Trump segir woke hershöfðingjum stríð á hendur

Trump er að velja í ríkisstjórn sína þessa dagana. Val hans virðist vera gott en spurning er með nýja varnarmálaráðherrann, hvernig hann muni reynast. Pete Hegseth, núverandi þáttasjórnandi á Foxnews en fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, verður nýr varnarmálaráðherra. Kannski er þetta gott val, því minni líkur er á uppreisn ráðherra sem er ekki fyrrverandi hershöfðingi líkt og gerðis með Jim Mattis "maddog".

En ætlunin er í dag að ræða um wokismann, undanhald hans og sérstaklega innan hersins.  Ótrúlegt er að hershöfðingjar sem eiga eingöngu að fást við hermál og stríð, skuli sjá sér tíma til að eiga við dægursveifu í menningarmálum og halda ákveðinni hugmyndafræði, sem er vægast sagt umdeild, á lofti.  Þessi hershöfðingjar fengu að leika lausan tauma í stjórnartíð Biden, sem æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, var frá upphafi ekki andlega með okkur hin.

Nýr sýslumaður (e. sheriff) er kominn í bæinn eins og kaninn kallar þetta og hann ætlar að koma hernum á sama ról og hann var fyrir wokvæðinguna. Reikningsskil verða vegna ósigurs í Afganistan.

Umskiptinga teymi Donalds Trumps forseta er að fara yfir drög að framkvæmdarskipun sem myndi koma á fót "stríðsstjórn" fyrrverandi hershöfðingja og undirforingja með vald til að endurskoða þriggja og fjögurra stjörnu hershöfðingja og mæla með brottvikningu þeirra,

Tilskipunin miðar beint að "woke hershöfðingjum" sem Trump hefur heitið að víkja úr röðum hersins.

Opinberlega myndi skipunin, ef Trump undirritaði hana, flýta fyrir brottrekstri hershöfðingja og aðmírála sem "snauðir eru af nauðsynlegum leiðtogaeiginleikum."

Trump hefur þegar lýst því yfir að sérhver hershöfðingi sem átti þátt í brottflutningi Bandaríkjahers frá Afganistan árið 2021 sem leiddi til dauða 13 bandarískra hermanna í sjálfsmorðssprengjuárás á flugvellinum í Kabúl verði beðinn um að segja af sér fyrir "hádegi á vígsludegi forsetans".

Vangaveltur hafa einnig snúist um stjórnarformann sameiginlega herafla, C.Q. Brown og einnig starfsmannastjóri flughersins, sem hefur verið eindreginn stuðningsmaður fjölbreytileika, jöfnuðar og frumkvæðis án aðgreiningar (DEI).

Slúðrið segir að margir hershöfðingjar séu farnir að skjálfa á beinunum vegna umbreytingana framundan.  Trump má eiga það og það er hárrétt, að herinn er ákveðinn fasti í þjóðfélaginu og á ekki af skipta sér af pólitík yfir höfuð. Það á líka við um menningar pólitíkina á mikró sviðinu.  Frægt var þegar Truman rak MacArthur úr starfi í miðju Kóreu stríði.

Og þó menn séu komnir á eftirlaun, þá eru þeir ekki sloppnir. Mark Milley, fyrrverandi yfirhershöfðingi Bandaríkjahers, óttast að verða leiddur fyrir herdómstól ef Trump vinnur.  Bæði fyrir ósigur í Afganistan og fyrir wokismann. Frægt er þegar ráðist var á Hvíta húsið, Trump þurfti að fara í öruggt herbergi en fór svo að frægri kirkju á eftir með Biblíuna á lofti, þá stóð Milley á bakvið hann. Milley síðar afneitaði Trump (þegar hann sé að Trump var búinn að vera). Fræg er setning Milley er hann sagðist vilja að skilja "white rage" í anda wokismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband