Sparnaðar ráðuneyti og ríkisendurskoðun

Það er þannig að þegar stjórnkerfi eru orðin gömul og þroskuð, þá vilja hlutir verða rútínukenndir og staðnaðir. Stjórnsýslan er orðin þannig í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum.

En svo urðu kosningar í Bandaríkjunum. Viðskiptajöfur, afar óvenjulegur í háttum og framkomu, er að verða næsti forseti Bandaríkjanna og í annað sinn.  Þegar Trump tók við völdum 2017 mætti hann mikilli mótspyrnu frá nánast öllum, frá samherjum í Repúblikanaflokknum, Demókrataflokknum, stjórnkerfinu og svo kallaða djúpríki.  

Trump hefur ákveðið að læra af reynslunni og sjá má það af skipan nýrrar ríkisstjórnar sem nú er í mótun. Skipan ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn hefur komið miklu umróti innan Wasington DC.

Menn hafa misst andlitið vegna sumra skipananna. T.d. skipan Matt Gaetz í stöðu dómsmálaráðherra. Mjög óvenjulegt val og samkvæmt kokkabókunum er hann alshendis óhæfur.  En það er hann ekki samkvæmt mati Trumps, því að hann á fyrst og fremst að láta hausa fjúkja.  Eins og dómsmálaráðuneytið er í dag, ríkir þar algjör spilling, pólitískar ofsóknir er á hendur pólitískra andstæðinga (ekki bara Trump, heldur einnig stuðningsmanna hans) og núverandi dómsmálaráðherra framfylgir ekki lögum, t.d. er varða landamæri ríkisins.

Óvenjulegasta aðgerð Trumps er myndun nýs ráðuneytis, sem mætti kalla á íslensku sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti. Til starfa er valdir tveir róttækir einstaklingar, Vivek Ramaswamy og Elon Musk.  Báðir eru milljónamæringar og þrautreyndir í fyrirtækjarekstri. Fræg var þegar Musk keypti Twitter og rak 80% af starfsfólkinu. Það hafði engin áhrif á reksturinn, ef eitthvað er, hlaust af mikill sparnaður. Nú á að skera niður við trog alla óþarfi eyðslu ríkisins og á sama tíma sem skattalækkanir eiga að eiga sér stað. Skattalækkanir geta ekki átt sér stað nema ríkisútgjöld verði skorin niður.

Árið 2024 námu heildarútgjöld ríkisins 6.75 trilljónir dala og heildartekjur 4.92 trilljónir dala, sem leiddi til halla upp á 1.83 trilljónir dala, sem er aukning um 138 milljarða frá fyrra fjárhagsári. Musk sagðist geta skorið niður ríkisútgjöld um 2 trilljarða dollara. Það væri ótrúlegt og um leið frábært ef það er raunverulega hægt.

En hvað með Ísland?  Hvað er ríkisendurskoðun að gera? Jú, hún kemur með athugasemdir við hallarekstur stofnana og ráðuneyta.  En hún hefur ekki það hlutverk að hagræða og skera niður útgjöld.

Það væri ekki svo vitlaust að Íslendingar komi sér upp ráðuneyti eða stofnun sem einbeitir sér bara að því að halda ríkisútgjöld innan fjárlaga. T.d. mætti setja í lög að Alþingi megi ekki skila inn hallafjárlögum. Þess má geta ríkissjóður Íslands var hallalaus og skilaði afgangi á tímabilinu 1874-1904. Á þessu tímabili var íslenska fjármálakerfið einfalt og útgjöld ríkisins lág, að mestu leyti bundin við rekstur embætta og grunnþjónustu. Tekjur ríkissjóðs komu aðallega frá tollum, sköttum og öðrum álögum. Annað var að ræða á tímabilinu 1904-1918. Á einstaka árum, sérstaklega í kringum heimsstyrjöldina, var halli á fjárlögum vegna aukinna kostnaðar við að tryggja innflutning og stuðla að verðstöðugleika innanlands. Hins vegar reyndi stjórnvöld að halda hallanum í lágmarki. Á lýðveldistímabilinu frá 1944 til 2019 tókst stjórnvöldum stundum að halda ríkissjóði réttum megin við strikið.

Íslendingar virðast ekki kunna að spara. Aldrei má skera niður óþarfa útgjöld eða leggja niður óþarfi ríkisapparat eins og RÚV sem kosta skattgreiðendur um 10 milljarða á ári. En svo er skorið niður þar sem síst skyldi. Skera á niður fjárlög til nýja Landsspítalans um 2,5 milljarða króna en á sama tíma að senda 1,5 milljarða í tapað stríð í Úkraínu. Eru stjórnmálamenn galnir? Hvaða hagsmuni eru þeir að gæta? Ekki Íslendinga í þessu tilfelli. Stundum heldur maður að Íslendingar séu upp til hópa heims...eins og forstjóri Íslensku erfðagreiningarinnar sagði eitt sinn.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hló stundarhátt þegar yfirlýsingin um DOGE, Elon og Vivek kom - einnig varðandi Tulsi (en ég er aðdáandi hennar). Trump er að koma skemmtilega á óvart, varðandi þá stjórn sem hann ætlar að skipa í byrjun næsta árs, og verður spennandi að sjá hvernig þessu valinkunna liði mun ganga.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 12:37

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vil bæta við að ég hafði beðið spenntur eftir að sjá hvort Kristi Noem yrði með í valinkunna liðinu, og gladdist að sjá að svo verður.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 12:38

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, Já, spennandi tímar framundan.  Kveðja,  Birgir 

Birgir Loftsson, 15.11.2024 kl. 13:02

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hér má bæta við að mjög áhugavert er að gerast í Evrópi, t.d. málaferlin gegn Le Pen og stjórnarupphlaupið í Þýskalandi, samanber átökin í kringum Viktor Orbán - en mér virðist þetta allt hanga saman.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 13:04

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Það eru líka umskipti í Evrópu og voru byrjuð áður en Trump tók við völdum. Jafnaðarstefnan er að bíða afhroð alls staðar.

Birgir Loftsson, 15.11.2024 kl. 13:56

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Guð almáttugur er Guð kraftaverka. Það sjáum við á kosningu Donalds Trump. Við þurfum nauðsynlega á okkar Trump á halda. Hann er reyndar í framboði til Alþingis 30. nóvember n. k. Hann heitir Arnar Þór Jónsson. Flokkur hans heitir Lýðræðisflokkur.

Til að Arnar Þór geti fylgt í fótspor Trump þarf Lýðræðisflokkurinn að fá yfir 50% greiddra atkvæða eins og flokkur Repúblikana fékk 5. nóveber s. l.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 15.11.2024 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband