Byrjum á utanríkis- og varnarmál. Það er sjaldgæft að hægt sé að taka undir orð Björns Bjarnasonar en hann bendir réttilega á að Miðflokkurinn hafi ekki birt utanríkis- og varnarmálastefnu sína nú í kosningabaráttunni. En það þýðir ekki að flokkurinn hafi ekki slíka stefnu.
Miðflokkurinn er borgaraflokkur og sem slíkur er hann líklega fylgjandi NATÓ og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Meira er það ekki sem hægt er að sjá. A.m.k. hefur flokkurinn ekki sýnt frumkvæði á sviði varnarmála.
Njáll Trausti Friðbergsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sýnt mikið frumkvæði á sviði varnarmála. Hann var flutningsmaður frumvarps um Rannsóknarsetur öruggis- og varnarmála á síðastliðnu þingi sem bloggritari var á móti. Það hefði verið skynsamara að endurvekja Varnarmálastofnun, því stjórnsýslulega er málaflokkurinn í limbói. Þrjár stofnanir deila verkefnum hennar í dag og átti sú ráðstöfun aðeins að vera tímabundin en hefur verið föst síðan 2015.
En svo má sjá skýra stefnu Miðflokksins að öðru leyti. Landamærastefna er auðvitað utanríkisstefna að vissu leyti og helst vill flokkurinn fara úr Schengen samkomulaginu sem hefur leitt til opinna landamæra.
Miðað við orðræðu formanns flokksins er hann ekki hrifinn af ESB, líkt og þorri landsmanna. Gott ef hann hefur ekki horn í síðu EES og reglugerða farganið sem kemur þaðan árlega.
Réttilega má benda á sjálfstæði löggjafarvaldsins er skert, þegar evrópskar reglugerðir stjórna löggjöf Íslendinga. Það vekur furðu að utanríkisráðherra sem er að fara úr ríkisstjórn skuli enn halda á lofti frumvarp um bókun 35. Það er enginn hljómgrunnur fyrir slíkum málflutningi í dag. Íslendingar hafa ekki vit á að segja upp EES samningnum og því verðum við að stóla á Norðmenn, að þeir gefist upp á honum.
Björn hefur því bæði rétt og rangt fyrir sér. Utanríkisstefna flokksins birtist á mörgum sviðum, en ekki öllum. Varnarmálastefna flokksins er óljós.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2024 | 12:05 (breytt kl. 12:19) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Björn Bjarnason fjallaði um Donald Trump í pistli sínum í gær, sagði þar m.a.: Enginn veit hvaða áhrif sigur Trumps hefur á stríðin í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Í báðum tilvikum eru vonir um friðsamlega niðurstöðu. Það er hins vegar þrautin þyngri að sættast á hana. Standi Trump að baki Úkraínumönnum annars vegar og Ísraelum hins vegar leggur hann lýðræðisöflum lið. Bregðist hann trausti þessara vinaþjóða Bandaríkjamanna stofnar hann til enn víðtækari vandræða en nú er við að glíma. - Svo mörg voru þau orð Björns um stríð í Úkraínu og stríð í Ísrael.
Við vitum öll að sigur Trumps mun hafa mikil áhrif á stríðin sem Björn nefnir. Bandaríkjamenn hafa treyst Trump fyrir fjöreggi sínu. Hann hefur lofað að setja Bandaríkin í fyrsta sæti í samskiptum við aðrar þjóðir. Þess vegna mun hann stöðva stríðið í Úkraínu og í Ísrael vegna Bandarískra hagsmuna, án tillits til ýtrustu væntinga þessara þjóða. Hugtökin lýðræði og einræði mun engin áhrif hafa á ákvarðanatökur Trumps. Hann mun beita áhrifum sínum til að stöðva þessar styrjaldir. En réttlæti mun hann samt hafa að leiðarljósi. Og ég hygg að Miðflokkurinn muni styðja þessa stefnu Trumps.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 10.11.2024 kl. 15:30
Takk fyrir gott innlegg og greiningu Guðmundur. Varðandi Miðflokkinn og Björn, þá er hann í pólitíkinni þarna. Hann ver frænda sinn í það endalega.
Trump mun ekki stöðva Ísraelmenn, þeir fara sínu fram sem áður (mundu að fjölskylda hans er að hálfu leiti gyðingar). Súnní múslimar vilja líka ganga milli bols og höfuð á Íran og fagna í laumi stríð Ísrael við Íran.
Úkraínu stríðið á að vera meistarastykki hans, rétt eins og Abraham friðarsamkomulagið og óskiljanlegt að hann hlaut ekki Nóbel friðarverðlaunin fyrir. Obama fékk þau bara fyrir að mæta í vinnuna í Hvíta húsinu. ISIS varð til á hans vakt. En svona er Nóbel orðið að vinstri dæmi.
Og mikið rétt, Miðflokkurinn styður líklega Trump. A.m.k. hafa báðir aðilar sömu stefnu í landamæra- og innflytjendamálum.
Birgir Loftsson, 10.11.2024 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning