Síðasta meistaraverk Joe Biden, sem telst vera "lame duck" forseti síðustu mánuðina er að stigmagna átökin við Rússland. Hann hefur ekkert umboð til að koma stríðinu yfir á viðsjárverða hættustig. Ákvörðun hans er óskiljanleg, nema að fólkið í kringum hann (Biden er ekki andlega með okkur) vilji skilja eftir sviðna jörð handa Trump sem hefur heitið því að ljúka stríðinu sem fyrst. Svo er það spurning hvort að Pútín bíti á agnið eða bíði eftir Trump.
En Evrópuþjóðirnar eru áhyggjufullar, allar nema Ísland. Stjórnvöld eru að undirbúa borgaranna undir hugsanlegt stríð. Í ljós kom í pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi" að lítill áhugi er á varnarmálum. Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún eins og kemur fram í blogg greininni: "Spekingar spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands
Í frétt Morgunblaðsins í vikunni segir: "Sænsk yfirvöld hófu að senda fimm milljón bæklinga til landsmanna þar sem þeir voru hvattir til að búa sig undir möguleg stríðsátök. Þá hafa Finnar opnað sérstaka vefsíðu þar sem farið er yfir mikilvæg atriði komi til átaka."
Bæklingurinn er 32 blaðsíður og þar má finna einfaldar teikningar sem sýna þær ógnir sem steðja að Svíþjóð, m.a. hernaðarátök, náttúruhamfarir, hryðjuverk og tölvuárásir. Þar er að finna ráðleggingar varðandi allan viðbúnað, m.a. að eiga matarbirgðir, eins og dósamat, og vatn. Að sögn MSB er meiri áhersla á undirbúning fyrir stríð í hinni uppfærðu útgáfu. Næstu tvær vikurnar mun bæklingurinn rata inn á 5,2 milljón sænsk heimili.
Svíar og Finnar búa sig undir stríð
En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera? Ekkert. Allt í lagi, Íslendingar vilja ekki taka þátt í eigin vörnum og helst að stinga höfuðið í sandinn. Gott og vel. En það er lágmark að búa almenning undir hugsanleg átök, annað er ábyrgðaleysi. Það þarf ekki einu sinni stríðsátök, til að skerða matvæla aðdrætti eins og kom í ljós í efnahagskreppunni 2008. Þar voru Íslendingar hársbreidd frá því að greiðslukerfi landsins yrði lamað og þar með peningaviðskipti = ekki hægt að kaupa matvörur.
Hið sama gert í Finnlandi, Noregi og Danmörku
Í Finnlandi voru sambærilegar leiðbeiningar settar fram á heimasíðu stjórnvalda. Finnsk stjórnvöld taka fram í sínum leiðbeiningum að landið sé vel undirbúið ef til átaka komi.
Í Noregi og Danmörku hafa íbúar fengið bæklinga senda heim með upplýsingum um hvernig best sé að búa sig undir viku af óveðri, stríði eða öðrum ógnum. Sjá slóð: Stjórnvöld á Norðurlöndum kenna íbúum að búa sig undir stríðsátök
Úr því að íslensk stjórnvöld vilja ekki gera neitt, koma hér leiðbeiningar til handa Íslendingum en sænski bæklingurinn heitir: Om krisen eller kriget kommer
Hér er hann í PDF formi á ensku: In case of crisis or war
Sú var tíðin að á höfuðborgarsvæðinu voru loftvarnarflautur (sem þeyttar voru í æfingaskyni reglulega) og leiðbeiningar í símaskrá um hvað beri að gera vá ber að höndum. Ekki lengur. Engar leiðbeiningar. En sem betur fer erum við með almannavarnir - sjá slóð: Almannavarnir en hver veit af tilvist þessara stofnunar?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 19.11.2024 | 09:14 (breytt kl. 09:44) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Og á sama tíma undirbýr þjóðeigendafélagið nýja hrunstjórn!
Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2024 kl. 14:47
Íslenska elítan ætti að endurskoða allar hugmyndir sínar um að ferðast í einkaþotum og að koma nálgt háhysum.
Svona fyrst þeir voru að pikka fæt við rússa.
Bara að segja...
Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2024 kl. 17:53
Guðjón og Ásgrímur, eigum við ekki í sameiningu að renna yfir bæklinginn og þýða hann yfir á ylhýra tungumál okkar? Eða er það orðið svo að fleiri tala ensku en íslensku á Íslandi?
Birgir Loftsson, 19.11.2024 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.