Stjórnmálamenn sem tala gegn bókun 35 virðast sumir ekki hafa áttað sig á að grunneðli EES-samningsins er að hann veitir einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri aðild að sameiginlegum markaði ESB og þar með fyrst og fremst réttindi á þessum kjölfestumarkaði Íslendinga þar sem búa um 450 milljónir manna. Þetta sagði lagaprófessor í viðtali við DV, sjá slóð:
Þeir sem tala gegn bókun 35 skilja ekki EES og tala gegn réttindum og hagsmunum Íslendinga
Þetta er athyglisverð athugasemd prófessorsins. Samkvæmt hans mati er Evrópa og Evrópu markaðurinn nafli heimsins. En hann minnist ekki á fórnarkostnaðinn af aðildinni að EES. Hér erum við að tala um sjálfstæði Íslands, hvorki meira eða minna. Bókun 35 þýðir skert sjálfræði íslensku þjóðarinnar á eigin löggjöf. Að útlendar reglugerðir ráði íslenska löggjöf er fáranlegt og víst er að Jón Sigurðsson myndi velta sig við á núverandi stað ef hann gæti. Hann hvikaði aldrei, aldrei nokkurn tímann, frá stefnunni um fullt frelsi frá eldri stjórn.
Hér kemur auðljóst svar við fullyrðingu lagaprófessorsins: Ef erlendur viðskiptasamningur vinnur í raun gegn íslenskum hagsmunum, sjálfstæði Íslands, eigum við hið snarasta að segja okkur úr þessu samstarfi. Heimurinn inniheldur 8 milljarða manna og Evrópa hefur aðeins 500 milljónir innan ESB. Betra væri að vera séðari og hreinlega að ganga úr ESS, vera áfram í EFTA og gera tvíhliða fríverslunarsamninga eins og við erum að gera í dag. Við getum gert tvíhliða samning við ESB, eins og Kanada gerði og fengið betri samninga fyrir fiskafurðir, rétt eins og Kanadamenn fengu, en við ekki sem EES þjóð.
Staðan eins og hún er í dag er þessi. Við höfum bestu kjarasamninga við Bandaríkin. Við höfum gert fríverslunar samning við Kína og erum að ljúka fríverslunarsamning við Indland. Tvo stærstu og öflugustu markaði í heimi og þeir fjölmennustu. Förum í gegnum fríverslunarsamninganna:
EFTA (Evrópska fríverslunarsamtökin) er í raun samningur við Noreg, Sviss og Liechtenstein, sem einnig var grunnur að EES-samningnum.
Svo voru gerðir samningar við Kanada, Mexíkó og Kólumbíu Í gegnum EFTA hefur Ísland gert fríverslunarsamninga við þessi lönd.
Fríverslunarsamningar EFTA við lönd í Asíu Þar á meðal Kína (2014), Suður-Kóreu, Singapúr, og fleiri Asíulönd í gegnum sameiginlegar EFTA-viðræður.
Samningur við Bretland Eftir Brexit samdi Ísland og EFTA löndin við Bretland um fríverslunarsamning, sem tók gildi árið 2021.
Þessir samningar hafa opnað íslenskum fyrirtækjum aðgang að mörgum mörkuðum og auðveldað viðskipti með vörur og þjónustu.
Að lokum. Mikilvægasti samningur Íslands er við EFTA ríkin. Í gegnum þetta samstarf hafa fjölmargir fríverslunarsamningar opnast og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Svo getum við gert fríverslunarsamninga sjálfir. Við viljum viðskipti en ekki erlend yfirráð.
Þótt viðkomandi hafi náð þeim árangir að verða prófessor, er hann ekkert authoritet á framtíð Íslands né er víst að hann hafi rétt fyrir sér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.11.2024 | 18:02 (breytt kl. 18:12) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.