"Spekingar” spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands

Verst eyddi tími minn í vikunni var að horfa á pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi." Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki  einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún.

Fundurinn byrjaði á upphlaup stuðningsmanna Palestínu araba og tók nokkrar mínútur að koma fólkinu út. Svo byrjaði umræðan.

Fyrst var spurt hver afstaða stjórnmálaflokkanna níu eru til varnarmála almennt. Menn óðu úr einu í annan en í blálok svaranna gátu flestir stunið upp (eftir að fundarstjórinn Bogi Ágústsson þrýsti á) að þeir væru fylgjandi NATÓ, nema VG að sjálfsögðu en fulltrúi Pírata sagði sem er að skoðun þeirra eru jafnmargar og flokksmenn eru! Sumir með, sumir á móti. Dæmigert stjónleysingja svar.

Best var svar Sjálfstæðismannsins Kolbrúnar sem er núverandi utanríkisráðherra enda Sjálfstæðismenn á heimavelli á þessu sviði. Hún ásamt einum öðrum viðmælanda tókst að minnast á mikilvægi varnarsamninginn við Bandaríkin sem er einmitt ástæðan fyrir því að Ísland er herlaus þjóð og getur verið það. Án varnarsamningsins frá 1951, væru Íslendingar í vondum málum og hefðu verið það í kalda stríðinu og stefnir í aftur.

Svo var spurt um hvaða ógnanir steðji að Íslandi. Nú misstu þátttakendur algjörlega raunveruleikaskyn og um hvað þessi fundur fjallar um. Menn fóru að tala um loftslagsvá og margt annað heimskulegt en sumir minntust á stríðið í Gaza og Úkraínu sem er ágætt að hafa í huga, en óbeint geta þessi stríð haft áhrif á öryggi Íslands ef þau leiða til þess að þriðja heimsstyjöldin brýst út.  Algjör steypa kom frá fulltrúa Samfylkingunnar sem er ekki vert að hafa eftir. Kristrún hlýtur að vera hugsi um afstöðu vinstri arms Samfylkingarinnar.

Svo var spurt um framlag Íslands til varnarmála í ljósi kosningu Trumps en hann hefur krafist (samkvæmt samþykkt NATÓ- ríkja frá 2014, áður en hann tók við völdum) að aðildarríki greiði 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Nánast öll ríki hafa náð þessu markmiði en að sjálfsögðu ekki hið herlausa Íslands sem hefur þótt bætt við 1,5 milljarða króna í varnarmál, úr 5,5 milljörðum í 7 milljarða króna sem fer reyndar beint í stríðsreksturinn í Úkraínu. Stríð sem kemur okkur ekki beint við.  Raunframlag hefur lækkað með tilliti til verðbólgu og staðið í stað. 0,1% fer í varnarmál Íslands áræddi fundarstjóri viðmælendur sína.

Enn óðu viðmælendur úr einu í annað, talað um Sameinuðu þjóðirnar, um vopnaframleiðendur sem tengist ekki vörnum Íslands á neinn hátt við o.m.fl. óskynsamlegt. Umræðustjóri varð að endurtaka spurninguna, því viðmælendur skildu hana ekki. Spurning var Trump og krafan um 2% framlag til varnarmála. Fulltrúar Lýðræðisflokksins og Flokk fólksins (ruglaðist á Monroe kenningunni) vildu halda áfram að treysta Bandaríkin í varnarmálum. Fulltrúi Pírata talaði um aðild að ESB! Fulltrúi Sósíalistaflokksins þurfti að láta endurtaka spurninguna í þriðja sinn! En svo kom svarið: Við eigum ekki að elta Bandaríkin! Ísland úr NATÓ og herinn burt vantaði bara í lokin. Fulltrúi Framsóknar talaði um ágæti NATÓ og var búinn að gleyma spurningunni um varnarframlag Íslands eins og hinir viðmælendurnir. Fulltrúi Viðreisnar svaraði beint spurningunni beint og vildi auka framlög til varnarmála. VG datt úr sambandi og þurfti að fá spurninguna í fjórða sinn. Óbeint svar var: Ísland úr NATÓ (herinn reyndar farinn burt í bili). Fulltrúi Miðflokksins, sem mætti seint á fundinn, talaði um mikilvægi varnarsamningsins og viðveru í NATÓ; efla eigi samstarf Norðurlanda þjóða. Óljóst var svar fulltrúans um hversu mikið eigi að eyða í varnarmál. Fulltrúi Sjálfstæðismanna var málefnaleg í svörum og greinilega með þekkingu á málaflokknum, spurði hvort það sé eðlilegt að við séum að eyða 0,1% í varnarmál á meðan aðrar þjóðir eru að eyða 2-3% í varnarmál. Hún spurði, erum við verðugir bandamenn? Endurskoða eigi varnarstefnu Íslands í ljósi heimsmála. Fulltrúi Samfylkinginnar var búin að gleyma spurningunni og svarið í samræmi við það.

Svo var það spurningin hvor Norðurlöndin eigi að eiga aukin þátt í vörnum Íslands. Kolbrún var fylgjandi því sem og aðrir þátttakendur.

Svo misstu fundarstjórendur sjálfir raunveruleikaskynið og fóru að tala um stríðið á Gasa! Hvað kemur það vörnum Íslands við? Þarna lét bloggritari staða numið enda umræðan komin út í móa!

Niðurstaðan af fundinum er algjört þekkingaleysi þátttakenda (utan Kolbrúnu) og þeir í engu sambandi við fundarefnið. Kannski er niðurstaðan að eini flokkurinn sem virkilega hefur áhuga á málaflokknum og þekkingu er Sjálfstæðisflokkurinn.

Ef einhver virkilega nennir að horfa á þessa leiðinlegu umræðu (mæli eindregið á móti því, þótt ég sé áhugamaður um málaflokkinn), þá er fundurinn á Facebook: https://fb.me/e/i7oHZKCIG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Spekingar," já.

Hljóma eins og gjörsamlega veruleikafyrrtir mongólítar.

Ætli það sé eitthvert lágmark hve mikið lím maður þarf að sniffa til þess að vera gjaldgengur í pólitík? Eða þarf móðir manns bara að hafa verið blindfull alla meðgönguna?

Mikilla heilaskemmda er þörf, virðist mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2024 kl. 20:28

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Bara einhverjir voru sendir á þennan fund. Logi úr Samfylkingunni átti að mæta en nennti greinilega ekki sem betur fer. Flokkarnir hljóta eiga einhverja sem hafa snefilsvit á málaflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er með þessi mál á hreinu.

Birgir Loftsson, 14.11.2024 kl. 20:46

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Samningurinn frá 1951 er ekki ástæðan fyrir að Íslenska Lýðveldið er herlaust ríki, og landið herlaus þjóð, heldur þvert á móti er hann ástæðan fyrir þáttöku Lýðveldisin í stríðsglæpum og skömm landsins.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 00:58

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón, nú verður þú að beita rökhyggjunni og rökstyðja mál þitt. Nú ertu út um móa og holt eins og stjórnmálamennirnir hjá Varðberg.

Við erum ekki að tala um þátttöku Íslands í erlendum stríðum, heldur um varnir Íslands. Annað er útúrsnúningur. Við vitum báðir að þegar Tjallinn og síðar Kaninn komu til Íslands 1940-41, og síðari heimsstyrjöld í fullum gangi, var ekki aftur snúið. Beint eða óbeint hafa Bandaríkjamenn verið með bækistöð á Íslandi allar götur síðan.

Íslendingar mátu það sjálfir þegar kalda stríðið byrjaði að innganga í NATÓ 1949 væri eina lausnin varðandi varnir Íslands. En svo kom Kóreu styrjöldin og allir héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin. Íslendingar samþykktu því að leyfa erlenda hersetu með tilkomu varnarliðsins árið 1951.

Ef menn vilja ekki vera í NATÓ, eða viðhalda tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin, verða þeir að koma með lausnir. Hlutleysisstefna reyndist haldlaus 1940. Bretar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar vildu allir halda landinu undir sínu hervaldi. Í hinum litla heimi í dag, þar sem átök í Asíu getur leitt til heimsstyrjaldar, verður Ísland í hringiðjunni hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr. Ég hef heyrt 3 fjögurra stjörnu hershöfðingja sem líkja ástandinu í dag við ástandið rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Athugum að menn áttuðu sig ekki á því að seinni heimsstyrjöldin væri byrjuð fyrr 1941 þegar Bandaríkin og Sovétríkin drógust inn í átökin.

Birgir Loftsson, 15.11.2024 kl. 11:25

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nei, ég nota ekki athugasemdir til að rökstyðja staðhæfingar, en kæri vinur, við verðum seint sammála um blæbrigðin í umræðu herja á Íslandi; þó við séum sammála um að Varðberg sé fúsk- og grobb samkunda og hugsandi fólki tímasóun.

Þetta umræðuefni er jafn gamalt búsetu á landinu og verður áfram, meðan menning landsins er lifandi og ekki steinrunnin, verja vættir landið og dugar það sem endranær.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 12:34

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Heyr, heyr Guðjón! Við erum sammála um Varðberg, ég eiginlega missti álitið á samtökunum eftir þessar pallborðsumræður. Með fullri virðingu fyrir Boga Ágústssyni, þá er hann enginn sérfræðingur í varnarmálum né spurði hann réttu spurningarnar.

Og við þurfum ekki að vera sammála um allt, skemmtilegra að geta rökrætt um hlutina. Góða helgi Guðjón og takk fyrir innlegg þitt.

Birgir Loftsson, 15.11.2024 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband