Ekki Spursmál: Kristrún ætlar að hækka skatta!

Spursmál ætlar að spyrja nú á eftir eftirfarandi spurninga: "Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um."

Stjórnmálamenn eru hálir sem álir og því má búast við útúrsnúingum, ósannindum eða spurningum ekki svarað í þættinum.

Svarið er einfalt og finnst í stefnuskrá flokksins, stefna Samfylkingarinnar kostar pening og hann er fenginn með skattfé. 

Tökum dæmi úr stefnuskrá flokksins: Græn uppbygging heitir þetta í stefnuskránni. Allir vita að "græn orka" er að jafnaði miklu dýrari en jarðeldsneyti og kolefnissporin hræða t.d. við gerð rafmagnsbíla.

En förum beint í nammi skáp Samfylkingarinnar, þar sem skattarnir verða til. Í stefnuskránni heitir þetta "Réttlátara skattkerfi". Maður þarf fyrst að lesa mikið blablabla orðafroðu þar til við sjáum að flokkurinn er fjandsamlegur atvinnulífinu.

"Samfylkingin vill lækka skatta á vinnu almenns launafólks en hækka þess í stað hlutdeild skattlagningar á fjármagn", segir í stefnuskránni.  Hver trúir því að flokkurinn (frekar en aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar) muni lækka skatta á launþega?

Frekar verður farið í tilfærslu skattfés úr vasa séra Jóns (fyrirtækin) í vasa Jóns en að lækka skatta almennt. Þetta er stikilsetningin "...hækka þess í stað hlutdeild skattlagningar á fjármagn."  Víðir var því ekki lagður í gildru um daginn, hann féll sjálfur í hana með því að "uppljóstra" korteri fyrir kosningar að til stendur að skattleggja atvinnulífið. Og ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur, á einyrkja og smáfyrirtæki og miða á við 1,3 milljóna tekjur....en fróðlegt verður að sjá hvernig álinn smýkur í gegnum snöru þáttastjórnanda. 

En annars er lítið að marka "skattastefnu" flokksins, eintómt froðusnakk og engin raunveruleg dæmi tekin. Til dæmis að skerða ekki lífeyri eldri borgara ef þeir vinna svo og svo.

Heimild: Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband