgi. Framsókn er í fallbaráttu en hann mælist með 5,9% fylgi.
Sósíalistar rétt mælast inn á þing með 5% fylgi og mega því ekki við því að fara neðar. Píratar mælast út af þingi með aðeins 4,3% fylgi og þá eru Vinstri græn að mælast með 3,1% fylgi. Sósíalistar, Píratar og VG eru allir vinstri flokkar og eru að sækja á sömu mið. Það væri frábært að Píratar myndu detta af þingi sem og VG. Báðir flokkarnir hafa ekki gert neitt þurfaverk í sinni tilveru.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.11.2024 | 12:47 (breytt kl. 13:47) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Athugasemdir
Segja má að tímabil öfga sósíalismans hafi byrjað 1919 þegar fyrri heimsstyrjöldinni var lokið, og muni það hugarfar sem gegnsýrt hefur allar stjórnmálastefnur - ofurtrú á hinu almáttuga félagshyggjuríki - sé allsráðandi hvarvetna.
Fáir eru í dag færir um hlutbundna hugsun utan við þennan ramma, en ég held að þetta sé aðeins tímabil sem taki hálfa fjórðu kynslóð.
Góður pistill, og eins og segir í lokin - lauls. umorðað - fjölmargar útgáfur öfgasósíalisma öfundar og auðnuleysis tröllríður nú flestum hugum.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2024 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning