Milljarðar í erlent stríð en Landhelgisgæslan vantar milljarð

Talandi um forgangsmál sem íslenska stjórnmálaelítan setur sér, þá vekur hugmyndir hennar oft á tíðum furðu. Stjórnmálamennirnir vilja gleyma að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu en ekki fólks erlendis.  Þeim er treyst fyrir fjármunum þjóðarinnar, sem við öll höfum lagt í sjóð með sköttum okkar. Þetta eru mínir peningar og þínir.

Traustið er jafnan misfarið og stjórnmálamennir halda við valdatöku að þeir hafi komist í fjársjóð sem hægt er að eyða eins og þeim dettur í hug. En þessi fjársjóður er nánast alltaf of lítill og það verður að skipta gullpeningunum sem koma upp úr kistunni réttlátlega og í nauðsynjarverk.

Nú hafa stjórnmálamenn eyrnarmerk skattfé fyrir árið 2025, án umboðs í raun, í erlent stríð.  Ber ekki að endurskoða þá ákvörðun?

Eins og kemur fram í titli greinarinnar vantar u.þ.b. 1 milljarð í lögboðin rekstur LHG. En svo kann einhver að spyrja, eru ekki til peningar handa LHG? Jú en peningarnir fara í stríð sem okkur kemur ekkert við og meira en það.

Kíkjum á fjárlagafrumvarpið 2025 og liðinn "04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál" sem er mandran fyrir öryggis- og varnarmál Íslands. Þar segir:

"Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.820,9 m.kr. og hækkar um 1.487 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 272,3 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

a. Framlög til málaflokksins hækka um 1.500 m.kr. vegna aukins varnartengds stuðning við Úkraínu, á grundvelli þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Horft verður sérstaklega til þess að öll framlög til Úkraínu mæti óskum og þörfum Úkraínu hverju sinni..."

Í raun þýðir þetta fjármagn sem fer í varnarmál stendur í stað eða raunlækkun því verðbólga spilar hér inn í en aukafjármagnið fer í stríðið í Úkraínu!!! Hvernig þessir snillingar fundið út að þetta er "...varnartengdur stuðningur við Úkraínu..." og tengist vörnum Íslands á einhvern hátt, er óskiljanlegt. Ritari væri ánægður ef þetta fé sem rennur til Úkraínu færi í færanlegt bráðasjúkrahús eins og við höfum þegar sent en slíkt kostar um 1,1 milljarð kr.

Á meðan er Landhelgisgæslan án eftirlitsflugvélar en hreyflar hennar eru tærðir og í raun ónýtir.

Tímarnir eru breyttir og fyrirséð er um endalok stríðsins í Úkraínu.  Trump sem ætlar sér meiriháttar niðurskurð í ríkisútgjöldum ásamt Repúblikana stýrðu Bandaríkjaþingi munu ekki eyða dollar meir í tapað stríð.

Pútín og Trump eru þegar byrjaðir bera víurnar í hvorn annan opinberlega. Tók eftir að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann muni senda sendinefnd þegar til Rússlands að afloknum kosningum til að ræða friðarskilmála. Leiðtogar eru þegar byrjaðir að streyma til Flórída á fund Trumps.

Svona sér ritari fyrir sér friðarskilmálanna: Úkraínu verður meinað að ganga í NATÓ en fær inngöngu í ESB. Donbass héruðin verða sjálfstjórnar héruð eða ríki. Krímskaginn halda Rússar með réttu en sögulega séð hafa þeir átt skagann í 300 ár.

Þessi niðurstaða hefði mátt ná í samningaviðræðum í stað hundruð þúsunda fallina manna á vígvellinum. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í stríði í rúm tvö ár. Hvað varð um friðelskandi Ísland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er einfalt, í raun:

6.8 milljarðar fara í gegnum NATO bankann, sem tekur sín 10%, og deilir restinni á bankareikninga hinna ýmsu gæðinga innan Íslenska Ríkisins.

Kannski fer eitthvað í vopn til þess að auka andúð Rússa á okkur, en ég myndi ekki reiða mig á það.

Við skulum bara fylgjast með hversu auðugir ráðamenn verða þegar frá líður.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2024 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband