Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu

Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og í Evrópu undanfarið er skýr skilaboð almennra borgara til ráðamanna að fólk almennt er búið að fá nóg af öfga vinstri stefnu.  Almennt hafa vinstri flokkar farið langt til vinstri, líka Demókrataflokkurinn sem hafði haldið sig á miðjunni.

Fólk vill almennt ekki opin landamæri, skattaáþján, afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks og skert tjáningarfrelsi.  Það vill eiga fyrir nauðþurfum, viðhalda fjölskylduna, vinna sín störf og fá að tjá sig sem borgarar í lýðræðisríki. 

Fjölmiðlar reyndu að mála Donald Trump sem Hitler endurborinn en fólk vissi sem var, að Trump hafði sannað sig sem forseti og forsetatíð hans var farsæl. Engin stríð, efnahagurinn blómstraði, lítið atvinnuleysi og kaupmáttur almennt var góður. Allir hópar, líka minnihlutahópar, gekk vel. 

Held að flestum Íslendingum sé illa við Trump, enda búið að mála hann sem mann sem er ekki húsum hæfur. Engin getur þó bent með rökum af hverju hann var svona vondur forseti (utan orðbragð hans). Íslenskir fjölmiðlar hafa copy/paste fréttaumfjöllun bandaríska megin fjölmiðla sem hefur hingað til verið mjög neikvæð gagnvart Trump og Repúblikana almennt. Eina sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, er hvernig samskiptin verða við Bandaríkin í kjölfar valdaskiptanna vestan hafs.

Meginfjölmiðlar eru búnir að missa allan trúverðleika gagnvart almenning og traustið er farið.  Hvort þeir misstu trúverðleikan við að taka niður Trump eða nýja fjölmiðlabyltingin, með samfélagsmiðlana hafi þarna spilað megin rullu, er erfitt að segja.

Megin mistök almennings og fjölmiðla er að rugla saman persónu og pólitíska stefnu.  Það heldur að maður sem er tungulipur og kurteis í tali sé góður leiðtogi. Raunveruleikinn er annar. Enginn verður leiðtogi nema að hafa bein í nefinu og vera valdafíkill. Persónan skiptir minna máli en pólitísk stefna hennar. Þori að fullyrða að allir stjórnmálaleiðtogar hafa einhver leyndarmál að fela.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband