Hér er um að ræða Viðreisn og Samfylkinguna. Báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að koma Ísland inn í ESB. Báðir flokkar eru ekki að ota þessari stefnu að kjósendum en munu þeir "lauma" aðildar umsókn inn ef báðir flokkar fara í ríkisstjórn saman? Samanlagt eru þeir með rúmlega 40% fylgi og þurfa ekki annað en varaskeifu, til að komast yfir 50%, svo sem Sósíalistaflokkinn ef hann kemst inn eða Pírata.
Wikipedia segir þetta: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsóknina með formlegum hætti þann 23. júlí 2009. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hafði þó afhent umsóknina í Stokkhólmi 17. júlí."
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í kosningunum 2013 og stjórnarandstöðuflokkarnir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við stjórnartaumunum. Báðir flokkarnir höfðu ályktað um það í aðdraganda kosninga að stöðva aðildarviðræður. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Síðan hefur málið eiginlega legið í salti. Mun Samfylking læðast afan að þjóðinni eins og Össur gerði á sínum tíma og taka upp þráðinn? Kjósendur þessara flokka, sem vilja kannski ekki endilega aðild að ESB, fá þá kannski köttinn í sekkinn. En þeir fá alveg örugglega skattahækkanir í jólagjöf nú eftir kosningarar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.11.2024 | 13:09 (breytt kl. 14:00) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning